Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 247
Ritdómur
245
þó verður að geta þriggja atriða sem orka tvímælis. Það íyrsta varðar handrit þau er
höfð voru til hliðsjónar þegar frumútgáfan var lagfærð, en það skortir mikið á að sögð
séu deili á öllum handritum sem kunna að skipta máli og að þau séu athuguð vegna
endurútgáfunnar. Því verður samt ekki haldið fram hér að markvissari vinnubrögð
hefðu skipt sköpum fyrir útgáfuna sem slíka en þau hefðu getað eytt efa hjá tortiyggnum
notanda. í öðru Iagi verður fúndið lítillega að tilvimunum og frágangi og í þriðja lagi
verður fjallað um nokkur álitamál varðandi Ieiðréttingar útgefanda. Verður nú vikið
nánar að því hvemig til tókst hjá OH að þessu sinni.
4. Handrit
Jón Ólafsson úr Svefheyjum tók að sér endurbæta handrit Bjöms Halldórssonar að
orðabókinni og spurðist meðal annars fyrir um möig orð hjá Bimi sem honum þótti ekki
nógu vel skýrð eða sem hann þekkti ekki. Bréf Jóns er týnt en svör Bjöms frá 1791 em
varðveitt (AM 422 fol, bl. 529-543); svarbréf Bjöms er ekki skrifað af honum sjálfúm,
enda var hann þá orðinn blindur. Af ókunnum ástæðum vom þessar nýju skýringar
Bjöms ekki teknar með í útgáfuna frá 1814 þótt þær séu varðveittar í sama handriti
og prenthandrit bókarinnar; hugsanlega hefur þeim verið bætt við handritið eftir 1814.
Þessar viðbætur Bjöms gaf Jón Helgason út í Opuscula III (1967:101-160) og þær
em teknar upp í endurútgáfuna innan oddklofa þar sem þær eiga heima (bls. xv-xvi);
verður ekki annað séð en það sé sjálfsagt.
Fimm handrit virðast skipta máli við þessa útgáfú: AM 422 fol (alls 548 bl.),
DKNVSB 310 4to, Rask 4 (327 bl.), Rask 9-10 (2 bindi, aUs um 1040 bls.) og Rask
11 (84 bl.). Blöð 1-391 f AM 422 fol em prenthandrit orðabókarinnar með dönskum
þýðingum og ýmsum viðbótum og lagfæringum Rasmusar Rasks og félaga. Þetta
handrit kallar útgefandi M2 og notar þar sömu táknun og Jón Helgason (1967). Bl.
529-543 í AM 422 fol em áðumefndir viðaukar og endurbætur Bjöms firá 1791. Hannes
Þorsteinsson segir að í þessu handriti sé fleira áhrærandi útgáfúna (1924:136 nmgr.)
en samkvæmt Katalog (1889) em einnig í því „udkast til redaktion af bogstaveme A-
B“ (bl. 392-524), „optegnelser angáende bogstavet A“ (bl. 525-528) og „optegnelser
angáende ordbogsarbejdet" (bl. 544-548). Ekkert er minnst á þessa hluta handritsins f
endurútgáfunni og þótt frekar ólíklegt sé að þeir skipti máli fyrir hana hefði verið gott
að fá stutta lýsingu á þeim svo að lesandi þurfi ekki að velkjast í vafa; efni þessara
blaða gæti m.a. verið eftir Werlauff og Gísla Thorlacíus.
Útgefandi telur að handritið Rask 4 sé frumrit bókarinnar og forrit 422 og að Bjöm
hafi haldið því eftir á fslandi en það hafi síðar komist í eigu RasmusarRasks þegarhann
var á ferð um ísland 1813-1815 (bls. xvii); hér fer útgefandi trúlega efitir orðum Jóns
Helgasonar (1967:101) án þess að geta þess. Það er þó ekki víst að Rasmus Rask hafi
flutt handritið til Hafnar vegna þess að í Katalog (1894) stendur um handritið: „Med
indskud af Jón Ólafsson fra Svefneyjar'* sem gæti bent til að handritið hafi borist til
Jóns í Höfn fyrir dauða hans (1811); það er að minnsta kosti jafh líklegt og að Bjöm
eða Rasmus Rask hafi stungið eða látið stinga miðum og blöðum frá Jóni inn í handritið
þótt það geti auðvitað staðist, en Jón gæti hafa fengið handritið eftir lát Bjöms 1794.
Það er að minnsta kosti ljóður á endurútgáfunni að ekki skuli getið þessara „innskota"