Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 35

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 35
,,prinsarnir“ fara að rumska. Á síðasta borgarstjórnar- fundi lá svo fyrir eftirfarandi tillaga frá Alþýðubandalag- inu: ,,í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar á tillögu borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins um sérstakt starfs- mat (það fólst ekki í fyrri tillögunni, var því bætt inn hér til að fá betra útlit?) og niðurstöðum könnunar á röðun í launaflokkasamþykkir borgarstjórn, að þau störf, sem konur eru fjölmennar í, verði tekin til sérstaks starfs- mats. Sérstaklega er mikilvægt að endurmeta þau störf, sem fela í sér umönnun og hjúkrun barna, sjúkra og aldraöra. Starfskjaranefnd verði falið að vinna starfs- matið í náinni samvinnu við þau félög jafnt innan sem utan Starfsmannafélagsins, sem eru að meirihluta skip- uö konum.“ Ég verð að segja það að ég varð aldeilis stein hissa þegar ég sá þessa tillögu, þarna var okkar tillaga sem hafði fengið háðulega meðferð í borgarkerfinu tekin, hún umskrifuð en þó þannig að hún tók hvergi á spurn- ingunni um viö hvað átti að meta kvennastörfin og svo var hún með engum tímamörkum. Undrun mín átti þó eftir að vaxa þegar Sigurjón Pét- ursson gerðist flutningsmaður hennar inn í borgarstjórn og ég hélt satt að segja að ég yrði ekki eldri þegar Páll Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæöismanna stóð upp og lýsti því yfir fyrir sína hönd og f lokksins að þetta væri sko góö tillaga og henni bæri að fagna og samþykkja! Og það var gert og meira að segja viðaukatillaga frá okkur um að starfsmatinu verði lokið í síðasta lagi fyrir árslok 1986. Já það getur margt gerst þegar ,,Prinsarnir“ rumska en örugglega vissara að hafa á þeim fullar gæt- ur þannig að þessi samþykkt færi okkur þó fremur fram á við í baráttunni en hitt. Guðrún Jónsdóttir það er kaffiö. . . í LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLORINUR, ESCUDOS OG LIRUR HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM m g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.