Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 4

Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 4
reykjavíkursvædinu, stundar vinnu í bákn- inu, og leggur málum eins og „frjáls vidiot- ismi—jafn kosningaréttur“ lið? í fljótu bragði, ákaflega fátt. Móilið? Landið? Sama útvarp (aðhluta)? Sama sjónvarp (sömuleiðis að hluta)? Og þó er ekkert líklegra en að þetta séu mœðgin. Athugið það. Og, ágœtu kvennaframboðskonur: henni er spurn, þessari 68 ára: Skyldu þœr verja hag minn betur, þessar annars ágœtu kven- réttindakonur, kœmustþær á þing? Pekkja þær mitt líf ? Minn hag? Mtn vandamál? Vita þær hvað ég hef á tímann í rækjunni/ fiskinum ? Vita þær h vað ég borga mikilfast- eignagjöld af kofanum? Vita þœr hvað ég borga íolíu á mánuði? Vitu þær hvað mys- ingsdollan kostarhérí kaupfélaginu? Hún svarar þessu öllu með langdregnu „Oekki'!“, þessi gamla kona (sem vitaskuld er söguleg en uppdigtuð). Og þar með heldur hún áfram að kjósa sinn gamla flokk, — sem er illskásti kostur- inn. Og lái henni hversem vill. Hún hefur allt sitt líf fengið að heyra það að hún væri annars flokks Islendingur og tæplega þó. Sem kona, sem ómenntaður daglaunamaður, sem dreifbýlingur. Pað síðastnefnda er nýjast, — og þar af leiðandi verst. Óréttlæti sem byggist á göml- um fordómum er skiljanlegra fyrir hana en það sem er nýtilkomið, á þeirri upplýsinga- öld sem við nú lifum á. Og mikið varð hún hlessa, blessunin, þegar hún uppgötvaði það, að til er fólk, sem býr á suðvesturhorn- inu, sem trúir þvíífúlustu alvöru að hún og hennar líkar, séu baggi á þjóðarbúinu. Ekki kenna henni um, þó upp sé komin sú ramma barátta milli landshluta sem við heyr- um óminn afífjölmiðlum og á sér helst stað í munni þess 37 ára, sem fyrr er nefndur, og hans líka. Jafnl atkvœðavægi er henni líka réttlætis- mál. En það á ekki að koma til fyrr en jöfn- uður ríkir einnig á öðrum sviðum ísatnan- burðinum leiðinlegu: þéttbýli/dreifbýli. Pað kostar einfaldlega fjórum sinnum meira (a. m. k.) að vera Isfirðingur heldur en Reykvíkingurog nefna má, svona tilupp- lýsingarað það erstaðreynd að dreifbýlingar leggja meira af mörkum til þjóðarbúsins en þjónustumiðstöðin Reykjavík. Nema þið trúið því, lesendur góðir, að sjávarútvegur og landbúnaður beri sig ekki! (I alvöru!) Og ekki segja: Petta er val hvers og eins, hvort hann býr úti á landi eða í Reykjavík. Pað þarf að halda þessu landi í byggð sem víðast, bæði hvað varðar efnahag, sagn- fræði, fjölbreytileika og það sem má nú ekki nefna: ást á heimabyggð. Par með má þakka þvífólki, sem ekki flúði það svelti sem hinar dreifðu byggðir landsins hafa lent í undir stjórn misviturra manna í gegnum tíðina. Ogþessi hroðalega óréttláta atkvœða- skipting var kannski síðasta vígi hennar vin- konu okkar, sem varla hefurþó dugað henni stórt t baráttunni. Hún hefur haft það fyrir máltæki, þegar henni hefur verulega ofboðið (sem gerist þó ekki tiltakanlega oft) eilthvert þuð óréttlæti sem luift hefur verið í J'rammi við liana, vegna þess hverhún er (ómenntuð verku- kona úti álandi): ,, Nei, nú held ég suður í Gilsfjörð með skóflu og tek við þarsem