Vera - 01.04.1990, Síða 4
HEÐAN OG
I 1. tölublaði 1. árgangs af
tímaritinu Garbage — eða Rusl
— sem gefið er út í Bandaríkj-
unum, er sagt frá notkun
bandaríkjamanna á einnota
pappírsbleijum. Eru nú rúm 20
ár síðan þessar bleijur komu á
markað og á þessum tíma hafa
þær vissulega létt undir með
mörgum foreldrum fyrstu ævi-
ár barnsins. En þar með er ekki
öll sagan sögð. í dag eyða
bandaríkjamenn árlega 3-5
billjónum dollara í þær 18 billj-
ónir pappírsbleija sem enda í
landfyllingu á hverju ári. í allar
þessar bleijur eru notaðar ýms-
ar tegundir af plasti sem talið
er að taki 300-300 ár að brotna
niður. Neyslan og fylgifiskur
hennar ruslið verður sífellt
áleitnara og erfiðara vandamál
að leysa. Það stendur því upp á
okkur að gera okkur grein fyrir
þeim kostum sem í boði eru.
Ýmsir framleiðendur halda
því fram að þeirra bleijur eyð-
ist í jarðveginum á 2-5 árum og
séu þar af leiðandi vinsamlegri
umhverfinu en aðrar. í þessum
bleijum eru korn sem fram-
BETRI
NÝTING
Á BLEIJUM
leidd eru úr maíssterkju sem
að því er sagt er draga að sér líf-
ræn efni úr landfyllingunni og
flýta eyðingu þeirra plastefna
sem eru í bleijunum. Engu að
síður eru ýmsir sérfræðingar
fullir efasemda og segja að það
súrefni, sem nauðsynlegt sé til
að rusl brotni niður í landfyll-
ingum, sé mjög takmarkað og
því séu tölur um tveggja til
fimm ára rotnunartíma að öll-
um líkindum ofmetnar. Það
sem skipti máli þegar bleijur
eru annars vegar sé betri nýt-
ing á þeim og endurnýting.
Benda þeir í því sambandi á að
betri kostur væri ef bleijurnar
væru þannig að sjálft plastið
væri nýtt aftur en bleijunni
sjálfri sturtað niður.
Slíkar bleijur eru ekki á
markaðnum í dag en margir
aðrir góðir kostir eru til staðar.
Fyrirtæki sem heitir Bumkins
framleiðir nú bleijur sem eru
að öllu leyti eins og einnota
bleijurnar nema þær má þvo
og þolir nver bleija u.þ.b. 200
þvotta. Þessar bleijur eru fram-
leiddar úr vatnsheldu nælon-
yfirborði og þykku bómullar-
stoppi sem dregur vel í sig
raka. í blaðinu Garbage kemur
fram að hægt sé að panta þess-
ar bleijur með því að hringja í
síma 1-800-553-9302. (12 stk.
af minni gerðinni kosta
49-95 og sendingakostnaður
er S 2.5. 12 stk. af stærri gerð-
inni kosta $ 69.95 auk S 4.0
fyrir sendinguna). Þá er sagt
frá því í blaðinu að til séu
þvottahús sem sendi vikulega
heim til fólks hreinar bómull-
arbleijur og taki þær óhreinu í
staðinn. Ef fólk notfæri sér
þessa þjónustu geti það sparað
um $ 530 á þeim 30 mánuðum
sem bleijutímabilið standi
jafnan yfir í lífi barnsins.
Mörgum finnst það ókostur
við bómullarbleijurnar að þær
verða fljótt gegnblautar, t.d. að
nóttu til, og þ.a.l. kaldar. f
Garbage er á það bent að ef
fólk vilji halda börnum sínum
þurrum og láta þeim líða vel þá
sé þjóðráð að leggja þunnt ull-
arstykki inn í bómullarbleij-
una næst barninu. Slíkt stykki
hleypir í gegnum sig rakanum
en heldur húð barnsins þurri.
Það má nota með u.þ.b. fimm
bleijum áður en það er þvegið.
-isg.
Veist þú um
Kjörbókarþrepin?
Afturvirk vaxtahækkun á 16 og 24mánaóa innstæóur.
Engu aósíóur er Kjörbókin algjörlega óbundin.
Kjörbókin ber háa vexti auk
verðtryggingarákvæðis, verðlaunar
þá sérstaklega sem eiga lengi inni,
og eralgjörlega óbundin.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Þrep Kjörbókarinnar eru afturvirkar
vaxtahækkanir reiknaðar á þær innstæður
sem hafa legið óhreyfðar í 16 eða 24 mánuði
á Kjörbók. Þrepahækkun vaxtanna eru
fjárhæðir sem skipta milljónum króna
og reiknast nú á höfuðstól þúsunda
Kjörbóka daglega.