Reykvíkingur - 08.03.1929, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 08.03.1929, Blaðsíða 2
50 REYK VÍKINGUR Dálítið um Perú. Formáli. Kristófer Kólumbus var sonur vefara í Genúa í ítalíu, og nam iðn föður síns. Síðar gerðist hann farmaður. Af því leiðin pótti löng frá Evrópu til Austur-Asíu liug- kvæmdist Kólumbus að styttra mundi að sigla í vestur til Aust- ur-Asíu, pví hann bjóst við að eitt haf væri alt frá vesturströnd Evrópu til austurstrandar Asíu. Kólumbus reyndi að fá Portú- galskonung til að fá sér skip og menn til pess að leita Asíu í vesturátt, en af pví varð pó ekki. En nokkrum árum síðar komst Kólumbus að samningum við Spánarkonung og drotningu. Lagði Kólumbus af stað í landaleit sína 2. ágúst 1492. Ilafði hann prjú skip, og voru samtals á peira 120 inanns. Sigldi hann fyrst suður til Kanaríueyja, og fór paðan aftur 6. september og var pá siglt vestur. Eftir 5 vikur sást land, pað var ein af Bahama-eyjunum, og í pessari för fann hann eyjarnar Kúba og San Dómingó, en síðan hélt hann heim til Spánar og kom pangað í inarz 1493. Sama ár fór hann aftur vestur um haf og hafði pá langtum meiri skipakost, enda voru pá með honum ekki færri en 1500 manns. Priðju förina fór liann, og fluttist nú töluvert af Spánverjum vestur um liaf og voru nýlendur stofnaðar á eyj- unum. Tæpum prjátíu árum eftir að Kólumbus fann Ameríku vann Cortez Mexikó, en sjö árum áð- ur (1513) liafði Balbóa brotizt yfir Panama-eiðið og orðið fyrsti hvíti maðurinn til pess að sjá Kyrrahafið. Balbóa féll í ónáð hjá Spán- arkonungi um hríð, en er hann aftur komst til valda, lét hann gera fjögur hafskip og flytja ó- samansett yfir fjöllin á Panama- eyðinu, og setjasaman viö Kyrra- haf. En áður en liann liafði kom- ið pví við að fara par nokkrar verulegar rannsóknarferðir, sveik tilvonandi tengdafaðir hans liann í trygðum og lét hálshöggva hann og fjóra lielstu ménn hans. Perú. Nú liðu sjö ár án pess að frekar væri að gert að leita landa við Kyrrahaf, en miklar fregnir höfðu borist spönsku nýbygg’j' endunum ’við Panama um land eitt í suðri, par sem ríkti vold- ugur konungur og nóg væri af gulli. Kölluðu Spánverjarnir land petta »Land Búrús«, en síðar

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.