Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 14

Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 14
P 14 Víst viljwn við stjórna því, hvenœr eða hvort við eign- umst börn. En höfum við líka rétt til að velja hvernig barn? Er legvatnsprófið stórkostleg fyrirbyggjandi heilsugœsla eða gróf misnotkun á tækninni? Verðandi móðir veltir vöngum, án þess í rauninni að komast að niðurstöðu. . . — Bíðum við . . . já, þú ert orðin þetta gömul. Ættir kannski að fara í legvatnsskoðun ... Ég segi ekkert. Veit svo sem ekkert hvað ég á að segja. Bíð. — Við bjóðum öllum konum, sem orðnar eru 35 ára upp á þetta. Já, já, líklega. Fylgir ekki hætta á fósturláti? - Líkurnar fyrir fósturmissi eru um 0.6%. Hins vegar eru líkurnar fyrir vissum fósturskemmdum orðnar hærri á þessunt aldri. Við ræðum málið, ég og læknirinn minn. Hvenær prufan er tekin, hvernig, hvers vegna. Hann segir: Ég myndi láta gera þetta ef ég væri kona. Án þess að vera að tala um fyrir mér, ekki sem læknir við sjúkling heldur sem maður viö mann. Ég finn það. Ég treysti lækninum mínum. Tvær meðgöngur nú þegar í hans umsjá. Önnur afbrigöileg og endaöi meö keisaraskurði. Tvö heil- brigð börn og það þriðja, ellefu vikna gamalt, inni í mér. Tilhlökk- unarefni fyrir alla fjölskylduna og læknirinn minn óskaði mér til hamingju. Okkur kemur vel saman, mérog þessum lækni. Legvatnspróf. Því ekki það? Aörar konur gera þetta, eiginlega hef ég lítið hugsað um það til þessa. Stórkostleg tækniframför — fyrirbyggjandi. Já, því ekki það. Okkur kemur saman urn að ég fari sem fyrst í sónarskoðun til aö staðfesta aldur fóstursins. Og ég á aö panta annan sónartíma eftir þrjár vikur og legvatnsprófið um leið. Á leiðinni heim gcfst tími til að hugsa málið. Pínu-pínulítill vafi gerir vart við sig — eins og fyrsta hreyfingin, svona eins og fjörfiskur! — Hann sagði að ég gæti farið í legvatnspróf. Til hvers? Er eitthvað að? Nei, nei. Pað er bara öllum konum, sem orðnar eru 35 ára boðiö upp á þetta. Líkurnar á því að maður cignist mongolíta eru orðnar meiri þá. Já. Já, auðvitað. Mikið öryggi í því. Já, segi ég og ekkert meira. Þetta var það sem ég hafði hugsað fyrst. Um öryggið. Og kvíðaleysið. Vafi litli þegir. Viku seinna fer ég í sónarinn. Fóstriö er 13 vikna gamalt. Fóstrið. Heima er það kallað barnið! Ég ligg á bakinu og teygi hálsinn til að sjá á skerminn. Hósta og það skoppar inni í mér. Ég sé þaö á skerminum. Stórkostlegt tæki sónarinn. Mér er bent á höfuðið, útlimina; sjáðu, þarna eru augun og nefið. Það hvarflar allt í einu að niér, hvernig ég myndi bregðast við ef það vantaði t. d. hendurnar á barnið. Ef ég sæi á því augljósan útlitsgalla. Hvernig myndi ég bregðast við? Fengi ég að láta eyöa því? Á eftir er ég send upp til að panta lcgvatnsprófið, sagt að tala við R. Sest með henni inn á skrifstofu. Tárin í augunum á mér. Verð óðamála: R., veistu að éger allsekkert viss um aðég vilji fara í þetta

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.