Vera - 01.04.1986, Side 27
í skýrslu menntamálaráðherratil Alþingis 1978um grunnskóla-
lögin, eru á bls. 10 dregin saman helstu meginatriði grunnskóla-
taganna. Þar stendur m.a. orðrétt:
,,Lögð er áhersla á heimanakstursskóla þar sem þvi verður
við komið sakir veðurfars, vegakerfis og vegalengda." Og enn-
fremur: ,,Gert er ráð fyrir útibúum frá aðalskólum fyrir yngstu
börnin, þannig að þau séu iþeirrinálægð við heimilisin að unnt
sé að koma við heimanakstri."
Þessi lög voru sett 1974, síðan eru 11 ár og hvernig hefur fram-
kvaemd orðið?
A öllu Vesturlandi er aðeins eitt útibú fyrir yngstu börnin. Þar
eru allir aðiljar mjög ánægðir með það fyrirkomulag, enda kostirn-
lr augljósir. í þeirri sveit hafðist þetta i gegn fyrir mikla samstöðu
heimafólks, þar sem allir sem einn maður skrifuðu undir.
Verður kannski slíkt og þvílíkt að gerast í hverri einustu sveit,
að framfylgja þessum ágætu lögum, hvar stendur hnífurinn í
kúnni?
Meö hagsmuni barna og foreldra í huga teljum við að þau eigi
rétt á að vera hjá foreldrum sínum svo lengi sem kostur er. Hér
er um að ræða börn sem í flestum tilfellum hafa lítið sem ekkert
dvalið annars staðar en heima, t.d. ekki á leikskólum og dag-
heimilum, ekki einu sinni á róló eins og flest þéttbýlisbörn. Því
verða viðbrigðin geysileg.
Hugsum okkur bara 6 til 7 ára barn sem er að fara að heiman
frá pabba og mömmu í fyrsta sinn á ævinni. Þetta barn kemur inn
í stóran hóp barna sem flest eru eldri en það sjálft, allt upp í
16—17 ára slöttólfa.
Lætin eru óskapleg, miðaðvið rólegt fjölskyldulíf og barnið hef-
ur aldrei kynnst neinu slíku og þekkir sennilega ekkert þá sem
ólátunum valda. Eðlileg fyrstu viðbrögð hljóta því að verða hræðsla
við það sem koma skal og hvert getur barnið leitað með ótta sinn?
Það þekkir ekkert starfsfólk skólans. Um kvöldið á barnið svo að
sofa í ókunnu herbergi með þrem öðrum börnum (stundum eldri
börnum sem eru með yfirgang). Kannski er sums staðar í skólum
kona sem les fyrir litlu krakkana á kvöldin, segir sögu eða les
bænir með þeim og klappar á litlu kollana áður en þau fara að
sofa o.þ.h., en því miður, það er ekki nema sums staðar. Svo er
vistunum læst, enginn fullorðinn þar lengur, bara tugir krakka á
öllum aldri!
Það var mikil umræða í vetur um grimmd eldri barna við þau
yngri á leikvöllum í Reykjavík þá stuttu stund, sem er milli
kennslustunda í skólunum þar. Hvernig er þá mórallinn í heima-
vistarskólunum þar sem börnin þurf að umbera hvert annað fimm
sólahringa vikunnar. Þau komast aldrei út úr hópnum, hvergi er
afdrep þar sem þau geta verið ein utan við skarkalann sem skól-
um og heimavistum hlýtur alltaf að fylgja. Við mæður þekkjum vel
þegar börnin okkar koma heim á föstudögum, alveg örþreytt, oft-
ast fara þau beint upp í rúm að leggja sig og eru svo að ná sér yfir
helgina. Oft verða þau öryggislaus og kvíðin, nokkuð sem mjög
erfitt getur verið að losna við og það getur haft slæm áhrif áskóla-
göngu þeirra og líf svo árum skiptir. En hvað er þá helst til ráða?
Við teljum skólaselin vera bestu lausnina í þeim sveitum sem
heimanakstur kemur ekki til greina. Þar læra börnin að umgang-
ast önnur börn og sá hópur sem er saman í skólaseli stendur
gjarnan saman þegar í skólann kemur. Það er líka mikill munur
á hvað börn eru orðin þroskaðri og betur undir það búin að fara
að heiman 10 ára gömul en 3—4 árum fyrr.
Sjálfsagt þykir einhverjum þetta afturför til þeirra tíma þegar
farkennsla var algeng í sveitunum í gamla daga — en var það i
rauninni svo slæmt? Við sem munum þessa gömlu sveitaskóla
vitum að tíminn var vel nýttur, og nú finnst mér með ólíkindum
hvað börn lærðu mikið þann stutta tíma sem skóli var oft starf-
ræktur enda var „skólaleiði" víst svo til óþekkt fyrirbrigði í þá tíð.
Það eru örugglega allflestir, bæði börnin og foreldrarnir, sem
finnst það of snemmt að krakkar fari að heiman 10 ára gömul,
hvað þá fyrr, og komi úr því eins og gestir heim, aðeins um helgar
allan veturinn.
Núverandi ástand þar sem eingöngu er heimavist, minnir einna
helst á fráfærurnar í gamla daga, nema hvað nú eiga í hlut foreldr-
ar og börn, en ekki sauðfé.
Þetta er mikið réttlætismál og við ættum öll að geta lagt þessu
lið meðgóðrisamvisku. Viðsem búum í dreifbýlinu stöndum mun
lakar að vigi hvað margt varðar, en það sem hægt er að bæta
verðum við sjálf að hafa frumkvæði að og standa saman um hlut-
ina. Við vitum af gamalli reynslu að ef VIÐ gerum það ekki verður
varla nokkur annar til þess. Það er orðin svo rótgróin venja í þessu
þjóðfélagi að sveitafólk sitji á hakanum a.m.k. hvað alla þjónustu
varðar, að erfitt verður að fá rönd við reist. En við megum ekki láta
deigann síga. Það er svo sannarlega tími til kominn að gera eitt-
hvað raunhæft í þessum málum.
Svava Guðmundsdóttir
Sigríður Pétursdóttir
27