skessurnar hættu forðum." Og hvarstœðum við þá? A ísafirði í byrjun góu 1683. Hanna Lára Gunnarsdóttir Tangavegi 17. Elsku Vera. Gott blað, alltaf jafn gaman að fá þig. Meira, meira! Mér datt í hug, þegar ég las um barnsfœðinguna, verðlaun syndarinnar, að beina því tilykkar Kvennaframboðskvenna, að barnshafandi konur eru enn álitnar van- færar. Eg geng með mitt fyrsta barn núna og hef kannski þess vegna svo mikinn áhuga á þessum málum. Og það stakk mig heldur belur, þegar ég fór i skoðun upp á Land- spítala (sem mér skilst nú að konur hafi meira og minna byggt, þær voru ekki van- færari til hlutanna en það!) að á spjaldinu, sem maður fær til að skrá tímana sína á, stendur „skoðun vanfærra.“ Skelfing finnst mér þetta úrelt viðhorf og er nú ekki kominn tími til að breyta þessu. Mérfinnst ég ekkert vera vunfæruri en aðrir og neita alveg að láta kalla mig þessu nafni. Og þetta er skoðun vanfærrar konu! Með kveðjum. Helga Björgvinsdóttir. Kæra Helga! Takk fyrir ábendinguna. Viö létum ekki segja okkur þetta tvisvar og skrifuðum yfir- manni Kvennadeildar bréf í hvelli. Bréfiö fer hér á eftir og svo skulum við sjá hvaö setur. Bestu kveðjur og heillaóskir! Ritnefndin. Dr. Sigurður S. Magnússon Yfirlæknir Kvennadeildar Landsspítalans í lesendabréfi til Veru er athygli okkar vakin á því, að á spjaldinu, sem skoðunar- tímar barnshafandi kvenna eru færðir inn á og þeim afhent á göngudeild deildar yðar við Landsspítalann, stendur að um sé að ræða skoöun „vanfærra“ kvenna. Vissulega má til sanns vegar færa, að sumar barnshafandi konur verða af þeirri ástæðu einni vanfærar til ýmissa verka. Þetta er þó ckki algilt cins og þér vitið auö- vitað jafnvel og við! Við munum einniggeta veriö sammála um, að það að ganga með barn undir belti er ofur eðlilegur hlutur, ekki sjúklegt ástand eða afbrigöilegt, sem hljóti að leiða til vanfæris. Okkur virðist það bera vott um röng viöhorf til barnsburðar, þegar um hann eru notuð orð, sem gefa í skyn að svo sé. Við gerum okkur því vonir um, að þér verðið við þeim tilmælum okkar aö breytt verði orðalagi skoðunarspjaldsins, sem getið var um í upphafi þessa bréfs. Með vinsemd og virðingu f.h. Kvennaframboösins Kæru lesendur! Eins og þegar hefur komiö fram, er okkur Ijúft að birta bréf án þess að birta jafnframt fullt nafn mcð. En við viljum þó taka fram, að bréf eru því aöeins birt, að nafn og hcim- ilisfang fylgi með, þó svo við verðum aö óskum ykkar um að hafa dulncfni undir. Ritncfndin. Smásagnakeppni Vera tilkynnir hér með smásagnakeppni fyrir konur aðeins! Dragiðfram ritföngin og gefið andanum lausan tauminn! Ein verðlaun verða veitt, hvorki meira né minna en krónur 5000.- Vera áskilur sér rétt til birtingar á sigur- \ sögunni. I Skilafrestur er til 1. júní. Handrit sendist: Ritnefnd Veru Hótel Vík Vallarstræti 101 Reykjavík. \ „Smásaga“ Handrit séu merkt með dulnefni en rétt nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Dómnefndina skipa þær Dóra Guðmundsdóttir verslunarmaður Fríða A. Sigurðardóttir, ritliöfundur Ragnhildur Richter, BA í íslensku.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.