Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 18
Er von á úrbótum?
Reykjavíkurborg rekur núna fimm stofnanir, sem eru
ætlaðar gamla fólkinu sérstaklcga: vistheimilið Dal-
braut, vist- og hjúkrunarheimiliö á Droplaugarstöðum,
legudeild í Hvíta bandinu og leiguíbúðir í Furugeröi og
viö Norðurbrún. Margt af því fólki, sem er á þessurn
stöðum, þarfnast umönnunar lækna og hjúkrunarfólks
og þyrfti því að fá inni á sjúkrastofnunum. Þau 991, sem
lagt hafa inn beíðni til Félagsmálastofnunar, eru auðvit-
að ekki í þessum hópi, heldur bíður utan dyra eftir dval-
arstað. Félagsmálastofnunin hefur kannað aðstæður
þeirra — staöreyndirnar blasa við hér að ofan — og
raðað í forgangsröð, um annaö er varla aö ræða, þegar
úrræðin eru svo fá til handa svo mörgum. í þeirri rööun
eru efst á blaði 92 einstaklingar, sem þurfa nú þegar að
komast á sjúkrastofnun og 433, sem eitthvað verður að
gera fyrir annað.
En hvaö er hægt að gera? í sumar verður B-álma
Borgarspítalans opnuð, en þar veröur sérstök deild fyrir
gamla fólkið með 53 rúmum.
í vor verður boðið út nýtt vistheimili og má gera ráö
fyrir að byggingu þess Ijúki eftir 2—3 ár ef þokkalega er
haldið á spöðunum. Á því vistheimili er hins vegar ekki
gert ráð fyrir hjúkrun.
FÓSTUREYÐINGAR
afstaða félagsmálaráðs
„Félagsmálaráð Reykjavíkur tekur eindregna afstööu
gegn endurfluttu frumvarpi til laga um breytingu á lögum
nr. 25 frá 22.5. 1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi
kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemis-
aðgerðir. Félagsmálaráð telur brýnt, að félagslegar að-
stæður verði bættar, þannig að sem fæstar fóstureyðingar
þurfi að fara fram þeirra vegna og telur því þær breytingar
sem frumvarp til laga um breytingar á lögum um al-
mannatryggingar nr. 67/1972 felur í sér, vera til bóta í því
efni. Hins vegar telur ráðið, að ekki verði framhjá litið, að
nokkur hópur fólks býr nú við svo erfiðar félagsl. að-
stæður, að núgildandi heimild til fóstureyðingar vegna
félagslegra aðstæðna séu beinlínis nauðsynleg.
Félagsmálaráð telur, að samstillt átak ríkis og sveitar-
félaga þurfi til að ráða bót á, m. a. með því að rækja það
varnaðarstarf, er lögin gera ráð fyrir, úrbótum á húsnæð-
ismálum og frekari uppbyggingu dagvistunarstofnana.
Enn fremur telur Félagsmálaráð Reykjavíkur nauðsyn-
legt að hraðað verði framkvæmd 32. gr. laga nr. 25/1975
Og þar með eru upptaldar þær úrlausnir á vanda
gamia fólksins, sent í bígerð eru.
Að verða gamall
Það virðist mikið til úr sögunni að ömntur og al'ar geti
hreiðrað um sig í horninu hjá afkomendum sínum. Viö
getum öll reynt að gera upp við okkur, hvernig sú breyt-
ing varð, tlest okkar þurfa aðeins að leita til eigin kring- 4
umstæðna. Margar skýringar eru fyllilega réttmætar,
aörar síður. En hverjar sem þær eru, svara þær því aldrei,
hvers vegna hærri aldur barf svo oft að verða tími ör-
byrgðar, húsnæðisskorts ou niðurlægingar.
„Hiö opinbera" er stunduni kallað bákn og framlag
okkar til þess álögur. En hið opinbcra er auðvitað ekkert
annað en félagið, sem viö erum öll í og álögurnar okkar
sameiginlegi sjóöur. Hvernig við deilum þeim sjóði. er
spurning um hvað okkur skiptir mestu — uni forgangs-
rööun. Einhvern veginn finnst manni, að gantla fólkið
eit’i skilið að vera dálítið ol’ar í beirri röð. en raun sýnist
bera vitni.
GJ/Ms
en þar er kveðið á um útgáfu reglugerðar um nánari
framkvæmd laganna. Sú rcglugerð hefur enn ekki litið
dagsins ljós. Við gerð þeirrar reglugerðar, sem lögin mæla
fyrir um, verði höfð hliðsjón af framkvæmd fóstureyðinga
af félagslegum ástæðum frá þeim tíma, er lögin tóku gildi.
í því skyni er nauðsynlegt að gerð verði ítarleg rannsókn á
því, hverjar í reynd hafa verið taldar félagslegar ástæður,
þegar fóstureyðingar Itafa verið heimilaðar á grundvelli
9. gr. laganna."
Þessi untsögn Félagsmálaráðs Reykjavíkur var sam-
þykkt einróma í ráðinu þ. 20. jan. s. I. í ráðinu eiga sæti:
Markús Örn Antonsson, Ingibjörg Rafnar, Anna K.
Jónsdóttir og Margrét Einarsdóttir, öll frá Sjálfstæðis-
flokki, Gerður Steinþórsdóttir, Framsókn, Guðrún
Ágústsdóttir Alþýðubandalagi og Guðrún Jónsdóttir,
Kvennaframboði. Þær þrjár síðasttöldu óskuðu enn
fremur að þetta væri bókað sérstaklega:
„Við erum sammála því áliti, sem hér hefur verið sam-
þykkt svo langt sem það nær. Við teljum þó að á skorti í
umsögninni skýra afstöðu til sjálfsákvörðunarréttar
konunnar. Við teljum að enginn sé endanlega færari um
aö meta hvort fóstureyðing af félagslegunt ástæðum eigi
að fara fram en sú kona, sem í hlut á.“ Þessi bókun hlaut
ekki stuðning frá öðrum en nefndum þremur konum.