Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 23

Vera - 01.09.1984, Blaðsíða 23
„Allt er mælt a eina vog. Faeðingarorlof Fyrsta frumvarp Kvennalistans leit dagsins ■jós á Alþingi í byrjun febrúar en þá lagði Sigríð- ur Dúna fram frumvarp sitt um lengingu fæð- •ngarorlofs. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að faeðingarorlof lengist úr 3 mánuðum í 6 og ger- ist það í áföngum. Greiðslur verði með þeim hætti að konur haldi fullum launum, en greiðslur til heimavinnandi kvenna miðist við 9. taxta V.í. í ræðu sinni sagði Sigríður Dúna að vel kæmi til greina að setja þak á greiðslurnar þannig að Þeir sem hæst laun fá í landinu fái þau ekki að fullu. Þá gerir frv. ráð fyrir því að feður geti tekið allt að 2 mánuð- um í fæðingarorlof hvenær sem er á tímabilinu, með samþykki móður. Eignistforeldrartvíburalengistorlofið um tvo mánuði og meira ef börnin eru fleiri, en slíkt er afar fátítt. Einnig er gert ráð fyrir að kjörforeldrar fái fæð- ingarorlof. Þegar Sigríður Dúna fylgdi frumvarpinu úr hlaði greindi hún frá þeim kostnaði sem af þessum breyting- um hlýst, en slíkt er afar fátítt á hinu háa Alþingi. Ef gengið er út frá meðallaunum kvenna og fjölda fæðinga að undanförnu, veröur kostnaður við fæðingarorlof um 280 millj. kr., sem er sama upphæð og áætlað er að verja í uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir á þessu ðri. Á síðasta ári námu fæðingarorlofsgreiðslur tæpum 122 millj. króna. í ræðu sinni sagði Sigríður Dúna m.a.: .,Með þessu frv. er verið að koma til móts við breyttar Þjóðfélagsaðstæður hér á landi, hina gífurlegu aukn- ingu sem orðið hefur á atvinnuþátttöku kvenna á und- anförnum árum og þá staöreynd að nú er það efnahags- ■eg nauðsyn fyrir fjölmörg heimili í landinu að hafa tvær fyrirvinnur. Hér er leitast við að skapa svigrúm í þjóðfé- laginu fyrir fólk, þá ekki síst konur, til að annast þörn sín á fyrsta æviskeiði þeirra. Þannig er leitast við að tryggja velferð barna og mæðra þeirra á fyrsta æviári barnanna sem allir vita að er einkar viðkvæmt fyrir báða aðila. Jafnframt er leitast við að gefa feðrum kost á að taka aukinn þátt í umönnun barna sinna.” Og síðar: ,,Að síðustu er hér verið að leggja til, þótt í smáu sé, breytt gildismat við forgangsröðun mála. Það er verið að leggja til að við veitum nokkrum fjármunum til að tryggja velferð þeirrar kynslóðar á að endurnýja þjóðfé- ■agið og um leið velferð foreldra hennar sem í dag eru veigamikil burðarstoð íslensks þjóðfélags. Framtíð þessa lands býr í börnum okkar. Það er því þjóðarhagur að búa vel að þeim.” Fæðingarorlofsfrumvarpinu var vísað til nefndar þann 8. febrúar og þaðan fékkst það ekki afgreitt fyrir þinglok, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Undirskriftalisti til stuðnings frv. meö 472 nöfnum einstaklinga barst austan af Héraði í vor, en auk þess hafa borist samskonar listar víða af á landinu í allt sum- ar. Jafnframt má geta þess að aðalfundur Félags ein- stæðra foreldra samþykkti áskorun til Alþingis um að veita þessu frv. framgang. Meöferö nauögunarmála Fyrirspurnatímarnir í þinginu eru þingmönn- um notadrjúgir til aö vekja athygli á málum og ýta viö framkvæmdavaldinu. Ræðutími er tak- markaður, og því veröa umræður aldrei lang- dregnar og sjaldan leiöinlegar. Fyrirspyrjandi má tala í 2x5 mínútur, ráöherra í 2x10 mín. og aðrir þingmenn fá aöeins tvær mín. til umráða. Eftirfarandi erágætt dæmi um hverju fyrirspurn getur komið til leiöar: í byrjun mars lagði Kristín Halldórsdóttir fram eftirfar- andi fyrirspurn til dómsmálaráðherra: 1. Hversu oft hefur verið kært fyrir nauðgun síðan Rannsóknarlögregla ríkisins var sett á stofn árið 1977? 2. Hve margar kærur hafa leitt til ákæru? 3. Hve margar kærur hafa verið felldar niður vegna skorts á sönnunum? 4. Hve mörgum málum hefur verið lokið með sátt og hve háar upphæðir er um aö ræða í hverju tilviki? 5. Hve margar ákærur hafa leitt til dóms á ofangreindu tímabili og hver hefur refsing orðið i hverju tilviki? í svari ráðherra kom fram að alls hafa verið skráðar 126 kærur fyrir nauðgun á umræddu timabili. Af þeim kærum hafa 40 ekki farið lengra af ýmsum ástæðum auk 24 kæra þar sem rannsóknarlögreglan hefur að lok- inni rannsókn ekki talið þörf á frekari málsmeðferð, t.d. vegna skorts á sönnunum, að sögn ráðherra. Ýmislegt bendir til að meiri hluti nauðgunarbrota sé ekki kærður og mun ein megin ástæða þess vera sú að konur treysta sér ekki til að ganga í gegnum þá niðurlægingu sem fylgir kæru og rannsókn málsins. í kjölfar þessarar fyrirspurnar lögðu Kvennalistakon-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.