Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 38

Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 38
) Jóhanna Kristín Yngvadóttir er þrjátíu ára gömul myndlistarkona sem talsverða athygli hefur vakið að undanförnu. Hún er alin upp í Blesu- grófinni og býr þar nú eftir að hafa numið í 4 ár í Hollandi. Eitt kvöldið fór ég þangað til að sjá myndirnar hennar og tala við hana fyrir Veru. Ég kom í lokin á heilmiklu afmælis- boöi. Dóttirin Björg var sjö ára og í vinnustofu málarans var langborð með veitingum og blöðrur út um allt. Eiginmaður Jóhönnu, ívar Val- garðsson, er líka myndlistarmaður og hefur aðstöðu heima til að teikna og þess háttar en skúlptúrana sína skapar hann í vinnustofu sem hann hefur uppi á Korpúlfsstöðum. Jóhanna ertu til í aö tala um myndirn- ar sem þú ert að mála? Ég tala helst ekki um myndirnar mínar viö einn eöa neinn. Stundum spyr ég ívar hvaö honum finnist um þessa eöa hina myndina og þá segir hann þaö sem honum finnst. Ef honum fellur ekki einhver mynd þá nær það ekki lengra. Ég breyti ekki mynd þess vegna. Og hann er sá eini sem ég spyr. Hvað ertu búin að mála lengi? í tíu ár? Tíu? Nei í tvö! Ég kalla það ekki að mála að vera í skóla. Ég læröi ekki aö mála í skóla, ég læröi bara að lifa á þeim árum. Ég vil ekki sýna skólaverkin mín. Aöeins þau verk sem ég hef unnið óháö öllu, ein og óstudd. Þannig er ég ekki búin aö mála nema í tvö ár. Áttu þér einhverja uppáhaldsmálara? Nei. Ég hrífst ekki svo auðveldlega. Til dæmis átti ég mér ekki átrúnaðargoð sem unglingur. Ég sé að þú ert bæði með litlar og stórar myndir. Málar þú þær litlu sem skissurtil að útfæra í stóru myndunum? Þær litlu eru sjálfstæðar myndir sem koma þeim stóru ekkert frekar viö. Mér finnst gaman aö mála á mismunandi stóra fleti. Ljósmyndir: Svala Sigurleifsdótlir Um hvað fjalla myndirnar þínar? Þær eru einkamál á striga segir Aöal- i steinn Ingólfsson og ég held aö þaö sé rétt hjá honum. Og þú vilt auðvitað ekki ræða þín einkarnál í blöðunum? Nei, alls ekki. Svala Sigurleifsdóttir 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.