Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 29
lausaleiks-barneign — urðu menn að greiða
fébætur og „standa opinberar skriftir" ell-
egar fasta upp á vatn og brauð. þegar lögin
fóru að verða dálítið mildari. Á seinni hluta
18. aldar á að draga úr refsingum. t.d. mátti
þá ekki leggja refsingu á konu meðan hún
gekk með barn eða hafði það á brjósti.
Eftir aldamótin 1800 eru aflausnir og
aðrar refsingar út af barneignum afteknar
uð lögum,24
Aflausnir voru reyndar fyrir mörg önnur
brot en skírlífisbrot. Allausnunt er lýst
þannig:
,,Á ákveðnum degi bauð presturinn hin-
um seka syndara að koma til kirkju. Þar
varð hann aö krjúpa á knjám í augsýn alls
safnaöarins, meðan presturinn las yfir hon-
um hegningar- og áminningarræðu og lýsti
sekl hans og svívirðingu. Að því búnu varð
hann að standa upp, játa brot sitt, biðja guð
og söfnuðinn fyrirgefningar og lýsa því yfir,
aö hann vildi framvegis verða betri maður.
Þá leysti presturinn hann eða gaf lionum
kvittun guðs vegna fyrir þessa drýgðu synd,
og veitti honum síöan altaris-sakramentið,
til merkis um þaö, að guð hefði nú tekið
hann til náðar, og kirkjan opnað honum sitt
friðarskaut."23
Það var á þeim tíma sem aflausnir voru
afnumdar, að amtmannsdóttirin á Möðru-
völlunt í Hörgárdal, Anna Sigríður, eignað-
ist tvö börn utan hjónabands með stuttu
millibili. Espólín segir að áður en hún eign-
aöist fyrra barnið hafi hún fengið ,,gott orð
og var amtmaður henni ekki stríöur, það var
þá úr tísku, og flcst alvara um siðferði."
Stefán amtmaður Þórarinsson, faöir Önnu
Sigríðar. vildi að luin giftist barnsfööur
sínum, Friðriki Möller undirkaupmanni á
Akureyri, en hann lést trúlofaður annarri og
fékk hennar.
Þegar Anna Sigríöur eignaðist barn með
Páli Melsted árið eftir — 1812 — „tók amt-
niaður þeim meö góöri stillingu. var Páll
látinn fara til Gunnlaugs sekretara Briems
Unt hríð."25 Þau AnnaSigríöurogPállMclslcdgiltust
et'tir aö hann var búinn aö Irura lögfræði í Kaupmanna-
höfn.
Scra Jón læröi Jónsson á Möðrufelli var aftur á móli
állstiröur viö Sigríður dóttur sína þegar hún eignaðist
barn árið 1820. Annaöhvort hefir hann ekki vitaö aö
búiö var aö afnema aflausnir meö lögum ellegar hann
helir ekki viljað vita þaö. því að Itann var siðavandur
hlerkur með albrigöum. ,.Hann gekk ríkt eftir. að siö-
terði manna væri gott. einkum lét hann til sín taka sam-
búö karla og kvenna. Ef orð lék á samdrætti einhverra á
sama heimili, skipaöi hann þeim.aö giftast undir einseöa
skilja ella. Varö svo aö vera. En svo fór aö ein af dætrum
prests varö barnshafandi í föðurgarði af völdum utn-
komulítils vinnudrengs á heimilinu. Vinnumaöurinn var
samstundis rekinn burt af heimilinu meö þungum átöl-
um og sennilega með fjárútlátum, ef nokkuð Itefir veriö
af honum að hafa. Ggnvart dótturinni var sagt, aö séra
Jón hali tekiö Brynjólf biskup sér til fyrirmyndar, þegar
■íkt stóð á ...“
Frá þesum atburðum segir Álfheiður,
systir Sigríðar. í bréfi til unnusta síns: . . .1
fyrsta sinnið þegar luin fór til kirkju, sagði
faðir minn henni að sitja í krókbekk, eftir að
hún átti barnið, og svo þegar búið var að
blessa fyrir altarinu, þá kallar hann upp með
mikið' voldugri raustu. en þó klökkri og
skjálfandi, til safnaðarins og segist biðja for-
láts vegna síns barns á hneykslinu því, sem
því hefði á orðið, sem öllum kunnugt væri.
