Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 29
— Er kvennahreyfingin þá veikari eöa sterkari en hún var
fyrir 5—10 árum?
,,Þaö er nú þaö. Kvennahreyfingin sem ein fjöldahreyfing er
ekki lengur til staðar, í þeim skilningi er hún veikari. En ef viö líkj-
um henni viö hringi á vatni þá er hún sterkari í dag. Þaö er eigin-
tega ekki hægt aö svara þessari spurningu meö öðru en ,,bæði
°9”. Þaö eru straumar í tvær áttir. Annars vegar eru að gerast
rnjög alvarlegir hlutir í Danmörku s.s. aukiö atvinnuleysi meöal
kvenna og niðurskurður á félagslegri þjónustu sem kemur mjög
illaviökonur. Hinsvegareru svomunfleiri konuren áöursem búa
yfir þekkingu og vilja til að beita sér kvennapólitískt.”
— En nú finnst mörgum konum sem kvennabaráttan eigi
erfiöara uppdráttar nú en fyrir nokkrum árum?
,,Mér finnst stundum konur í nýju kvennahreyfingunni kvarta of
^nikiö. Auðvitað er andstaðan sterk núna en þaö hefur hún alltaf
veriö. Kvennabarátta hefur aldrei veriö auðveld heldur er þetta
óskapleg vinna sem skilar sér hægt og bítandi. Sterk andstaða er
i rauninni þaö sem getur talist eðlilegt ástand en góöur meðbyr
er undantekning. Við megum ekki snúa þessu við.”
— Heldur þú að konur geti breytt formi og innihaldi stjórnmál-
anna?
„Ég vil svara þessari spurningu þannig aö ein og ein kona hér
°g þar í kerfinu breytir engu. Hún veröur oft á tíðum eins konar
gísl kerfisins. Ein forsenda breytinga er að fleiri konur með gagn-
rýna hugsun fari út í stjórnmál, það þarf ákveðinn fjölda til að reka
kraftmikla kvennapólitik á þingi og í sveitastjórnum. Önnur for-
senda fyrir því að eitthvað breytist er að það sé til staðar sterk
kvennahreyfing. Sterk kvennahreyfing eykur möguleikana á þvi
að konur í stjórnmálum verði kvennapólitískar og hún getur jafn-
framt veitt þeim gagnrýnan stuðning. Að öllu þessu samanlögðu
^ettu viöhorfin til baráttumála kvenna að breytast. Þá ættu konur
ekki að þurfa að segja eins og norsk stjórnmálakona sagði við
mig: „Annað hvort tekur þú upp baráttumál kvenna eða á þig er
hlustað.”
— Er einhver samvinna milli dönsku kvennahreyfingarinn-
ar og stjórnmálakvenna?
„A vissan hátt, já. Við upphaf Rauðsokkahreyfingarinnar hélt
hreyfingin ákveðinni fjarlægð milli sín og kvenna í hefðbundnum
stjórnmálum. Nú finnst mér það vera að breytast, enda hefur sú
^ikla umræða sem nýja kvennahreyfingin kom af stað vissulega
haft áhrif á stjórnmálakonurnar. Þær eru kvennapólitískari en áð-
ur. Það má líka segja að það hafi alltaf verið ákveöið samspil á
rhilli kvennahreyfingarinnar og þess sem er að gerast i hinum
hefðbundnu stjórnmálum. Baráttan fyrir frjálsum fóstureyðingum
er kannski gleggsta dæmið um það. Kvennahreyfingin kom mál-
inu á dagskrá og barðist fyrir breytingum á lögunum. Ýmsar kon-
Ur á þinginu gengu til liðs við þær, tóku málið upp þar og gerðu
sitt til að hafa áhrif á innihald laganna. Báðir aðilar þurftu á hinum
að halda. Það eru í rauninni þrír fletir á kvennabaráttunni i dag.
Einn er konur i stjórnmálum, annar er konur i kvennasamtökum
s-s. danska kvenréttindafélaginu og sá þriðji er nýja kvennahreyf-
ihgin. Allir þessir fletir skarast að einhverju leyti og enginn getur
án hins verið. Og viljum við konur koma okkar málum fram þá eig-
um við að notfæra okkur alla þessa fleti.”
