Vera - 01.04.1990, Side 10
urðu að sama mynd geti blasað
við Kvennalistakonum í dag?
— Hættan er alltaf fyrir hendi,
svarar Sigríður Dúna. Og hér er-
um við kannski komnar að kjarna
málsins. Fyrstu árin háðum við
baráttu fyrir tilverurétti Kvenna-
listans, því þá var það í alvöru
dregið í efa að við hefðum leyfi til
að vera til. Konur — við stelpurn-
ar — erum aldar upp til að vera
góðar og yfirleitt man enginn eft-
ir því að við höfum nokkra skoð-
un á hlutunum. Allt í einu vorum
við komnar með geysilega stóra
skoðun. Við kröfðumst þess að
hlustað væri á okkur, við vildum
beita rödd okkar kvenna þannig
að eftir henni væri tekið og á hana
hlustað. Við þurftum að standa
upp allsstaðar x þjóðfélaginu í
vörn fyrir þetta óréttmæta uppá-
tæki að bjóða fram. Við vorum
engar góðar stelpur þá. En svo
gerist það sem næstum er óum-
flýjanlegt. Eftir þessi átök öll má
vera að við höfum reynt að sætta
þessar andstæður við umhverfið
með því að leggja áherslu á
dyggðirnar. Að við meðvitað eða
ómeðvitað höfum lagt of mikla
áherslu á að við þrátt fyrir allt
værum voðalega góðar konur. Og
hitt gerist líka að umhverfið venst
okkur. Við aðlögumst umhverf-
inu og tilveruréttur okkar er við-
urkenndur. Um leið slævist
broddurinn í lífsháskanum og þá
líka í málflutningi okkar. Við er-
um hættar að vera ögrandi. í upp-
hafi höfðum við engu að tapa en
allt að vinna. Núna höfum við
heilmiklu að tapa. Viðurkenn-
ingu þjóðfélagsins og skjólinu
sem skapast hefur innan hreyfing-
arinnar sjálfrar. En það er lífs-
nauðsynlegt fyrir okkur að láta
kvennabaráttuna ekki slakna. Við
verðum að skerpa okkur, verðum
að herða baráttuna.
Hú starfar Kvennalistinn á
karlavettvangi, á þingi og í
borgarstjórn. Þar verðið fiið að
tala mál karlanna og lœra leik-
reglumar, en konur sem aðlaga
sig um offá oft á sig mikla gagn-
rýni frá kynsystrum sínum. Mér
finnst það stundum ganga svo
langt að það er talið konum til
lasts að hafa aflað sér menntun-
areða fœrni og vera þannigfœr-
ar um að tala af þekkingu um
mál sem karlar hafa setið einir
að áður. Þá heyrist stundum: Nú
er hún orðin eins og karlarnir.
10
Mig grunar að þetta hafið þið
sjálfar jafnvel sagt um konur í
öðrum flokkum. Eruð þið ekki í
stöðugri togstreitu milli þess að
aðlaga ykkur valdinu annars
vegar og spyrna á mótiþví hins-
vegar?
— Jú, viðurkennir Sigríður
Dúna. Við erum í þeirri stöðu að
verða að tala mál sem karlar skilja
án þess að svíkja það mál sem
konur tala. Tilvera okkar grund-
vallast á því að vera ekki eins og
karlarnir og tala ekki eins og þeir.
Á sama tíma verðum við að taka
þátt íkarlstýrðum umræðum. Við
verðum að tala tungumál valds-
ins, framleiðslunnar, atvinnulífs-
ins. Sjálfri fannst mér ég oft vera
að reyna að framkvæma hið
ómögulega. En ég reyndi að taka
dæmisögur. Dæmisögur einkenna
mál kvenna. Rekstur þjóðarbús-
ins er auðvelt að bera saman við
rekstur heimilanna, en ég rak mig
á að tungutakið, orðin sjálf, eru
gildishlaðin. Það er bara ein birt-
ingarmynd þess að konur og karl-
ar standa svo óh'kt að vígi í stjórn-
málum. Verkefnið er hér að reyna
að láta málheimana blandast og
viðurkenna málnotkun kvenna
sem fullgildan tjáningarmáta.
Sigríður Dúna lýsir atviki sem
sýnir að togstreitan um málið er
sömuleiðis togstreita um sjálft
innihald tungunnar, stefnuna
sjálfa.
