Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 22

Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 22
Hagrœðing á kostnað kvenna Á síðasta fundi borgarstjórnar fyrir sumar- leyfi var m.a. afgreitt mál sem snertir hagræð- ingu á störfum Sóknarkvenna á Borgarspítal- anum. Þetta mál á sér all langa forsögu eða frá því í nóvember s.l. þá var sagt frá því í útvarpi að breytt fyrirkomulag hefði verið tekið upp við ræstingar á Grensásdeild. Þessi frétt kom mér mjög á óvart því hvergi í nefndakerfi borgarinnar hafði verið samþykkt að taka upp slíka hagræðingu. Viö, borgarfulltrúar Kvennaframboös, tókum þetta mál þá til umræöu utan dagskrár á fundi borgarstjórnar, mótmæltum málsmeöferö og því aö hefja sparnað í rekstri spítalans meö því aö hagræöa störfum lægst launaða starfshópsins þar. Þá þegar og æ síöan höfum viö haft góöa samvinnu við Sókn um þetta mál, en formaður Sóknar hefur ítrek- aö mótmælt þeirri aöför sem hafin var með þessum breytingum á hendur Sóknarkvenna og yfirmenn og stjórnendur spítalans stóöu fyrir. Ekki dugöu þessi mótmæli okkar í borgarstjórn þá til þess að neitt gerðist í málinu. Hagræöingin hélt áfram og nú í maí haföi henni einnig verið komið á á legudeild- um Borgarspítalans. Jafnframt lá þá fyrir að yfirmenn sóttu um heimild til aö segja upp þeim 30 Sóknarkonum sem þessar breytingar náðu ekki þegar til, en þær þrífa m.a. slysadeild og skrifstofuhúsnæöi spítalans. Þessi síöasti liöur hagræöingarinnartekurgildi 1. október n.k. Nú eins og í fyrri áföngum hagræðingarinnar er byrj- aö á að segja konunum upp, en þeim jafnframt lofað óskertri vinnu eftir skipulagsbreytingarnar. Ljósmynd Þjóðviljinn Launin lækka En hvað hafa þessar breytingar þýtt fyrir Sóknarkon- urnar á Borgarspítalanum? 1. Vinnuálag hefur aukist verulega. 2. Stöðugildumhefurnúþegarfækkaðum 17.5,ogeru þar meö aö engu orðin loforö um óskerta vinnu. 3. Kaup kvennanna hefur lækkaö verulega eöa allt upp í 6000 kr. á mánuöi þar sem vaktaálag er nánast af- numið. Þess eru líka dæmi að kaup kvenna hafi lækkað, þó þær hafi aukið vinnu sína. 4. Þráttfyrir loforö um óskerta vinnu hafa konur ekki átt annars úrkosta en aö taka viö skertu starfi. Þetta eru alvarlegir hlutir og hér sýna stjórnendur í verki hug sinn til láglaunakvenna — því ekki er þaö sparnaður í rekstri sem fyrst og fremst vakir fyrir þeim meö þessum aðgeröum. Þaö sem áætlað er að sparist eru 283 þús. kr. á mán. af 57.5 millj. kr. rekstrarkostnaði ámánuði. Ef hérværi raunverulegaveriö að leitasparn- aöarleiða heföi meirihlutinn átt að byrja þar sem feitari gölt var aö flá. Á síðasta borgarstjórnarfundi fluttum við þá tillögu í þessu máli aö settur yrði á fót hópur sem Sóknarkonur ættu fulltrúa í og væri verkefni hópsins að endurskoða þetta hagræöingarfyrirkomulag. Jafnframt að fallið yröi frá frekari hagræðingaráformum á starfssviði Sóknar- kvenna á spítalanum. Biðstaða — samstaða Þessa tillögu felldi meirihlutinn, en borgarstjóri lýsti því þó yfir aö fyrir hans tilstilli heföu yfirmenn spítalans fengið fyrirmæli um aö lagfæra mestu ágalla þessa fyr- irkomulags í samráöi viö konurnar sem vinna verkin. Það veröur aö teljast nokkur ávinningur í þessu máli, þó ekki geti þaö talist neinn sigur né heldur hefur þaö áhrif á tekjutap einstakra kvenna. Ég lít svo á aö málið sé raunar í biöstööu enn eða þar til í haust þegar loka áfangi hagræöingarinnar á aö taka gildi. Þá reynir aftur á samstööu Sóknarkvenna og ann- arra kvennastétta á spítalanum. Guörún Jónsdóttir. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.