Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 23

Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 23
JABÚSTAÐIR a) Leigjendur Reykjavíkurborgar en reglan er sú að þeir fái um 10% þeirra íbúða sem úthlutað er hverju sinni. b) Fólk sem þegar býr í verkamannabústööum en sækir um stækkun eöa flutning, í stöku tilfelli að fá að minnka við sig. c) Þeir sent eiga íbúðir á almennum markaöi en sækja um hjá Vb. vegna skilnaðar, fjárhagsörðugleika eða vegna þess að húsnæðið er lélegt. Til að gefa untsækjendunum kost á að tala við stjórn Vb. fyrir úthlutun voru auglýstir fastir viðtalstímar í janú- armánuði. Til gamans má geta þess að fulltrúi Kvenna- framboðsins í stjórninni talaöi við unt 60 manns í þessunt viðtalstímum. Aætlað er að úthlutunarvinnu Ijúki urn miðjan apríl ef allt gengur að óskum. Hverjir hafa rétt til íbúðakaupa hjá Vb. Rétt til kaupa á verkamannabústöðum í Reykjavík hafa þeir einir sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum: 1 • Eiga lögheimili í Reykjavík. 2- Eiga ekki íbúð fyrireða samsvarandi eign í öðru formi. 3. Fara ekki yfir ákveðið tekjumark. Meðaltekjur (nettö- tekjur íbúðakaupanda) miðað við árin 1979, 1980 og 1981 niega ekki lara fram úr kr. 91.500 að viðbættum kr. 8-100 fyrir hvert barn innan 15 ára aldurs á framfæri. Heimilt er að víkja frá þessum reglum í sérstökum tilfell- um sbr. 47. gr. laga nr. 51/1980. Þeir sem búa við eríið- ustu húsnæðisaðstöðu hafa forgang að íbúöum í verka- mannabústöðum. íbúðaverð Meðalverð endursöluíbúða í nóvember 1982 var sem hér segir: eins herbergis kr. 350.000 tveggja herbergja kr. 520.000 þriggja herbergja kr. 670.000 fjögurra herbergja kr. 800.000. Greiðslur Umsækjandi, sem fær úthlutað íbúð. þarf að greiða út 20% af verði hennar. Greiða skal 10% af áætluðu verði íbúðarinnar innan 8 vikna frá dagsetningu tilkynningar um úthlutun en eftirstöðvarnar áður en íbúðin er afhent. Byggingarsjóður verkamanna lánar 80% af verði end- ursöluíbúða í verkamannabústöðum. Lánið er veitt til 42 ára með 0,5% ársvöxtum og greiðist nteð jöfnum árs- fjórðungslegum greiðslum vaxta og afborgana að við- bættum verðbótum samkvæmt lánskjaravísitölu. Lániö skal tryggt með 1. veðrétti í hlutaðeigandi íbúð. 7. mars 1983 Guðlaug Magnúsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.