Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 40

Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 40
 Gifting eina útgönguleiðin Óþarft er því aö taka fram hve mikið innlegg þessi starfsemi er til bættari atvinnumöguleika kvenna sérstaklega þegar tek- iö er tillit til þessara aöstæöna. Annaö sem vert er aö benda á í þessu sambandi er að þegar svo til engir atvinnumöguleikar er fyrir hendi fara þær konur sem tækifæri hafa þ.e. úr hástéttarfjölskyldum frekartil náms sem er jú jákvæöur þáttur svolangt sem þaö nær, því atvinnu- möguleikar kvenna í ,,efri” stööur þjóöfélagsins eru sáralitlar, og þar aö auki eykur þetta misrétti stétta til náms enn á stétta- skiptinguna. Bein afleiöing af þessu er aö konur þarna giftast mjög ungar þar sem þaö er þeirra eina útgönguleiö úr foreldrahúsi. Þessi stutta samantekt er þó merki um þaö aö þótt barátta kvenna í þessu landi sé aö mörgu leyti mjög frábrugðin baráttu kvenna á Islandi eöa í Norður-Evrópu ÞÁ ER HÚN HÁÐ. Og aö samtök eins og COF í Límon (sem valin eru v/eigin þekkingar) eru spor í rétta átt og sem vonandi mun standast alla þá erfiöleika og breytingar sem fylgja því aö vera starfandi í 3ja heims landi þar sem breytingar eru jafnörar og árstíða- skiptin hjá okkur. Ég vona aö ég tali fyrir hönd íslenskra kvenna almennt þeg- ar ég óska þeim og öllum kynsystrum okkar í Costa Rica alls hins besta. Hólmfríður Garðarsdóttir. 1 J »

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.