Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 34
,,Prinsarnir“ rumska
Á báöum fundum borgarstjórnar í mars hafa síöan
farið fram umræöur um endurmat á störfum kvenna. Á
fyrri fundinum hóf ég umræöuna og vakti athygli borg-
arfulltrúa á því aö nú lægju talningarnar á röðun starfa
hjá Starfsmannafélaginu fyrir. Bæði embættismennirn-
ir og Starfsmannafélagið væru búin aö telja fjölda karla
og kvenna í launafokkunum svo nú ætti aö vera hægt
að hefjast handa viö aö koma betra skikki á launamál
kvenna. Þaö væri bara einn galli á gjöf Njarðar. Talning-
in staöfesti allt það sem viö og fjöldi annarra kvenna
heföu verið aö benda á í ræöu og riti aö hér ríkti kyn-
bundið launamisrétti. Viö stæöum því enn í sömu spor-
um og spurningunni væri enn ósvarað, hvernig borgar-
stjórn ætlaöi aö breyta þessu og hvernig Sigurjón, flutn-
ingsmaður tillögunnar ætlaöi aö standa að verki?
Ég kynnti einnig bréf frá Stjórn Starfsmannafélagsins
þar sem segir m.a. „Málið (þ.e. talningin) hefur veriö
rætt ístjórn Starfsmannafélagsins, en engin niöurstaða
fengist á því, hvernig með skuli fara, en stjórnin væntir
þess hinsvegar aö borgaryfirvöld hafi gert einhverjar
ráðstafnir um framhald samþykktar borgarstjórnar og
óskar eftir aö taka þátt í þeim.“
Svo mörg voru þau orö og segið svo aö verkalýðsfor-
ystan sé ekki baráttuglöð og ráösnjöll!
Nú Sigurjón tók aö sjálfsögöu aö sér aö svara mér og
ég vel aö birta orðréttar tilvitnanir úr ræöu hans. Hún
sýndi mér nefnilega aö þessi borgarfulltrúi haföi allt til
þessa komist hjá því að lesa, hlusta eða kynna sér ára-
langa umræöur um kynbundiö launamisrétti á íslandi.
Ég vil þó geta þess aö ég hygg aö hann hafi verið veru* 1
lega illa undir þaö búinn aö fjalla um málið, þó þarna
væri til umræöu afrakstur af talningartillögu hans, því
ég þóttist verða þess vör aö hann hafði aldrei barið
þessa marg um ræddu talningu augum fyrr en á fundin-
um.
En látum Sigurjón fá oröiö:
Viö Sigurjón áttum síöan áfram í nokkrum oröa-
hnyppingum, þar sem mér fannst enn aö ekki væri Ijóst
hvort hann væri í raun aö tala um endurmat á launum
kvenna á grundvelli þess aö verkþættir kvennastarf-
anna væru metnir til jafns við verðmestu verkþætti
karlastarfanna eins og okkar upphaflega tillaga gerði
ráö fyrir. Viö þeirri spurningu komu ekki skírari svör á
þessum fundi og ég hugsaði meö mér, þaö er þó ekki
til einskis barist ef þessi umræöa hefur leitt til þess að
einn af þessum sjálfkjörnu baráttukörlum verkalýösins
er aö byrja aö átta sig á því að kynbundið launamisrétti
er ekki bara hugarburöur kvenna. Ekki dónalegt, ef
Sigurjón Pétursson: Herra forseti. Aðeins örfá orð
vegna þessa máls, sem síðasti borgarfulltrúi var að tala
um, og þar sem m.a. var beint spurningu til flutnings-
manna tillögunnar, sem þessi talning er niðurstaða af,
hvað ber að gera í framhaldinu. Ég vil nú vekja athygli á
því, að þegar að borgarfulltrúinn spyr, hvað flutnings-
menn hafi meint með tillögunni, og að þeir hljóti að geta
skýrt það, að þá mætti náttúrlega með sama hætti
spyrja, hvað meintu borgarfulltrúar, þegar þeir sam-
þykktu hana — hún var samþykkt einróma eins og allir
vita. Hins vegar kann ég þvíalltaf velþegar ég er spurður
um, hvaða stefnu og skoðun ég hef, þvi ég hef stefnu og
skoðun, og veit þess vegna hvers vegna tillögur eru flutt-
ar og hvers vegna ég greiði þeim atkvæði, ef ég geri það.
