Vera - 01.04.1986, Síða 12
Hugsa
stelpur
Kosningarétturinn hefur nú verið færður niður í 18 ár og
hefur hver sína skoðun á því máli. En hvað sem því líður
þá er það staðreynd að í komandi kosningum bætast við
8.500 nýir kjósendur, ungt fólk á aldrinum 18—20 ára, en
í allt munu nú kjósa í fyrsta sinn um 25 þúsund einstakling-
ar. En eru 18 ára ungmenni búin að mynda sér skoðun á
þjóðmálum og tilbúin til að taka afstöðu til pólitískra val-
kosta? Það er nú það.
Við hringborðið sitja fjóra stúlkur sem eiga það
sameiginlegt að ganga í fyrsta skipti að kjörborðinu
i vor. Það eru þær Anna María, 23 ára einstæð móðir
sem býr í leiguhúsnæði og vinnur við skrifstofustörf,
Díana, 18 ára, nemandi í Versló og býr hjá mömmu
sinni, Helga Guðrún, 20 ára stúdent, leigir íbúð með
vinkonu sinni og vinnur í bókabúð og Júlía, 18 ára
nemandi í Fjölbraut við Ármúla, leigir lítið risherbergi
en á líka samastað hjá foreldrum sínum.
Júlía: Það er í sjálfu sér allt í lagi að fá að kjósa 18 ára, sérstak-
lega ef maður hefur einhvern pólitískan áhuga, en ég held að 18
ára krakkar hafi varla myndað sér skoðun, hvað þá að þau geti
vegið og metið.
Anna: Maður má ekki gleyma því að krakkar eru svo mótaðir af
foreldrum sínum, pólitískum skoðunum foreldra sinna. Þau kjósa
eins og foreldrarnir eða akkúrat öfugt við foreldrana ef þau eru
þannig stemmd.
Helga: Það er líka alltof litið gert af því að kynna stefnu og val-
kosti fyrir þessum hópi sem er að fara að kjósa í fyrsta skipti.
Díana: Það er ekkert gert. Þessir flokkar ættu að koma í skól-
ana og á vinnustaði þar sem mikið er af ungu fólki og kynna fyrir
því afstöðu sína í pólitík.
Helga: Það eru bara blöðin og sjónvarpið.
Anna: Já, og maður fær frekar neikvæða skoðun út frá því. Ég
persónulega hef kannski ákveðna pólitíska skoðun án þess að
hún rekist vel í flokki. Ég hallast að því að það sé kannski lítill mun-
ur á helstu valkostunum og ef maður lítur á þá út frá persónuleg-
um hagsmunum þá skiptir ekki nokkru máli hvaða flokk maður
kýs.
Helga: Það er öðru vísi í sveitarstjórnarkosningum úti á landi,
meira persónulegt. Þar er bara kosið um fólk en flokkarnir skipa
ekki svo miklu máli. Manni getur líkað vel við stefnu eins flokks,
en einhverra hluta vegna líkar manni kannski ekki við þá persónu
sem í framboði er fyrir þennan flokk.
»•
Díana, 18 ára, nemandi í
Versló
V
»
Helga Guörún, 20 ára,
vinnur í bókabúö
12