Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 36
ÞÓRUNN HAFSTEIN LÖGFRÆÐINGUR JAFN RÉTTUR FYRIR ALLA Jafnréttislögin kynnt Þó að Jafnréttislögin séu að ýmsu leyti markverð og setning þeirra hafi veriö þýð- ingarmikið spor í jafnréttisátt, þá eru þau alls ekki fyrsta íslenska löggjöfin scm fjallar beinlínis um jafnrétti kynjanna. Það var árið 1954 að brautin í átt til jafn- réttis kynjanna var rudd í íslenskri löggjöf en í 3. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá því ári segir: „Konur og karlar hafa jafnan rétt til opin- berra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf.“ Næsta skref í jafnréttisátt var svo stigið árið 1958 er Island fullgilti samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, en þar með skuldbundum við okkur til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. í samræmi við fullgildinguna voru sett lög á Alþingi árið 1961 um almennan launa- jöfnuð karla og kvenna og skyldi honum náð árið 1967 í áföngum. Jafnlaunaráð var sett á laggirnar með stoð í lögum frá árinu 1973 er hétu lög um Jafnlaunaráð en ráðinu var ætlað að tryggja jafnrétti kynjanna í at- vinnulífinu. Efnislega kveða lögin um Jafn- launaráð svo á að konum og körlum beri aö fá sömu laun fyrir jafnverðmæt störf og að atvinnurekendum sé óheimilt að mismuna fólki eftir kynferði. Þar með var rauði þráö- urinn spunninn, sem einkennir Jafnréttis- lögin, sem minnst var á í upphaíi og ætiunin er að kynna hér. Jafnréttislögin eru aö ýmsu leyti ítarlegri löggjöf en lögin um Jafnlauna- ráð og að því leyti víðtækari að Jafnréttis- lögunum er ætlað það hlutverk að tryggja jafnrétti kynjanna á öllum sviðum þjóðlífs- ins en ekki bara í atvinnulífinu. Jafnréttislögin eru þannig uppbyggð aö þau hefjast á almennri stefnuyfirlýsingu lög- gjafans. Því næst cru ýmis efnisákvæði og síðan vikið að Jafnréttisráði, hvernig þaö er skipað og hver verkefni þess eru. Lokakafli laganna fjallar svo um ýmis úr- ræði sem unnt er að grípa til ef brotið er gegnlögunum. Verður nú vikið að einstökum greinum jafnréttislaganna. í fyrstu grein laganna kemur fram sú stefnuyfirlýsing löggjafans að jafnrétti cigi að vera með konum og körlum á öllum svið- um þjóðlífsins. Tilgangur laganna sé að stuðia að jafnrétti kynjanna. 6 36 Hver er rétturinn? Veita á konum og körlum jafna möguleika til atvinnu og menntunar og greiða á þeim jöfn laun fyrir jafnverðmœt og sambærileg störf sbr. 2. grein laganna. í greinargerð kemur fram að þetta sé fyrsta skilyrði þess að raunhæfu jafnrétti verði náð. Að sjálf- sögðu er það alltaf matsatriði hvaða störf teljist jafnverömæt og sambærileg og veröur að meta það á hlutlausan hátt í hverju til- viki. Verður þá að taka tillit til vinnuað- stöðu, menntunar, starfsreynslu, ábyrgðar í starfi o. fl. Oft kann að vera erfitt að komast að raun um hvort mismunur eigi rót að rekja til þess að verið sé að mismuna kynjunum eða hvort launamismunurinn stafi af öörum orsökum. En það sem megin- máli skiptir er að sömu reglur gildi um konur og karla þegar laun eru ákveðin og að báðum kynjum séu veittar sömu aðstæður og sömu hlunnindi í sambandi við vinnu sína. Það reyndi á þetta atriði árið 1978 fyrir Hæstarétti cn kona sem gegnt hafði þing- ritarastöðu höfðaði mál á hendur fjármála- ráðherra f. h. Alþingis vegna þess að henni voru