Þess vegna kann ég því vel og ætla að svara. Ég vil þó
áður en ég geri það vekja athygli á því, að í því eintaki,
sem ég heffengið afþessari talningu þá virðistþað ann-
að hvort vera mjög gallað eða þá að það er fjöldinn allur
af kynlausum verum í starfi hjá Reykjavíkurborg, þannig
að ég trúi nú frekar að eintakið sé gallað. Þannig er ekki
hægt með auðveldum hætti að telja saman hversu margir
einstaklingar af hvoru kyni eru í hverjum launaflokki fyrir
sig, þarsem mörg starfsheiti eru nefnd, án þess að sé til-
greint hvort kynið gegni því starfi. Það er þó greinilegt af
því, sem hér liggur fyrir, að konur eru fjölmennar i lægstu
launaflokkunum. íþeim allra lægstu, — erþó mjög mikið
af körlum líka.
Ég telað það sem verði að gera fyrst, þaðeraðfá þetta
plagg rétt, en framhaldið það kom í tillögunni og er sam-
þykkt borgarstjórnar núna. í næstu sérkjarasamningum
verði gerðar breytingar á röðun í launaflokka á grundvelli
niðurstaðna framangreindrar könnunar. Þetta er ekki
ályktun eða tillaga frá mér, þetta er samþykkt borgar-
stjórnar, þetta er ákvörðun borgarstjórnar, ogþóaðborg-
arfulltrúi Guðrún Jónsdóttir tali hér með fyrirlitningartón
um þessa tillögu, sem við fluttum í haust, og telji að þar
sé eingöngu verið að telja upp aftur og aftur það sem allir
vita, eins og hún kallar það, (ég vissi þetta ekki t.d.,) ég
er að vita þetta í fyrsta skipti núna, hvernig þessi talning
er nákvæmlega í hverjum launaflokki fyrir sig. Ég dreg
ekkert í efa að borgarfulltrúinn hafi alltaf vitað það og viti
það sennilega alltaf, hvaða breytingar sem kunna að
verða, en ég veit hitt — að þessi ályktun, sem var sam-
þykkt, jafn ómerkileg og hún var, hún felur það í sér að
I næstu sérkjarasmningum hefur borgarstjórn Reykjavik-
ur ákveðið og samþykkt og gerði það í haust að breyta
röðun í launaflokka á grundvelli þessarar könnunar og
þessarar talningar. Það tel ég ekki ómerka samþykkt, þó
að borgarfulltrúi Guðrún Jónsdóttir telji það ómerka sam-
þykkt. Ég tel hana all merkilega og ég tel aðnú verði auð-
vitað að fylgja henni eftir, það verði þeir aðilar að gera,
sem telja sig undirmáls í þessari röðun, og það verða
borgarfulltrúar að sjálfsögðu að kanna líka, og það er
óhjákvæmilegt framhald. Hins vegar á þessu stigi máls,
þar sem ekki liggur einu sinni fyrir hver þessi talning er,
vegna þess hvað þeir pappírar eru ónákvæmir, sem við
höfum í höndum, að þá ætla ég ekki að draga frekari
ályktanir af því, sem fram er komið, aðrar heldur en þær,
sem ég vildi vekja athygliborgarfulltrúans á, aðþað hefur
þegar verið samþykkt íborgarstjórn að gera breytingar á
launaflokkum á grundvelli þessarar könnunar.
34