— I grein sem þú skrifaðir í „Kvinder” nýlega segist þú vera
osammála skilgreiningunni: ,,Þar sem völdin eru eru konur
ekki, þar sem konur eru eru völdin ekki”. Finnst þér konur
hafa völd? \
„Bæði og. Mér finnst þessi skilgreining ekki alveg rétt. Vissu-
'ega lifum við í karlasamfélagi en við megum ekki taka þátt í því
að gera lítið úr konum. Við megum ekki segja: „Ef þú ert kona hef-
Ur þú ekki völd”. Konur sitja á ýmsum póstum í kerfinu og eru t.d.
fjölmennar í félags- og fræðslumálum. Þessir málaflokkar eru
mjög mikilvægir og þaö ættu konur aö vera fyrstar til að viður-
kenna. Konur hafa því ákveðin völd. Hins vegar er auðveldara að
komast inn í stjórnmálin heldur en fjármálaheiminn. Ef við tölum
um efnahagslifið, framleiðsluna og eignaréttinn þá er Ijóst að kon-
ur hafa þar engin völd. En í staðinn fyrir að örvænta yfir valdaleysi
kvenna eigum við að viðurkenna að við höfum náð ákveðnum
áfanga. Það hafa aldrei verið eins margar konur og nú sem búa
yfir reynslu, vilja, krafti, þekkingu, menntun o.s.frv. Við búum yfir
afli til að gera göt á karlveldið og það eigum við að notfæra okk-
ur.”
— En aö lokum. Hvað er nýjasta nýtt hjá dönsku kvenna-
hreyfingunni?
„Kvennasafnið í Árósum. Frumkvæðið kom frá „gömlum rauð-
sokkum” sem vildu skapa eitthvað sem stæði eftir þegar þær
væru komnar undir græna torfu. En þó frumkvæðið sé frá okkur
komið þá er fjöldinn allur af ungum konum með okkur í þessu.
Þetta á að verða lifandi safn um líf og lífsskilyrði kvenna. Þegar
þú gengur um göturnar sérðu hús og mannvirki sem karlar hafa
reist en vinna kvenna í aldanna rás er hvergi sýnileg. Það sem
konur hafa framleitt er ýmist uppétið, gatslitið eða farið veg allrar
veraldar. Þess vegna verður þetta ekki hefðbundið safn heldur
ætlum við að sýna þarna atvinnutæki og vinnuskilyrði kvenna.
Við höfum t.d. látið okkur detta í hug aö sýna allt sem snýr að
barnsfæðingu, þvotti o.fl. Safnið á að sjálfsögðu að ilma af græn-
sápu! En þetta á líka að vera vinnustaður kvenna. Við ætlum að
reka bókasafn, bókaforlag, lána út segulbandsspólur með viðtöl-
um við konur o.fl. Við ætlum lika að fá konur til að koma á safnið
og segja skólabörnum sögu sína þannig að þær verði gerendur
og túlki sjálfar sína sögu.”
— Hvernig ætlið þið að fjármagna safnið?
„Við höfum þegar fengið þó nokkurt fjármagn i það. Eins og er
erum við með 30 konur á launum við að safna efni og koma safn-
inu upp, fyrir utan alla sjálfboðaliðana. Árósabær lét okkur i té
mjög gott húsnæði sem við borgum málamyndaleigu fyrir, við
fengum 2 milljónir danskar í samræmi við lög um ný atvinnutæki-
færi og við höfum fengið til starfa hjá okkur konur sem hafa verið
það lengi atvinnulausar að rikið verður að sjá þeim fyrir vinnu í
sínu fagi um ákveðinn tíma. Þetta hefði hins vegar ekki gengið ef
við hefðum ekki lagtfram fjármagn á móti. Við höfum notaðóend-
anlega mikinn tíma til að safna því fjármagni hjá fyrirtækjum,
sjóöum og stofnunum en það tókst að lokum. Þetta gerði okkur
kleift að setja í gang tvö stór verkefni. Annað er um þjónustustúlk-
ur og hitt um einstæðar mæður. Að fyrra verkefninu vinna 13 kon-
ur og eru þær að safna upplýsingum og taka viðtöl við konur sem
voru í vist, eins og það var oft kallað. 9 konur vinna svo að því að
tala við einstæðar mæður eða dætur einstæðra mæðra. Þær sem
vinna að þessu verkefni eru sjálfar í sömu aðstöðu, þ.e. þær eru
einstæðar mæður en það er skilyrði sem viö settum sjálfar. En
sem sagt, Danska Kvennasafnið er að risa í Árósum.
— isg.
29