Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 39

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 39
Þegar hér er komið sögu er Að- alheiður orðin býsna pólitísk búin að varpa Guði almáttug- um úr sessi og setja Karl Marx í hans stað. í Reykjavík starfar hún í hópi ungra kommúnista sem dreymir um að gjörbreyta heiminum og „skapa réttlátt þjóðfélag". Leið hennar liggur til Vestmannaeyja og þar verða skil í lífi Aðalheiðar. Hún gengur í hjónaband sem færir henni fjögur börn, en litla hamingju. Verkalýðsbarátta verður hennar vettvangur í Verkakvennafélaginu Snót, en síðan kveðja berklarnir dyra. Fyrst leggst eiginmaðurinn, þá Aðalheiður og loks missa þau ungan dreng úr berklum. Hús- bruni, hjónaskilnaður og nýtt hjónaband koma til sögu og loks erum við stödd þar sem Aðalheiður er aftur komin til Reykjavíkur og lendir í því ævintýri að ávarpa stórfund kvenna á Lækjartorgi í kvenna- verkfallinu 24. okt. 1975. Þá verða enn þáttaskil og frá þeim degi hefur Aðalheiður verið í fremstu röð þeirra sem sinna verkalýðsbaráttu á landi hér. Það er býsna gaman að frá- sögninni af „órólegu deild- inni" í ASÍ og ekki laust við að skotið sé á ýmsa forkólfa báð- um megin borðs. Aðalheiður býður sig fram gegn Snorra Jónssyni til embættis varafor- seta ASÍ og gerir þar með upp- reisn gegn samtryggingu stjórnmálaflokkanna. Síðan snýr hún við blaöinu og gerist dyggur stuðningsmaður nú- verandi forystu og verja þær stöllur verulegu plássi í aö verja verkalýðsforystuna. Mér finnast sinnaskipti Aðalheiðar ekki skýrð. Hvað breyttist? Var nægilegt að fá nýja forystu- menn eða var það skilningur Aðalheiðar sem breyttist? Síðustu kaflar bókarinnar fjalla um málefni líðandi stund- ar og gefa þeir vel til kynna hvað formanni Sóknar er efst í huga: bætt kjör kvenna og meira réttlæti í þennan heim. Það er margt í spjalli hennar sem vert er umræðu, hún bendir á margt sem betur má fara í réttindamálum láglauna- kvenna og sem vinna þarf að. Hún er nokkuð harðorð í garð stjórnmálamanna og segir réttilega að það sem konur þurfi að gera til að bæta sinn hag sé fyrst og fremst að standa saman og láta karlana ekki stjórna sér (sbr. frásögn hennar af aðgerðunum 24. okt. 75). Kannski er sá tími sem Aðal- heiöur ræðir um í síðustu köfl- unum of nærri til að hægt sé að leggja á hann hlutlægt mat, en hún setur fram sínar skoð- anir umbúðalaust. Lesendur geta að sjálfsögðu verið henni sammála eða ósammála eftir atvikum. Þegar upp er staðið að lestri loknum er sú tilfinningi ofar- lega í huga hve nauðsynleg lesning þessi bók er öllum þeim sem þekkja ekki annað en malbik, steinsteypu og „velferð" ofgnóttarinnar. Saga Aðalheiðar er ferð til for- tíðar, en jafnframt tak á púlsi augnabliksins sem dælir heitu blóði um vinnulúnar hendur. Skrásetjarinn Inga Huld heldur sig alveg fyrir utan verk- ið, þótt Ijóst sé af eftirmála að víöa er stuðst við ritaðar heim- ildir, ræður og greinar eftir Að- alheiði. Það er óhætt að mæla með Lífssögu baráttukonu, hún er vel til þess fallin aö vekja til umhugsunar og ekki síður til umræðna um konur og stöðu þeirra, um verkalýðs- hreyfinguna, kjarabaráttu og félagsmálapakka og hina eilífu baráttu fyrir betra samfélagi. Ævisögur kvenna eru sjald- séðar á bókamarkaði og þvi fengur að þeim, einkum þegar sagan er mögnuð og vel um penna haldið. K. Ástg. ELDUR OG REGN Höf.: Vigdís Gríms- dóttir Frjálst framtak Vigdís Grímsdóttir er ungur rithöfundur sem gaf út sína fyrstu bók, Tíu myndir úr lífi þínu, árið 1983. Sú bók vakti nokkra athygli og með henni skapaði Vígdís sér sérstöðu því bókin var nýstárleg hvað formið snerti; Ijóð og sögur sem voru þó hvorki Ijóð né sög- ur í hefðbundnum skilningi. Söguefnið þar var raunsæis- legt og persónur og umhverfi þekkt. Þar voru konur allsstað- ar í miðpunkti. Önnur bók Vígdísar, Eldur ogregn, 1985, er í fljótu bragöi mun torskildari en hin fyrri, en byggingin er svipuð. Hér fer fyrst fyrirsögn, síðan Ijóð og að lokum saga. Ljóðið er nánari útfærsla á titli, sagan skýrir Ijóðið til fulls. Þetta