og svo fram eftir því. Það fannst mér vera
rétt ánægja í því fyrir hana að heyra það, og
svo þegar hún fór næst, sagði hann henni að
sitja fyrir innan okkur alltjent. Það finnst
mér hann geri til þess að hvorki henni né
öðrum skyldi það úr minni falla. Því alltjent
þegar viö komum í kirkjuna. þá má okkur
ævinlega detta þetta í hug og öðrum. Þetta
fellur mér illa. því mér finrist það ævinlegt
straff fyrir hana Sigríði, þó henni niegi vera
sama í rauninni, og hann hefir veit ég góðan
tilgang. Það sem veröur að vera, viljugur
skal hver bera.27
í Eyjafirði herma sagnir, að „frúin á
Grund", en svo var Valgerður Árnadóttir
sýslumannsfrú Briem jafnan kölluð, hafi
tekiö sér sæti í krókbekknum við hlið Sig-
ríðar og setiö þar meðan prestur flutti ræðu
sína. Kristín Sigfúsdóttir heldur áfram með
söguna sem áður var bvrjað á:......Þegar
móðirin unga þótti feröafær, átti hún að
taka aflausn í Grundarkirkju. Var það hin
síðasta athöfn af því tagi, er fram fór í Eyja-
firði.
Fólkiö streymdi til kirkjunnar öllu meira
en venjulega, eins og vant er að vera, þegar
eitthvaö nýstárlegt á að ske. Þá voru kirkju-
bekkirnir skipaðir eftir efnum og mannvirð-
ingum. Hver gekk að sínu sæti. Innsta sætið
að norðanverðu átti tignasta konan, en í
krókbekknum sama megin sátu þær konur,
sem athvarfslausar voru og einskis virtar.
þar átti seka konan að sitja þennan dag.
Hún. sem áður hafði setið hjá systrum
sínum í einu af innstu sætum kirkjunnar, sat
nú þarna ein og útskúfuð, þar til hún hafði
fengið uppreisn og fyrirgefningu safnaðar-
ins, sem þó myndi aldrci þvo hana hreina í
augum fjöldans. Það var auðséð, að mörg-
um var mikið í hug, meðan kirkjugestir biðu
eftir því að athöfnin byrjaði. Sumir hvísluð-
ust á, en aðrir litu um öxl til hennar, sem í
krókbekknum sat. Margir hafa þeir sjálfsagt
veriö, sem vorkenndu henni í þessum spor-
um, en margir voru þeir einnig, sem höfðu
dænit hana fyrir það, að vera alin up í guö-
sótta og góðum siðum og láta þó leiðast út á
glapstigu.
Einnig voru þeir nokkrir, sem hlökkuðu í
hjarta sínu yfir því, að presturinn. þessi
strangi og siðavandi maður, varð nú að
standa auðmjúkur frammi fyrir söfnuöi sín-
um, vegna þess að dóttir hans hafði framið
siðferðisbrot á hans eigin heimili.
Þá opnaðist kirkjan hægt og hljóðlega, og
frúin á Grund stóð í dyrunum. Allra augu
litu til hennar. Hún stóð þarna tíguleg og
svipmikil og renndi djúpum alvöruaugum
eftir bekkjaröðunum. Svo námu þau staðar
við krókbekkinn, þar sem prestsdóttirin sat
nípin og skjálfandi. Þangað sveigði frúin,
settist viö hliö hennar, og horfði á hana eins
og ástrík móðir, sem er að hugga veikt barn.
Það fór eins og sterkur straumur um kirkj-
una, margir lutu höfði og grétu eins og þeir
ættu að taka aflausn þennan dag .. ."26
Þótt aflausn og kirkjuleiðsla kvenna eftir
barnsburð séu sitt hvað, þá má ætla að
Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson) hafi haft
þennan atburð í huga þegar hann skrifaði
smásöguna Leidd íkirkju,28
Séra Jón lærði á Möðrufelli hefir án el'a
þekkt kirkju-ritúalið frá 1685, enda þótt
það kæmi ekki út á íslensku fyrr en í Hand-
bók presta árið 1826, en þar var kafli um
aflausnir, hvernig þær skuli fara fram í kirkj-
unni.29 Þó séra Jóni hafi verið álasað fyrir
meðferðina á dóttur sinni hefir honum trú-
lega fundist handbókin staðfesta það. að
hann liafi breytt rétt þar hann bað söfnuð-
inn forláts á hneykslinu sem dóttir hans olli
nokkrum árum áður.
Sem fyrr er á minnst var fleira en barn-
eign utan hjónabandsogönnurskírlífisbrot,
sem konur þurftu að bæta fyrir með aflausn
og fébótum.
í kirkjutilskipaninni frá 1537 er kafli um
þaö hvernig fara eigi með þær konur sem
þrengi svo að börnum sínum í rúminu hjá
sér að þær kæfi þau óviljandi.
Þær eiga að biðjast aflausnar og greiða
eins hátt gjald og þær hafa efni á að láta úti,
og skal þaö fé, leggjast fyrir fátæka á al-
menna ölmusukistu."30
IV. kafli— Tilvitnanir
1 I. Mósebók, l,28og3, lóoglll. Mósebók, 12,
1-8.
2 Dr. Asta Ekenvall: Mannligt och kvinnligt —
29 $