Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 15
prói'. Þegar ég sá fóstriö á skerminum, hugsaði ég bara, aö mér væri
alveg sama þótt eitthvað væri að því.
R. veit hvað ég meina. Hún er vön þessu. Margar konur hugsa sig
tvisvar um. Eru hræddar við sjálfa ástunguna eða um hvaða áhrif
hún hafi á fóstriö, eru hræddar við fósturmissi. Þeim óar líka ntörg-
um við því hversu seint á meðgöngutímanum hægt er að taka sýni af
legvatninu. Og ekki fyrr en tveimur vikum seinna kemur niðurstað-
an. Atján vikur, það er nærri hálfur meðgöngutíminn! Og ef eitt-
hvaö er að, þá er framkölluð fæðing. Svo seint. Hún rabbar um
þetta, hvorki hveturmig né letur, upplýsiraðeins svo éggeti ákveðið
ntig. Okkur kemur saman um að ég skuli panta tímann, ég geti þá
alltaf afpantað ef í það fer. Og mér er boðið upp á tala við ráðgjafa,
erfðafræðing, sent hefur fengist við ráðgjöf í þessunt málum. Ég þigg
það.
Viku síðar er ég enn komin, núna til að hitta erfðafræðinginn. Ég
segi honum eins og er, að ég viti varla hvaðan vafi litli komi, hvað sé
að angra mig, ég sé bara ósátt viö tilhugsunina. Hann segist bara
munu byrja á byrjuninni og svo sjáum við til. Spyr um fjölskylduna,
ættingja, sjúkdóma, heilbrigði, skrifar niður, hlustar, spyr enn.
Þægilegur maður. Við virðumst hafa nægan tíma. Hann segir mér
m. a. hvað lesa megi úr legvatnssýninu og að hverju sé leitað.
Mongolisma og klofnunt hrygg. Kynið kentur fram. Þetta eru þær
upplýsingar, sent þeir láta uppi. Læknastéttinni kemur ekki saman
um hvort segja eigi frá öðrum atriðum. Nú — sé niðurstaðan nei-
kvæð, er konunni skýrt frá því og henni boðið að láta framkalla
fæðingu. Já, svarar hann þegar ég spyr, já, ég myndi vilja að konan
mín færi í þetta próf.
Við tölum um áhrif þess á aðra fjölskyldumeðlimi að eignast
vangefið barn, á samband foreldranna, um erfiðleikana sem því eru
bundnir hvað varðar aðstöðu og opinberan stuðning. Vafi litli inni í
kollinum á mér er að taka á sig einhverja mynd.
Ég held ég sé ekki hrædd við sjálft prófið. Ég er ekki hrædd við
fósturlát af þess völdum. Ég er ekki eins kvíöin ogoft er látið í veðri
vaka að við konur séum á meðgöngutímanum. Ég er ekki svo viss
um að allar konur búi í rauninni við þungar áhyggjur út af því hvort
barnið verður heilbrigt eða ekki. Ég veit ekki hvort það er möguleg
fóstureyðing, sem ég er hrædd við heldur. Nei, það er eitthvað
annað. Mér finnst þaö siðferðilega rangt aö tékka á barninu svona
fyrirfram. Sortera þau „eðlilegu" frá þeim „óeðlilegu." Það er
eitthvað rangt við að fyrirbyggja vandantálin á þann hátt. Hann
skilur hvað ég á við. En þetta eru móralskar spurningar, jafnvel
pólitískar. Læknum er auðvitað ekki gert að ræöa slíkt.
Einhvern veginn get ég ekki farið beint heim. Þetta eru allt hlutir
til að tala við aðra konu um. Helst aðra móður. Keyri heini til Þ.
Margra barna móðir, það yngsta enn á brjósti. Fór sjálf í prófið.
Hvers vegna? Öryggið. Segir ntér af foreldrum vangefins barns,
hvað það gerði sambandinu, hvað það er erfitt. Tölunt um fóstur-
eyðingar, um allt milli himins og jarðar, sem viðkemur meðgöngu,
fæðingu, börnunum.
Heima bíður kallinn. Hann segir sama og Þ. Hefur unnið með
þroskaheftum börnum. Skilur og skilur ekki. Varla nema von. Ég
skil þetta ekki alveg sjálf.
Sá möguleiki, að barnið sé mongoliti er að verða raunverulegri.
Verð sannfærö um að niðurstaða prófsins vcrði neikvæð og að ég
þurfi að taka ákvörðun unt að láta fjarlægja fóstriö. Purfi er ekki
rétta orðið, ég er auövitað ekki skuldbundin til þess. En myndi ég
ekki velja þann kostinn? Ég berst fyrir frjálsum fóstureyðingum,
rétti kvenna til að ráða því sjálfar hvenær þær eigi sín börn, eða
hvort þær yfirhöfuð eignist nokkuð barn. Finnst mér ég verða að
standa við þann rétt, gæti ég sjálf notfært ntér hann? En nei, það er
raunar ekki þetta sem vefst fyrir mér. Ég hef þegar valið að eignast
barnið. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Af frjálsum og fúsum vilja.
En hef ég líka rétt til að ákveða hvernig barn ég vil eiga? Líklega er
það það, sem vefst fyrir mér.
Það er skítt að eignast vangefið, fatlað, þroskaheft barn. Ekki
kannski endilega barnsins vegna heldur vegna fordómanna, að-
stöðuleysisins, hjálparleysisins. Ég minnist þess að sitja í heitum
sundlaugarpotti í fyrrasumar og niður í pottinn kom karl með
mongoliskt barn. Barnið naut þess að vera í heitu vatninu, en smátt
og smátt tæmdist potturinn af heilbrigðu fólki. Þeir, sem komu og
ætluðu ofan í, hört'uðu undan. Eins og barniö bæri smitandi sjúk-
dóm, eins og það væri hættulegt. Mér sárnaði, bæði fyrir barnsins
hönd og foreldranna. Hvað maður vildi ekki gera til að brjóta niöur
fordómana, rjúfa einangrunina, bæta aðstöðuna. Hvort maður vildi
ekki leggja sitt af mörkum til að jal'nstaða, ekki aðeins kynjanna,
heldur einnig vanheilla og heilbrigðra, ungra og gamalla, ríkra og
fátækra. Taka þátt í pólitískri baráttu til að slík jafnstaða geti orðið
að raunveruleika. En hvernig?
Með því að útrýma þeint. sem ekki munu fæðast „eðlilegir" í
þennan heim? Dæma þá réttdræpa? Væri slíkt í rauninni nokkuð
annað en viðurkenning á þeim viðhorfum, sem nú ríkja til vangef-
inna, til „aumingjanna". Viðhorfum, sem maöur þykist þó vera að
berjast gegn? Er rétta leiðin sú, að skera niður þá sem ekki njóta
jafnréttis — er það rétta leiðin? Og hver er ég að dæma hver eða
hvað er eðlilegt og hvað ekki?
Mig ntyndi langa til að þora að taka hverju sem kemur. Innst inni
langar mig til að neita mér um rétt til að velja mér barn — ég trúi því
ekki að ég hafi þann rétt. Mig langar til að hafa samúð og samstöðu
með þeim, sem bágt eiga, vegna þess að þjóðfélagið viðurkennir þá
ekki, mig langar til að taka þátt í baráttu þeirra fyrir tilverurétti
sínum. En hvernig mun ég geta það, ef ég hefi gert út af við einn
þeirra? Samvisku minnar vegna? ►