Reykvíkingur - 08.03.1929, Blaðsíða 18

Reykvíkingur - 08.03.1929, Blaðsíða 18
66 REYKVIKINGUR Er hægt að Iesa eiginleika fólks út úr andlitum þess? Pað hefur verið sagt, að orðin séu til orðin til pess, að hylja hugsanirnar. Pannig má eins segja, að andlitið sé til pess að hylja lyndiseinkanir manna. Pegar maður ætlar að fara að dæma lyndiseinkanir manna eftir andlitsfalli, útliti, augum o. s. frv., fer maður svo oft villur vegar. Pað er sagt, aö sterkleg haka sé merki ástríðu, blíðleg augu og »madonnu«-andlit merki hreinleik sálarinnar. Og svona mætti lengi telja. Pessu er svo auðvelt að dæina eftir, og marg- ir gera það líka. En sannleikur- inn er sá, að það er ekki nokk- ur hæfa í þessu. Sjái maður litla ljóshærða stúlku með spékoppa í kinnun- um, hreinblá augu, blíðlega og sakleysislega, er alveg óhætt að reiða sig á, að hún veit hvað hún vill, og fær á endanum það sem hún vill. Sjái maður karl- mann, stóran, föngulegan, með hvast augnaráð og arnarnef, er óhætt að reiða sig á, að hann lætur stjórnast af veikbygðri konu, og svona mætti lengi upp telja. Einu sinni sátu tveir menn í járnbruutarlest og voru að lesa Reykvíkingur fæst: hjá Snæbirni Jónssyni, Austurstr. — Sigf. Eymundssyni, — í tóbaksverzl. Bristol, Bankastr.' hjá Ársæli Árnasyni, Laugavegi. — Arinb. Sveinbjarnarsyni, Lvg. — Lúðvíg Hafliðasyni, Vest. 11. — Bókav. Porst. Gíslas. Lækjarg. — Guðm. Gamalíelss. Lækjarg. í Konfektbúðinni, Laugav. 12. - Konfektgerðinni, Vesturg. 29. í dagblaði. »Hver er þessi góð- logi, bráðfallegi maður,sem mynd- in þarna er af?« spurði annar. »Pað er morðinginn — þú manst — sá sem drap hana ömmu sína með öxinni«, var svarið. A. \ ■---ooe------ Ern öldungur. Englendingur einn, að nafni C. M. Holloway, átti um dagirm sjötugsafmæli. Tók hann sér þennan dag göngutúr, er var 35 enskar mílur, eða viðlíka langt og úr Reykjavík og austur í Flóa; tók það hann átta stund- ir. Petta var í sjötta skifti, að hann fær sér svona göngu á af- mælinu sínu. <-> <<

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.