Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 35

Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 35
Ljóð Djúp reynsla er sár svo mikill tregi fylgir. Þetta góða — hið undursamlega er djúpt inni í sjálfri þér dýpið, Lífið og tilfinningin . en þú mátt ekki vera hrædd ekki full af angist því Angistin drepur sálina. Lífið birtist í sinni smæstu en jafnframt stærstu mynd á sjávarströnd í litlum polli heiður himinn hverlfist yfir tæran túrkislitan sjóinn, og barnið þitt ávöxt ástar þinnar, sem leikur sér í gullnum sandinum og líkami þinn og sál opnast. Vilborg Halldórsdóttir. Fullkomin fegurð Hann lá í sófanum og naut þess að horfa á hana. Vöxtur hennar var fullkominn. Allar línur voru mjúkar og fínlegar. Allur líkaminn grannur og mjúkur, mittið langt og leggirnir beinir. Hreyfingarnar voru svo mjúkar, að hún nánast leið áfram, þegar hún gekk inn gólfið, hægum virðulegum skrefum. Hún virtist ekki taka eftir honum og settist, með þokkafullri hreyfingu. Hún teygði úr sér og tók síðan til við að snyrta sig. Hver hreyfing hennar var yfirveguð og full yndisþokka. Sólin skein inn um gluggann og það glampaði á gult þétt hárið, svo það myndaði geislabaug umhverfis hana. Fegurð hennar var fullkomin. Hann var þess fullviss að hún ætti sér enga líka, í víðri veröld. Hann fylltist stolti, af því að eiga hana, og vita, að hún átti hann einan að, í veröldinni. Allt hennar líf var í hans hendi, allt hennar frelsi á hans valdi. Hún var hans og einskis annars, i orðsins fyllstu merkingu. Hann ætlaði alltaf að vera henni góður. Ekkert skyldi hana skorta, sem hægt væri að veita henni. Alltaf skyldi hann vera vakandi yfir hvað hún helst vildi. Hver hennar ósk, skyldi vera hans. Bara að hún væri ánægð og vildi vera hjá honum. Bara að hann fengi að strjúka mjúkan, hlýjan líkama hennar. Hann þráði að finna hlýjan líkama hennar við hlið sér. Hann kallaði til hennar. Hún leit við honum og horfði á hann, stolt og virðuleg. Hann rétti út hendina og kallaði til hennar, „Komdu kisa mín“. K. E. G. ersex barna móðirog anvna aó auki. sem býr í Kópavogi. Hún hefur fengist við skrif bœði bundins máls og óbundins, um nokkurt skeið. K.E.G. 35 &

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.