Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 6
BILL
TIL
BLESSUNAR.
Bíll til blessunar....
Pað er alveg sérstök tilfinning að sitja undir stýri. Allur þessi
kraftur, öll þessi orka í eigin höndum, undir eigin stjórn. Vá —
vrúmm, vrúmm ....! Bíll er líka nauðsyn. Lítum bara á auglýsing-
arnar. Gljáandi, straumlínulöguð nauðsyn. Stöðutákn, kyntákn. Og
lítum bara á nýju hverfin: beinar, breiðar götur — beggja skauta
byr.
Strákarnir — já og stelpurnar líka en þó einkum strákarnir, bíða
þess í óþreyju að fá bílprófið. Til að stytta tímann gefur mótorhjólið
forskot á sæluna. Jafnvel reiðhjól getur gefið rétta tilfinningu, þetta
vald, sem beðið er eftir. Sjáum krakkana þjóta áfram á hjólunum
sínum, hamast á pedölunum þangað til hraðinn kemst í hámark.
Hraðinn og spyrnan — þaö er máliö. maöur!
Bíll er fyrir löngu orðið annað og meira en farartæki til að komast
af einum stað á annan. Bíllinn er áhugamál, ytra tákn um ríkidæmi
eða stöðu, tæki til að húkka skvísu, leikfang til að spyrna uppgróðri.
Því stærri, kraftmeiri, flottari — því betri. Og bíllinn hefur e. t. v.
meiri áhrif á umhverfiö en flesta grunar. Heil hverfi eru skipulögð
með götur, bílastæði og bílageymslur í huga. Ekki þó það hvernig
firra megi íbúana mengun, hættu ogóöryggi, heldur hvernig tryggja
megi bílnum sem greiðasta leið. Hvert einasta barn í landinu fær
heimsenda fræslu strax og það kemst á þriðja árið. Fræðslu sem
miðar að virðingu fyrir bílnum, hlýðni við bílinn, auðsveipni við
bílinn. Kappakstursmönnum er hampað í blöðum fyrir að gera sér
dauðann að leiksoppi, landið að spyrnureitum, bílinn að leikfangi.
Þegar veturinn býr um sig með fannkyngi og frostum er brautin
rudd fyrir bílinn, aðrir geta átt sig í sköflunum. Þegar aftur vorar og
bærinn kemur undan snjónum, fara malbikunarvélarnar af stað til
að teppaleggja akvegina — gangstéttirnar bíða betri tíma, sem
aldrei kemur.
....eða bölvunar?
Já, já, bíll er nauðsyn. En þarf hann að vekja slíka lotningu, slíkar
kenndir. Þarf hann að kosta svona mikið?
Árið í árer Norrænt umferðaröryggisár. Þaðerað segja að nú áað
halda ráðstefnur og fundi, efna til umferöarvikna, auka áróðurinn
fyrir ábyrgð í umferöinni. Norðurlöndin munu skiptast á lögreglu-
þjónum, læknar munu ræða um fyrirbyggjandi aðgerðir. þaö verða
sjónvarpsþættir og ræöulJutningar. Vera myndi vilja bæta einu við
listann: Hefjum áróðurgegn bíldekrinu. Minnum hvort annaðáað
bíll er skaðvaldur, hraðinn morðtól og straumlínurnar sölutrikk til
að vekja rangar kenndir bílstjóranna!
Að fara að seltum reglum
... EÐA
BÖLVUNAR?
vert. En hefur nokkurt ykkar veriö stöðvað af lögreglu fyrir að aka á
vitlausri akrein, fyrir að aka ógætilega út úr stæði, fyrir að aka
ógætilega framúr?
Að lappa upp á gömul mistök
Hver sá, sem sest við að rýna í fundargerðir umferðarnefndar
Reykjavíkur, kemst fljótt að þeirri niðurstöðu að mikill tími þeirrar
nefndar fer í að lappa upp á gatnakerfi sem reynst hefur hættulegt.
Þ. e. að láta setja upphækkanir þar, þrengsli hér, götuljós þar og
hlykki þar. Oft eru það íbúarnir, sem beina óskum um sJíkar breyt-
ingar til umferðarnefndar eða lögreglu, þegar sýnt er orðið að
viðkomandi akstursleið hefur reynst of greið — of freistandi fyrir
hraða-kappana. Það vekur einnig athygli, að flestar beiðnir virðast
berast úr nýju hverfunum. Það kann auövitað að vera vegna þess að
íbúasamtök þar eru oft virkari en í eldri hverfum, eða einbeita sér
ööru fremur að þessum málum. En þaö kann líka aö vera vegna þess
að nýrri hverfin eru skipulögð eftir að bíldekrið komst í algleyming.
Fyrir stærri hraðskreiðari bíla, já og fyrir meiri umferð til fjarlægari
staða.
Og enn má spyrja, að þessu sinni skipulagsyfirvöld: hversu mikið
tillit er tekið til fenginnar reynslu við skipulagningu nýrri hverfa?
Hvers vegna er umferðarnefnd ekki umsagnaraðili, scm hafður er
með í ráðum við gerð nýrra gatna?
I skýrslum lögreglunnar í Reykjavík kemur m. a. fram listi yfir
helstu orsakir umferöarslysa, sem uröu áriö 1982. Þar gefur að líta
t. d. aðalbrautarréttur ekki virtur (þ. e. svíning!), ranglega beygt,
ógætilegur frammúrakstur, ógætilega ekið frá gangstétt, of hraður
akstur, röng staðsetning á akbraut o. 11. o. 11. Eða, í færri orðum
sagt: Ekki farið að settum reglum. Sumir einfaldlega kunna þær
ekki — aðrir gefa sér ekki tíma — enn öörum er bara alveg sama um
allar reglur.
Hér mætti spyrja einnar spurningar. Hvert beinist hiö vakandi
auga lögreglunnar í umferöinni? Við vitum það flest: Lögreglan cr
við hraðamælingar og í áfengiseftirliti. Hvort tveggja góðra gjalda
Pað kostarsvo mikið
Það kostar peninga að gera gatnakerfið, skiltin oggæsluna þannig
úr garði, að allt þetta tryggi öryggi í umferðinni. Áróður fyrir
breyttum viðhorfum til bílsins kostar peninga. Það myndi kosta
peninga að mennta ökukennara betur, senda þá utan þó ekki væri
nema til að kynna sér hvers vegna enginn fellur á íslensku bílprófi en
svo margir á erlendum. Það myndi kosta peninga líka aö skikka
bílstjóra í alvöru endurpróf, segjum á 20 ára fresti. Það kostar
peninga að breyta götum til betri vegar. Þannig mætti lengi telja.
En bíöuni við — hvaö kostar bíllinn ogumferöin okkur? í manns-
lífum og heilsufari. Slíkt verður ekki metið til fjár. Eöa hvað?