Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 246
244
Ritdómur
omstunder heder det i Enkeltt. ær, hvilket tilfom allene var Flertalsformen, ligesom
tá, tær, o.s.v.
Þessi klausa sýnir aö þekkingu Bjöms á málsögunni er ábótavant en það kemur enn
skýrar fram í skýringartilraunum hans á orðsifjum (bls. xvii); slíkt má þó ekki setja
fyrir sig þegar um er að ræða rit frá 18. öld.
3. Útgáfa OH
Jón Aðalsteinn Jónsson sá um þessa endurútgáfu á vegum OH og ritar inngang (20
bls.), en ýmsir starfsmenn OH unnu mikið að útgáfunni eins og ffam kemur í inngangi
(bls. xxvii) og einn þeirra, Friðrik Magnússon, kannaði orðaforða orðabókarinnarmeð
aðstoð tölvu og gerir sérstaka grein fyrir niðurstöðum þeirrar athugunar í inngang-
inum (bls. xxxi-xlvi). Inngangur Jóns skiptist þannig að fyrst em sögð deili á Bimi
Halldórssyni, síðan gerð grein fyrir því sem er vitað um orðabókaigerðina og útgáfu
hennar, viðaukum Bjöms, lagfæringum og leiðréttingum Rasmusar Rasks, lagfæring-
um vegna endurútgáfunnar, stafsemingu, stafrófsröð, viðtökum þegar bókin kom út og
loks hvemig unnið hafi verið að endurútgáfunni.
Friðrik Magnússon gerir grein fyrir orðaforðanum í sínum hluta en hann bar hann
saman við ritmálsskrá OH. Þessi samanburðurer eingöngu formlegur, þ.e. athugað var
hvaða flettiorð í bók Bjöms em í ritmálsskránni. Fjallað verður nánar um þessa athugun
Friðriks hér aftar, en hins vegar saknar lesandi að útgefandi skuli ekki gera meiri grein
fyrir orðaforða bókarinnar, þ.e. hvers eðlis er hann? Er mikið af tökuorðum og slettum?
Em mörg orð fallin úr notkun daglegs máls nú til dags? Hve stór hluti bókarinnar
em viðbætur Rasmusar Rasks og félaga? Er eitthvað hægt að lesa út úr bókinni um
ffamburð? Að hvaða leyti er málffæðin (kyngreining, beyging o.fl.) ffábmgðin því sem
nú er kennt í skólum? Ekki er víst að hægt sé að svara öllum þessum spumingum en
greinargerð um þetta efhi hefði örugglega getað svalað ffóðleiksfýsn maigra.
Aflan við inngang þeirra Jóns og Friðriks er svo Orðabók Bjöms Halldórssonar. Þar
er ffemst formáli R E. Miillers á latínu og dönsku (8 bls.) en honum fylgir greinaigeið
á latínu um útgáfur á íslenskum fomritum (17 bls.). Því næst er sjálf orðabókin og nær
yfir 526 bls.
Útgefandi hafði að sjálfsögðu úr nokkmm möguleikum að velja þegar hann ákvað
form þessarar endurútgáfu. Hann gat kosið að Ijósprenta útgáfuna ffá 1814, en það
hefði þó varla verið raunhæft, þó ekki nema fyrir þá sök að töluvert er af villum og
ósamræmi í henni sem sjálfsagt þykir að leiðrétta í annarri útgáfú. Útgefandi átti þess
einnig kost að gerbreyta bókinni, t.d. með því að laga staffófsröðina, færa stafsetninguna
til nútímahorfs og laga þýðingar þar sem þess er þörf, þ.e. endurbæta orðabókina á
alla lund en þá hefði vart verið um sama verk og áður að ræða og tilgangurinn með
útgáfunni misst marks að nokkm eða öllu leyti. Útgefandi valdi milliveg sem í fljótu
bragði virðist skynsamlegur, enda segir hann í innganginum að aukin og endurbætt
útgáfa hafi ekki komið til tals (bls. xxvii).
Það er fengur að þessari útgáfu fyrir alla þá sem vilja kanna orðabókargeið fym
alda og ekki síður fyrir þá sem sitja yfir íslenskri málsögu og orðfræði. Einnig er ljóst
að þessi útgáfa er í stómm dráttum góð og virðist skynsamlega að flestu staðið en