Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 11

Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 11
Heilbrigöi og bónus Hverjareru aðstæður fiskverkunarkvenna í þjóðfélaginu, á vinnustað °9 heimili? Er afgerandi munur á körlum og konum í fiskvinnu hvað varð- ar störf og launakerfi? Ef svo er, hvaða áhrif hefur það á tekjur, vinnutíma °9 heilbrigði? Er hægt að tala um að ákveðnir atvinnusjúkdómar fylgi ■skvinnunni? Þessum og fleiri spurningum er leitast við að svara í könn- á jafnrétti og bónus í íslenskum frystihúsum sem gerð var árið 1982. Könnunin var unnin á vegum jafnréttisnefndar Norrænu ráðherranefnd- arinnar með fjárstuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Verður hún vænt- anlega gefin út innan tíðar. VERA aflaði sér upplýsinga um þessa könn- og segir hér frá ýmsum athyglisverðum hlutum sem fram koma í henni. Afkastahvetjandi launakerfi í einni eða annarri mynd eru mjög útbreidd í fiskiðn- aöinum. Þannig vinna um 86% kvenna við a ^as(ahvetjandi launakerfi en um 69% . arla. Ef þessu launakerfi ergróflegaskipt e,nstaklingsbónus annars vegar og hóp- n.nas hins vegar, þá kemur í Ijós að mikil skil eru á milli karla og kvenna. Um 62% Venna vinna í einstaklingsbónus (ýmist e,n eða 2—3 á borði) en aðeins um 13% ana. Astæðan fyrir þessu er m.a. sú að °rfin i frystihúsunum eru mjög kynskipt 9 það eru svo til eingöngu konur sem 'nna við snyrtingu á borðum og pökkun, n þar ræður einstaklingsbónusinn rikj- I■ Karlareru hinsvegar mun fjölmennari lskmóttöku, frystingu, vélflökun og ýms- ^ slikum störfum. j, 'itið er á tekjur karla og kvenna kemur eJ0® aö karlar hafa 25—45% hærri tekjur konur. Skýringarinnar á þessu er ekki ^ að sist að leita í því að karlar vinna að eealtali fleiri vinnustundir og vinnuvikur n konur. Meðal kvenna er líka innbyrðis l Unur a lengd vinnuvikunnar þar sem nnr á tímakaupi og í hópbónus vinna að oöalta,i 40 stundir á viku en konur i ein- aklingsbónus 34 stundir á viku. Tekju- munur á milli þessara kvenna er hins veg- ar ekki afgerandi ef litið er á lengri tímabil, þar sem tekjurnar jafnast upp með mis- löngum vinnudegi og mismörgum vinnu- vikum á ári. Það sem mesta athygli vekur hins vegar er að 73% þeirra kvenna sem vinna í einstaklingsbónus hefur þriðjung til helming tekna sinna af bónus en þetta giidir aðeins um 40% þeirra sem vinna í hópbónus. Meirihluti kvenna í hópbónus hefur minna en fjórðung teknanna af bón- us. Vöðvabólga atvinnusjúkdómur En er einstaklingsbónusinn þá ekki ágætur? Kona í einstaklingsbónus vinnur færri vinnustundir á viku, færri vinnuvikur á ári en heldur samt sömu launum og þær sem vinna 40 stundir á viku allan ársins hring. Er hægt að hafa það betra? Ef ein- ungis er litið á tekjurnar er auðvelt að rétt- læta bónusinn en ef litið er á ýmsa aðra þætti s.s. samstarfsanda á vinnustað, heil- brigði og streitu kann ýmislegt annað að koma I Ijós. Um 70% kvenna í fiskiðnaðinum vinna við snyrtingu og pökkun og yfirgnæfandi meirihluti þeirra er í einstaklingsbónus. Þær standa eða sitja í sömu stellingunum allan daginn, rýna með bogið höfuð ofaní Ijósaborðið og gera ávallt sömu handtökin með eins miklum hraða og þeim er unnt. Við svo einhæfa og hraða vinnu hlýtur eitt- hvað undan að láta annað en fiskurinn. Könnunin leiðir lika mjög afgerandi í Ijós að þetta kemur niður á heilbrigöi kvenn- anna. 52% kvenna þjást af slitsjúkdómum ýmiss konar s.s. liðagigt, slitgigt, brjósk- losi, bakverkjum, o.fl. á móti 29% karla. 38% kvenna en aðeins 12% karla þjást af vöðvabólgu ýmist í öxlum, hnakka eöa baki. Allflestar hafa leitað til læknis vegna þessa og í 47% tilvika hefur læknirinn nefnt vinnuna sem orsök sjúkdómsins. Ef þetta er skoðað sem hlutfall af öllum fisk- verkunarkonum þá þýðir þetta að 20% allra kvenna i fiskvinnu hafa fengið þá nið- urstöðu hjá lækni aö þær séu með at- vinnusjúkdóminn vöðvabólgu. Þess má hins vegar geta að vöðvabólga er ekki við- urkenndur atvinnusjúkdómur í fiskvinnu (t.d. hjá Tryggingastofnun) og fiskvinnslu- fólk á ekki rétt á launum í slíkum veikind- um. Mun fleiri konur en karlar nefna auk þessaýmisönnur óþægindis.s. kaldafæt- ur, verki í fótum, verki eða þreytu í augum, æðahnúta o.fl. Um 20% kvenna telur sig eiga við ýmis slík óþægindi að stríða, en aðeins 5—10% karla. Skert heyrn er hins vegar algengari meðal karla. Að auki má svo nefna aö um fjórðungur kvennanna hefur leitað læknis vegna fleiri en þriggja sjúkdóma á ákveðnu 12 mánaða tímabili. Að meðaltali höfðu konur leitað 3.8 sinn- um til læknis á þessu tímabili en karlar 2.9 sinnum. Ef þetta allt er svo tengt vinnuhraða og bónus kemur í Ijós að fjöldi læknisheim- sókna og fjöldi sjúkdóma eykst í hlutfalli við aukinn vinnuhraða. Meirihluti þeirra sem vinna á tímakaupi eða í hópbónus hefur leitað til læknis vegna færri en fjög- urra sjúkdóma en meirihluti þeirra sem vinna í einstaklingsbónus hefur leitað til læknis vegna fleiri en fjögurra sjúkdóma. Rúmur helmingur þeirra kvenna sem þjást af slitsjúkdómum eöa vöðvabólgu telur lika að vinnuhraði sé of mikill en það gera aðeins um 30% þeirra sem ekki þjást af þessum sjúkdómum. Streitan mest í einstaklingsbónus Stress eða streita er algeng meöal fisk- verkunarfólks eins og svo margra annarra. Af þeim sem spurðir voru töldu 38%

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.