Vera


Vera - 01.04.1990, Page 13

Vera - 01.04.1990, Page 13
Kvennahreyfingar eru búnar að ná þeirri fótfestu að þær verða ekki hraktar til baka en það eru vonbrigði að heyra meiri hluta þeirra kvenna sem tóku þátt í seinustu sveitarstjórnarkosning- um lýsa því yfir að þær gefi ekki kost á sér í annað sinn. Aðalástæð- an er sú að allt vinnufyrirkomu- lag er sniðið að þörfum karl- manna enda þeirra verk. En þá er það verðugt verkefni að reyna að breyta og færa til betri vegar svo bæði konur og karlar hafi aðstöðu til að vinna saman að opinberum málum. Konur halda áfram að sækja vinnu utan heimilis. Því verður ekki snúið við. Að hafa eigin fjár- hag er í raun að vera frjáls mann- eskja, þurfa ekki að biðja um pen- inga eða finnast ósjálfrátt að verði að gera grein fyrir ráðstöfun þeirra. Með því að vinna utan heimilis standa konur öðrum jafnfætis þó því miður sé s.k. ,,kvennastörf“ metin til lægri launa og þannig er hægt að halda konum niðri. Vonandi að það sjónarmið að gefa foreldrum ungra barna tækifæri að nýta sér hlutastörf sé að ná fótfestu því að umönnun foreldra á smábörnum er afar mikilvæg. í framtíðinni, að vísu í bláma fjarlægðar, renna framboðshreyf- ingar kvenna saman við önnur flokkakerfi en það er langt þang- að til. Gömlu flokkarnir hafa þeg- ar numið þann lærdóm að það verður að hafa konur í sæmileg- um sætum en hvort þær hinar sömu fái nokkru að ráða er ég ekki eins viss um. Ég held að barneignir verði svipaðar og seinustu ár. En því miður er það umhverfi sem flest börn alast nú upp í — sérstaklega þéttbýlið — andstætt ungviði. Það er allt annað í sveit. Þó svo verkefni barna hafi minnkað með vélvæðingu þá er lengi hægt að finna einhver verkefni og börnin alast upp við að taka þátt í störf- um foreldranna en eru ekki alger- lega ókunn þeim eins og títt er um borgarbörn. Hvað umönnun barna varðar, verður verkalýðshreyfingin að koma til og setja fram þær kröfur sem þarf vissulega að gera svo þær konur sem vilja vinna úti geti gert það án þess að þjást af sam- viskubiti og finnast með réttu eða röngu að þær séu að svíkjast um. En í þessu tilfelli á það við sem annars staðar, ef konur knýja ekki á sjálfar þá breytist ekkert. Það hefur orðið geysimikil breyting á afstöðu karlmanna til inniverka og barnagæslu. Margir ungir menn annast börn sín með prýði nú til dags og eru vel sjálf- bjarga við heimilisstörf. Það horf- ir allt til betri vegar og stefnir í rétta átt. í raun felst svo mikið efni í þeim spurningum sem fram voru bornar að hver og ein hefði getað orðið nægilegt umfjöllunarefni. Ég á ekki von á stórum stökkum þessi 10 ár sem enn lifa af öldinni. Er heldur ekki viss um að það væri gott. Sígandi lukka er best er gamalt máltæki og reyndar er svo að breytingarnar hafa orðið ýms- um erfiðar og vakið öryggisleysi og óvissu hjá mörgum konum. Til dæmis þær sem verða sjötugar og hætta vinnu í fullum færum. Er ekki óréttlátt að dæma þær úr leik hvort þær vilja eða ekki? Hví ekki að gefa þeim kost á vinnu á dag- heimilum og leikskólum og brúa þannig bilið sem skapast þegar börnin sjá ekki gamalt fólk lengur nema á elliheimilum? En fyrst og síðast viljum við konur vinna að og sjá þjóðfélag þar sem hver fær sinn deildan verð og er jafn rétthár hvort hann er karl eða kona. |S| BORGARBÓKASAFNIÐ ER SAFN FYRIR ALLA Þar er uppspretta fræðslu-, menningar- og upplýsingaefnis af margs konar tagi. I safninu er að finna bækur um hvers konar efni. Þar er einnig hægt að lesa dagblöð og til útláns er fjöldi tímarita, innlendra og erlendra. Myndbönd, nótur, hljómplötur og geisladiskar eru lánuð út og hægt er að hlýða á tónlist í útibúinu í Gerðubergi. BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR FINNUR ÞÚ í: ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 - lestrarsalur, skrifstofur. ÞINGHOLTSSTRÆTI 29 a — útlánadeild, upplýsingar. BÚSTAÐAKIRKJU — útlán, upplýsingar, bókabílar. SÓLHEIMUM 27 — útlán, upplýsingar, ,,bókin heim". GERÐUBERGI 3-5 — útlán, upplýsingar, tónlist. GRANDAVEGI 47 - útlánadeild. Afgreiðslutími Borgarbókasafns er auglýstur í dagbókum dagblaðanna. VERIÐ VELKOMIN! 13

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.