Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 4

Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 4
VARAVINNUAFL OG UPPBÓTARLAUN — við unum þessu ekki lengur! — Á því eina og hálfa árí sem núverandi ríkisstjórn hefur setið við völd hafa kjör launafólks í landinu farið hríðversnandi og kjaraskerðingin numið allt að 35%. Þetta er staðreynd sem er hrikaleg í Ijósi þess að afkoma allflestra atvinnugreina hefur sjaldan verið betrí, atvinnurekendur mala gull á meðan launa- fólk hangir í horriminni. Öfgasinnuð hœgri öfl innan stjórnar- flokkanna hafa í skjóli verkfaUsbanna og hálf-fasískra stjórnar- aðgerða framkvœmt umfangsmestu tekjutilfærslu i landinu í seinni tíð; skattbyrði hefur verið létt af fyrirtœkjum en aukin á einstaklingum; dregið hefur verið úr samneyslu; verð á nauð- synjavörum hefur hœkkað og fleira og fleira. Þá hefur verið op- inber stefna ríkisstjórnarinnar að gera Island að einu mesta lág- launalandi Vestur-Evrópu. Þetta er í hrópandi ósamræmi við þá staðreynd að þjóðartekjur á rnann á Islandi eru með þeim hœstu sem gerast á sama svœði. Ef Island er boríð saman við hin Norð- urlöndin, sem eru með um það bil 10—15% hœrriþjóðartekjur á mann en við, kemur í Ijós að þar eru borguð um 100% hærri laun.Auk þess er vinnutími okkar mun lengri en gengur og gerist víðast hvar annars staðar. í þriðja lagi þá verjum við einungis 15 % af þjóðartekjum til velferðar- og félagsmála á meðan þjóðir eins og t.d. Svíar og meira að segja Hretar verja 30% þjóðartekna til sömu mála. Launamunur kynjanna fer vaxandi Láglaunastefna stjórnvalda kemur þó harðast niður á konutn. Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist mjög á síðustu árum og er nú orðin um 80%. Konur á vinnumarkaðinum fylla lœgstu launaflokkana. Launamismunur karla og kvenna er verulegur og fer vaxandi; 1980 var launamismunurinn 49% en 1982 var hann orðinn 52%. Hœstu meðallaun kvenna eru sambœrileg við meðaUaun karía á aldrinum 15—19 ára og ókvœntra karla á aldrinum 65—69 ára. Það er því Ijóst að vinnuframlag kvenna er lœgra metið en vinnuframlag karla. Enn er litið á karlmenn sem fyrirvinnu heimilanna en laun kvenna sem uppbótarlaun. Þetta er þó í ósamræmi við þá staðreynd að nú geta fœstar fjöl- skyldur framfleytt sér á launum einnar fyrirvinnu. Einstœðum konum fer þó fjölgandi og eru oft einu fyrirvinnur fjölskyldna. Þeim er œtlað að J'ramfleyta sér og sínum á uppbótartekjunum einum saman. Þau viðhorf að karlmaðurinn séfyrirvinna heimilisins en kon- an fyrst og fremst heimavinnandi húsmóðir og eiginkona, lciðir af sér að vinnuafl k venna er notað sem varaskeifa. 1 samrœmi við það er konum fyrst sagt upp störfum þegar illa árar, á þeim for- sendum að hlutverk þeirra sé fyrst og fremst húsmóðurhlutverk- ið, en á þensluskeiðum aftur á móti eru þær hrifsaðar út af heimilunum á vinnumarkaðinn sem ódýrt vinnuafl. Þessi staða œtti að vera okkur konurn hvatning til harðrar baráttu því að efnalegt sjálfstœði er ein meginforsendan fyrir því að árangur náist í baráttunni gegn kúgun kvenna. Það ríkir mikil vanvirðing á störfum kvenna jafnt innan sem utan heimilisins. Það er sorglegt að um leið og konur hafa haslað sér völl I einhverri starfsstétt skuli sú stétt samstundis verða lág- launastétt og starfið óæðra. Geta þeir virkilega ekki samið betur? „Verðbólgan getur farið írass. . Hér á eftir fara viðtöl við konur úr 6 verkalýðsfélögum sem öll eiga það sameiginlegt að konur eru í meiri hluta. Hins vegar er hlutfall kvenna í stjórnum og samninganefndum þessara félaga í öfugu hlutfalli við félagatölu þeirra og sömuleiðis eru meðal- laun kvenna í þessum félögum lægri en meðallaun karla. Viðmœlendur okkar, sem eru á ýmsum aldri og búa við mis- munandi heimilisaðstœður, eru allar sammála um það að efna- hagsleg afkoma þeirra hafi stórlega versnað á allra síðustu árum. Kjörin eru orðin svo slœm að launin duga ekki einu sinni til lág- marksframfœrslu. Það kemur fram að ein helsta réttlœting ríkis- stjórnarinnar og atvinnurekenda fyrir kjaraskerðingunni — minnkun verðbólgunnar — hefur ekki haft í för með sér batn- andi lífskjör. Vinnuálag er mikið, sérstaklega í bónusvinnu, þar er vinnuslit orðið mjög áberandi og fœstar konur geta unnið fulla vinnuviku vegna atvinnusjúkdóma s.s. vöðvabólgu. Þær eru sammála um að almenn reiði ríki nú tneðal launafólks og að þolinmœði þess sé senn á þrotum. Óánœgja kvenna með kjörin og máttvana karístýrða verka- lýðsforystu endurspeglast I því að þœr hafa fylkt sér satnan og stofnað með sér Satntök kvettna á vinnumarkaðittum. Þar hefur því skapast nýr grundvöllur til að berjast fyrir bættum kjörum k venna og vekja konur til umhugsunar utn stöðu sína. Við konur verðum að hœtta að líta á okkur sem varavinnuafl tneð uppbót- arlaun og krefjast þess að vinnuframlag okkar verði metið til jafns við karía. Ríkjandi ástandi verður ekki breytt nema með sameiginlegu átaki okkar allra. Við verðum að taka baráttuna í okkar hendur. Við verðum að hafa þau völd í samningum sem eru í réttu hlutfalli við fjölda okkar í hagsmunahreyfingutn launafólks. Við hljótum að berjast fyrir öflugri verkalýðshreyf- ingu og gegn kvenfjandsamlegri láglauna- og öfgastefnu ríkis- stjórnar atvinnurekenda. AÓ/KÓ/Mrún

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.