Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 19

Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 19
SKIPULAG í GRAFARVOGI í byggðinni norðan Grafarvogs eru áætlaðar 1850 íbúðir. Par af eru: 55% í einbýlishúsum eða 1017. 30% í raðhúsum eða 555. 15% í fjölbýlishúsum eða 278. Allt bendir til að Verkamannabústaðir fái lóðir undir 200 íbúðir og ef að líkum lætur verða það fjölbýlishúsaíbúðir. Þá eru eftir 78 fjölbýlishúsaíbúðir til úthlut- unar á almennum markaði. Eiga þær að fullnægja þörfum þeirra stóru árganga af ungu fólki sem nú eru að stofna heimili í fyrsta sinn? Hefðbundin, strjál og mannsnauð byggð Norðan Grafarvogs er nú verið að skipuleggja nýja hyggð sem verður framtíðarheimkynni 5-7000 Reykvík- inga. Skipulagsvinnunni viö 1. áfanga byggðarinnar er þegar lokið en á því svæöi rúmast 870 íbúðir (svæöið er merkt A á yfirlitskortinu, svæði merkt B eru enn óskipu- lögð), eða um helmingur þeirra íbúða sent ráðgerðar eru á svæðinu í heild. Að þessari skipulagsvinnu lokinni þarf enginn að fara í grafgötur unt það lengur hvernig heim- kynni meirihluti borgarstjórnar vill búa fjölskyldum framtíðarinnar. Okkar bíða svefnhæir sent hvitgja dag- lega tilveru sína á konum og krökkum en karlarnir bevt- ast á einkahílum um langan veg til að vinna fyrir salti í grautinn. Akveðnir tekjuhópar ráðandi Það var fyrir löngu oröið Ijóst hvert stefndi með byggð- ina í Grafarvoginum. Það var í fyrsta lagi deginum Ijósara að svæðið var þannig í sveit sett að þar yrði að rísa upp ný útborg frá grunni. En útborgir geta verið margvíslegar. Þær geta verið iðandi al' mannlíli og sjálfum sér nógar um sem flesta hluti en þær geta líka veriö lífvana svefnbæir, — allt ræðst þetta af vilja þeirra sem með völdin fara. Vilji nteirihluta borgarstjórnar var kunngerður þann 15. júlí s.l. þegar forsögn aö skipulagi byggðarinnar var sam- þykkt, en í forsögn er stefnan ntótuð unt það hvernig byggö eigi að líta út. Þar er sagt til um hvert eigi að vera hlutfall einstakra húsagerða á svæðinu. mörkuð stefnan fyrir gatnakerfið, stærð gerð og lögun lóða o.s.frv. I forsögninni fyrir Grafarvoginn var kveðið á um að 55% byggðarinnar ætti að vera einbýlishús, 30% raðhús °g 15% íbúðir í fjölbýlishúsum. Einbýlishúsalóðirnar áttu að meðaltali aö vera um 700 m2 og í laginu eins og frímerki þ.e. mjóar en djúpar svo að sent llest hús kæmust tyrir við hverja götu. Þcssi stefnumörkun borgarstjórnar ttm íbúðasamsetningu á svæðinu og stærð og lögun lóða skiptir sköpum fyrir byggðina í Grafarvoginum. Meö bana að leiðarljósi er varla hægt að skipuleggja annað en hefðbundna, strjála og mannsnauða bvi’itð þar sem ákveöín fjölskyldugerð og tekjuhópar eru ráðandi. Eöa hverjir byggja stór einbýlishús og raðhús? Það eru a.m.k. ekki hinir stóru árgangar af ungu fólki sent nú eru að stofna heimili í fyrsta sinn með vísitölutryggð lán á bak- rnu. Fram til þessa heíur það verið fólk sem er að nálgast miðjan aldur og hefur komist vel í álnir. Börnin á vit bílanna Et litið er á byggðina norðan Grafarvogs sem heild þá lítur hún einhvern veginn svona út: Á 144 ha landssvæöi sent teygir sig frá Keldum að Gufuneshöfða og nær frá Ijöru til kirkjugarðs, gefur að líta langar raðir af einbýlis- húsum og raðhúsum sem nær öll eru staðsett á sama stað hvert á sinni lóð. Húsagöturnar eru botnlangar sem liggja út frá safngötum en safngöturnar liggja allar að tveimur hraðbrautum sem eru samgönguæðar íbúðar- og iðnaðar- svæðanna. Höfðabakkavegurinn, — sú hraðbrautin sem liggur beinast við fyrir alla sem frá „Reykjavík" koma sem og hina sem þangað hafa eitthvað að sækja, — klýfur íbúðabvggðina í tvö siálfstæð en rnjög misstór hverfi. Það hverfi sem liggur vestan hraðbrautar er eitt sér ekki nógu stórt til að mynda sjálfstætt skólahverfi svo fólki sem þar býr er nauðugur sá kostur að senda börn sín í skóla vfir eða undir untferðabunga hraðbraut, Auðvitað er hægt að staðsetja skólann vestan hraöbrautar en þaö leysir ekki vandamál barnafólks, því þá er það þeirra sem búa austan hraðbrautar að senda börnin sín á vit bílanna. Þegar frant líöa stundir má gera ráð fyrir að urnferð um þessa hrað- braut verði í líkingu við þá umferð sem daglega fer um Breiðholtsbrautina og hver vill að hún verði á vegi barns- ins síns á leið til skóla. Kvennaframboðið hefur gert til- raun til að fá cinhverjar breytingar á Höfðabakkavegin- um og lagði til í byrjun október að skipulagshöfundum yrði falið að kanna hvort ekki mætti leggja hann þannig að hann sliti ekki í sundur skólahverfi. Þetta hefur ekki verið gert og ef að líkum lætur þá hefur atl auranna orðjð lífi oit limum barna okkar vfirsterkari. Okkur er fullljóst að liver hlykkur á hraðbraut kostar djúgan skilding en fjárfesting í góðu og öruggu umhverfi skilar líka af sér ómældum arði, þó ekki verði hann allur mældur í aurum. 19 fí

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.