Reykvíkingur - 08.03.1929, Blaðsíða 14

Reykvíkingur - 08.03.1929, Blaðsíða 14
62 RBYHVIKINGUR Hvað kostar Reykvíkingur ? Hvert blaö í lausasöln kostar 35 aura. Áskriftargjald er 1,25 á ntáinuði, pegar fjögur blöð eða fleiTi koma. Komi einhvem mán- uð fæiri blöð en fjögur, j>á er áskriftargjaldið hlutfaJlsIega þeim mun minna. Fyrir þessi tvö blöð, sem komin eru á á’rinu, verða áskrifendur eklú krafnir um neitt gjald. komast að sannleikanum," • sagði Kínverjinn. Hann gerði nú bendingu, og var þá komið með hlekki og ýms áhöld úr tré. Ég svitnaði við að sjá þau. Því ég þekti mæta-vél kínversk píningaráhöld, og nú leit út fyrir að ég ætti sjálfur að fá að kenna á þeim. „Hvað vitið þér um dr. Ni- kóla?" spurði sá, sem fyrstur hafði talað við mig. „Ég er búinn að segja ykkur það," sagði ég með mikilli þykkju, AftUT spurði hann mig, og al- veg reiðilaust, hvað ég vissi um dr. Nikóla, en ég endurtók það sem ég hafði sagt. „Ég spyr yður í siðasta sinn: Hvað vitið þér um dr. Nikóla?" „Ég er búinn að segja það," svaraði ég, og ég skal játa að mér vpr þungt um hjartaræturnar. Mér var nú fleygt niður á gólf- ið og lagður þar á bakið, og var einkennilegt tréhálsband lát'ð um hálsinn á mér, en skrúfa, sem í því var, var sniúið þar til að ekkj hefði þurft meira en einn sniúniing, til þess að ég væri kyrktur, og ég heyrði þann, sem elstur var af þeim þremur, segja: „Segið okkur nú hvað þér vitið um dr. Nikóla." Ég reyndi að segja það sama og áður, en skrúfan herti svo að hálsi mín- um, að ég kom engu orði upp. Svo stóð maðurinn sem i miðíð var upp, og gekk að mér, og datt' mér í hug hvaða pynding kæmi næst, en þá var skrúfan losuð og handið tekið af hálsi mér, og jafniframt voru bönd mín leyst. Og svo heyrði ég sagt á ensku: „Pér þurfið ekki að óttast _að yður verði gert frekara mein. Standið þér upp Brús." Ég leit upp, alveg forviða, því ég þekti af röddinni. Það var dr. Nikóla. Hann var svo vel dulbúinn, að það hefði verið gersamlega ógern- ingur að þekkja hainn, og .var andlit hans engu siður óþekkjan- legt en klæðnaður hans og lima- burður. Ég reis nú í flýti á fætur, og gleðin, sem ég fann við það, að ég nú sá að ég var í vinahóp,

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.