— Við höfðum lagt til að heim-
ilisstörf væru metin til starfs-
reynslu. Þingið dró broddinn úr
tillögunni með því að samþykkja
að einungis skyldi meta heimilis-
störf til starfsreynslu í skyldum
störfum. Það þýddi auðvitað ein-
göngu ræstingar, barnagæslu,
matseld og þess háttar. Við vild-
um að ábyrgðin á rekstri heimilis-
ins væri metin í öllum störfum.
Þingmenn skildu ekki af hverju
við vorum ekki þakklátar og glað-
ar yfir að fá tillöguna yfirleitt af-
greidda. Eftir margra tíma þras í
sameinuðu þingi steig Guðmund-
ur jaki svo í ræðustól og sagði: Ég
hef ekki móttökutæki á ykkur!
Þarna lýsti hann vanda margra
þingmanna. Þeir skildu okkur
einfaldlega ekki. Og svo rekum
við okkur á það hvað eftir annað
á vettvangi eins og í borgarstjórn
að verkefni stjórnmálabaráttunn-
ar eins og karlmenn sjá hana taka
alls ekki á kynskiptingunni í þjóð-
Hildur: Mér finnst að
konur taki á verk-
efnum kjara-
baráttunnar með
alltof miklum silki-
hönskum. Að þœr, í
samrœmi við hug-
myndir sínar um að
vera góðar konur,
veigri sér við að
óhreinka sig á
vopnum kjara-
baráttunnar sem
iðulega er einhvers
konar valdbeiting.
Sigríður Dúna: Við
eigum að hafa frelsi
til að vera grimmar.
Við eigum líka að
hafa frelsi til að
vera góðar. Og
þarna uppgötvum
við yndislegt sam-
rœmi milli stjórn-
málanna og einka-
lífsins. Frelsi og sekt
fara nefnilega ekki
saman.
félaginu. Þessu þjóðfélagi er
þannig stýrt að sú staðreynd að
helmingur þegnanna eru konur er
ekki tekin með á pappírunum!
Þessi kynskipting er ekki virk þar.
Þannig er það okkar verkefni sí og
æ að búa til nýjan flöt á öll mál af
því að hann er ekki þarna sjálf-
krafa. Við verðum að ná inn sjón-
arhorni kvenna. Sá flötur sem er á
málunum eins og þau koma af
kúnni í kerfinu er flötur arðsemi,
hagræðis, kostnaðar.
Þú segir að nú þurfi að skerpa
kvennabaráttuna. Hver eru
mikilvægustu verkefnin?
— Við verðum að nota alla há-
talara sem til eru til að koma
reynslu okkar og lífssýn á fram-
færi. Besti vettvangurinn til þess
er á sviði stjórnmálanna. Þar
verðum við að hamast eins og við
lifandi getum til að koma málum
fram sem raunverulega bæta hag
kvenna. Tími framkvæmdanna er
runninn upp og við megum ekki
gefast upp fyrir því hrikalega
verkefni. Mikið er óunnið á sviði
kjarabaráttunnar en ég verð að
játa að ég hef enga trú á að verka-
lýðshreyfingin hafi forystu um
bætt kjör kvenna. Konur verða
sjálfar að heyja þá baráttu.
Mér finnst einmitt að konur taki
á verkefnum kjarabaráttunnar
með alltof miklum silkihönskum.
Að þær í samræmi við hugmyndir
sínar um að vera góðar konur
veigri sér við að óhreinka sig á
vopnum kjarabaráttunnar sem
iðulega er einhvers konar vald-
beiting. Verkföll eru ekkert annað
en valdbeiting og þegar fjölmenn-
ustu kvennastéttirnar, til dæmis í
heilbrigðisgeiranum, íhuga að
beita verkfallsvopninu er einmitt
þessum hugmyndum haldið á
lofti. Að fara í verkfall er siðlaus
grimmd sem konum er ekki sæm-
andi. Þurfa konur ekki á því að
halda að vera grimmar?
— Jú, kannski þurfum við á því
að halda að vera grimmar. Að
minnsta kosti verðum við að taka
okkur rétt til að velja sjálfar
hvernig við viljum vera án þess að
nokkur segi okkur fyrir verkum í
því, allra síst konur í kvennabar-
áttu. Þegar Rauðsokkahreyfingin
notaði orðið sjálfstæði var það í
merkingunni rétturinn til að ráða
eigin örlögum og tengdist það
haráttunni um réttinn til fóstur-
eyðinga. Það mál vann Rauð-
sokkahreyfingin þótt leitun sé að