form er mjög skemmtilegt og það verð- ur ekki annað séð en Vigdís sé búin að ná fastari tökum á því en í Tiu myndum. Efnistökin eru skyld fanta- síu, ævintýrum, persónur eru margar hverjar ekki mennskar, heldur álfar, tröll og huldufólk. Biblían, grísk og norræn goða- fræði kemur við sögu og þjóð- trúin er með í bland. Þetta er mjög vítt svið og margt að sækja þangað. Allar sögurnar eru kunnáttu- samlega gerðar og vandaðar. í sögunum Og fram undan ligg- ur vegurinn til allra átta og Hann gengur fram fyrir eld- inn liggur þó við að táknin og vísanirnar ríði textanum á slig. Lesandinn situr teygður og togaður og aðalskírskotun sögunnar hefur farið fyrir ofan garð og neðan. Um hvað var nú aftur þessi saga? Þegar betur er að gáð kemur í Ijós að flestar sagnanna fjalla á einn eða annan hátt um frelsi og haft, bæði innra og ytra, og ýmsar siðferðilegar spurningar þar að lútandi. Sagan Auðn í kringum og eldur og regn er nokkuð smart saga og er í ætt við þjóðsögur. Sagan hefst með því að verið er að reyna að hafa hendur í hári manns fyrir nauðgun. Hann flýr og hrapar inní ekta þjóðsagnadal, þar finnur hann helli sem í er einmana tröllkerl- ing eða mennsk útilegukona sem segir honum sína sögu. Maðurinn gengur í bandalag viö konuna og saman eru þau í algjöru öryggi í hellinum, hann er þeirra griðastaður fyrir þjóðfélagi, yfirvöldum og æðri máttarvöldum. Sögunni lýkur þannig: „Þau sitja í birtunni og auðn í kringum og eldur og regn.“ (bls. 46). Þetta er hvort- tveggja í senn gróskuleg og eyðileg mynd. Hér eru frum- kraftar aðverki. Birtan umlykur þau, að öðru leyti örlar ekki á lífi, nema í þeim sjálfum — þar er eldur og regn, tilfinningar þeirra eru mjög kraftmiklar og frjóar, jafnvel tröllslegar. Þau hafa fundið lífi sínu farveg í ást og samstöðu, sem þau óraði ekki fyrir að væri til. Þau eru frjáls en þó ófrjáls. Þetta eru skip með nýjan farm svo vísað sé til Ijóðsins sem fer á undan sögunni. Nokkrar af sögunum fjalla um fólk sem á við verulegan sálarvanda að stríða og líf þess er gelt. Það er búið að koma sér upp brynju,- hleypir engum inn fyrir hana og er sífellt í nýju hlutverki, alltaf að fela eitt- hvað. í fyrri hluta sögunnar Hún finnur net umlykja sig er lýst stúlku sem finnur sig ekki, og hennar frelsisþörf. Ást við- haldsins á henni er að kæfa hana og að lokum drepur hún það. Þar er Ijóðræn og hryllileg lýsing á því þegar hún spýtir í á bílnum og þau renna blint í sjó- inn. Jafnvel í jarðarförinni sér hún sjálfa sig í nýju hlutverki — hina syrgjandi konu — óraun- veruleikinn er leikinn til hins ítrasta. í seinni hluta sögunnar er lýst mjög þrúgandi tilfinn- ingu konu sem er að eiga barn og líðan hennar fyrst á eftir. Þetta er sannarlega hryllings- saga, konan er einstæð, fæð- ingin gekk illa, að fæðingu lok- inni er hún veik og vill helst losa sig við barnið. í lok sög- unnar er svo að sjá sem hún geri út af við barnið. Er það samviska hennar, barnið, barnsfaðirinn, jafnvel minning- in um hann, sem hamrar á því út í gegnum söguna að.....ég verð hjá þér“? Sagan Tónarnir læsa sig um hann er mögnuð. Hún er um mann sem er að fá tauga- áfall vlö undlrleik á planó. Allt I kringum hann eru sterkar kon- ur, sjálfur er hann veikur. Hann er búinn aö lifa lengi I sinni skel, sambandsleysi hans viö annað fólk er fullkomið. Á tón- leikunum virðist skelin ætla að brotna, tónarnir ná valdi á manninum, ryðjast inná hann. Gott dæmi um hver tök Vig- dís hefur á máli og stíl er síð- asta sagan í bókinni, Og him- inhátt fjallið í hvítum klæð- um. Hún fjallar um þorp í snjó- kreppu. Þorpsbúar eru hrædd- ir við snjóflóð úr bæjarfjallinu sem vomir yfir byggðinni eins og ógnandi og þrúgandi mamma sem aldrei ætlar að sleppa hendinni af barni sínu. Mjóir tónar fiðlu geta orðið þess valdandi að fjallið hristir af sér haminn. Stíllinn er mjög knappur og hér og á fleiri stöð- um í bókinni nær Vigdís góðum tökum á lesendum með ógn- þrungnum lýsingum og Ijóð- rænum stíl. Sums staðar verð- L 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.