greidd nokkuð lægri laun en karlmað- ur í sömu stöðu og hún. Fram kom í málinu að starfsskyldur þeirra voru að ýmsu leyti ólíkar og þar sem konan gat ekki fært sönn- ur á að þau ynnu jafnverðmæt og sambæri- leg störf var ekki fallist á kröfur hennar. (Hrd. 1978: 738). í þriöju grein segir aö atvinnurekendum sé óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kyn- ferði og er þetta ákvæði í samræmi viö sam- þykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1958 sem áður voru nefnd. Jafnframt er ákvæðið í samræmi við sáttmála Samein- uðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem ísland undirrit- aði áriö 1968. Sérhver mismunun eftir kyn- ferði er því fortakslaust óheimil skv. 3. grein og tekur þetta m. a. til ráðningar, skipunar í starf, stööuhækkunar, uppsagnar úr starfi, veitingar hvers konar og almennra vinnu- skilyrða. Sóknarmálið Fyrir réttu ári síðan eða þann 12. mars 1982 gekk dómur í Hæstarétti sem fjallaði m. a. hvort um mismunun í starfi vegna kyn- ferðis hefði verið að ræða. Það var Jafnrétt- isráð sem höfðaði mál á hendur heilbrigðis- ráðherra vegna stjórnarnefndar ríkisspítal- anna og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs í umboði konu, sem starfaði á Kópavogshæli. Geröi Jafnréttisráð þá kröfu f. h. konunnar að viðurkennt yrði með dómi réttur kon- unnar til að fá greidd jöl'n laun fyrir störf hennar á Kópavogshæli og þeir karlmenn sem þar unnu undir starfsheitinu gæslu- menn. Þá var einnig gerð sú krafa í málinu aö launamismunurinn yrði greiddur. Þannig var að karlmennirnir voru kaliaðir gæslu- menn og þágu þeir laun skv. taxta BSRB en auk þeirra unnu á hælinu annaö starfsfólk, einfaldlega kallað starfsmenn (áður starfs- stúlkur) og þágu þeir laun skv. taxta starfs- mannafélagsins Sóknar. Þessir starfsmenn voru án tcljandi undantekninga konur. Enginn ágreiningur var um það í málinu að störf gæslumannanna og starfsmannanna voru jafnverðmæt og sambærileg í skilningi 2. greinar Jafnréttislaganna. Þá var einnig litiö svo á að það hafi farið eftir kynferöi starfskraftsins hvort hann var ráðinn skv. kjörum BSRB eða Sóknar. Taliö var að konan hafi átt rétt til sama starfsheitis og sömu launa og annarra starfskjara og gæslu- menn. Hæstarétti þótti þó ekki af þeim rétti hennar leiða aö hún gæti krafist þess að hún nyti að nokkru leyti kjara, einkanlega að því er tæki til launa, sem gæslumaður, en að öðru leyti færu starfskjör hennar sem fyrr eftir kjarasamningi Starfsmannafél. Sóknar, en þau fólu m. a. í sér forgangsrétt til vinnu hjá viðsemjendum félagsins. Þaö hafði ekki tekist að benda á það í málinu aö nokkur þeirra karlasem unnusambærilegstörf nytu slíkra starfskjara. Því varekki fallist á kröfur konunnar. Hins vegar gekk sératkvæði í þessu Hæstaréttarmáli en þar komust tveir hæstaréttardómarar aö þeirri niðurstöðu að konan hafi sætt launamisrétti vegna kyn- ferðis síns og viðurkenndu dómararnir skaðabótakröfu hennar um launamismun- inn. Sem höfuöröksemd fyrir þessari niður- stöðu sinni færðu dómararnir að sókninni aö jafnrétti kynjanna væru engin takmörk sett vegna ákvæða laga nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Það væri heldur ekkert skilyrði skv. Jafnréttislögunum að kona þurfi að vera í sama verkalýðsfélagi og

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.