Vera


Vera - 01.04.1990, Page 15

Vera - 01.04.1990, Page 15
Þeir eru fæddir með ákveðin for- réttindi og þeim er farið eins og öðrum sem slfk forréttindi hafa að þó þeir vilji vel eiga þeir oft erfitt með að skilja um hvað málið snýst. Konur eru komnar út á vinnu- markaðinn til að vera og þær ætla sér stærri hlut þar. Erlendis er þróunin sú að konur velja á milli starfsframa og þess að ala börn. Könnun Bandalags háskóla- manna sýnir að 23% kvenna hafa takmarkað barneignir vegna at- vinnu- eða framamöguleika í starfi. Ástæðan er ekki síst sú að þær treysta því ekki að karlmað- urinn axli ábyrgðina á heimilis- störfum til jafns við þær. Þrennt mun hafa áhrif á fram- haldið. í fyrsta lagi harðnandi andstaða karla. í öðru lagi þær konur sem hafa náð einhverjum frama í karlaheiminum og telja að ástandið sé orðið harla gott. Það sé búið að ryðja brautina og ná fram ákveðnum réttindum. Hætt- an er sú að þær loki á eftir sér og skilji hinar eftir úti í kuldanum. í þriðja lagi er það þreyta innan kvennahreyfingarinnar sjálfrar. Þær hugmyndir sem kviknuðu hjá konum í upphafi áratugarins urðu kveikja að nýjum baráttu- leiðum. Innan kvennahreyfingar- innar eru nú ákveðin þrey tumerki ekki ósvipuð þeim sem ein- kenndu Rauðsokkahreyfinguna undir lokin. Rauðsokkahreyfing- unni tókst ekki að finna nýjar áherslur og ýmsir þverbrestir komu í ljós. En konum tókst að kveikja á ný í glæðunum og sterk hreyfing fylgdi í kjölfarið með nýjar hugmyndir og nýjan farveg fyrir þær. Kannski stendur kvennahreyfingin á svipuðum tímamótum og fyrir tíu árum. Eðli hreyfinga er að taka sífelld- um breytingum. Það felst í orð- anna hljóðan. Áframhaldið ræðst af því hvort konum tekst að finna nýjar áherslur í takt við þær miklu þjóðfélagslegu breytingar sem orðið hafa á þessum áratug og finna þeim nýjan farveg. Það er engin ástæða til að óttast að þær áherslur finnist ekki. ANNA KRISTlN ÖLAFS- DÖTTIR, NEMI Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir BREYTT GILDISMAT ER FORSENDA FRAMHALDSINS „Ég tel þaö því veröa eitt megin- hlutverk kvenna- hreyfinga ó nœstu árum aö krefjast grundvallar- breytinga á því gildismati sem þjóöfélag okkar byggir á. Leita veröur jafnvœgis á milli þarfa heimilanna og vinnu- markaöarins." Nú er rúm öld liðin frá því að bar- átta íslenskra kvenna fyrir frelsi og jafnrétti hófst. Á þeim tíma hefur þeim tekist að bæta stöðu sína verulega á hinum ýmsu svið- um þjóðfélagsins. Konur hafa formlega öðlast pólitísk og laga- leg réttindi á við karla, þær hafa aflað sér aukinnar menntunar og rutt sér til rúms á vinnumarkaðin- um, auk þess sem þær hafa í aukn- um mæli gert sig gildandi á vett- vangi stjórnmálanna, einkum á síðustu árum. Þrátt fyrir þetta er enn nokkuð langt í land jafnrétt- isins. Félagsleg staða íslenskra kvenna er enn þann dag í dag tals- vert lægri en karla. Konur eru lægra settar í metorðastiga vinnu- markaðarins og hafa ennfremur að jafnaði mun lægri laun en karl- ar, jafnvel þó þær skipi sambæri- legar stöður. í stjórnmálum og stjórnsýslu eiga íslenskar konur enn mun færri fulltrúa en kyn- systur þeirra í nágrannalöndum okkar og áhrif þeirra á þeim svið- um samsvara engan veginn þjóð- félagslegri þátttöku þeirra og framlagi. Við þetta bætist svo að flestar konur þurfa að gjalda fyrir virkni sína utan heimilis með tvöföldu vinnuálagi vegna þeirrar tregðu sem virðist ríkja í jafnréttisbar- áttu innan heimilanna í landinu. Slíkt álag sligar konur og veikir þrótt þeirra til orða og gerða er gætu orðið þeim til framdráttar og lífsfyllingar. Álagið kemur ekki eingöngu niður á konum, heldur einnig á fjölskyldum þeirra og í raun samfélaginu öllu. Konur geta ekki endalaust á sig blómum bætt; því verður samfélagið að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á stöðu þeirra. Það er mtn skoðun að kvenna- baráttan standi nú á tímamótum. Nauðsynlegt er að endurskoða þá fyrirstöðu sem konur eiga við að etja í baráttu sinni. Að mínu mati felst hún ekki síst í því misræmi sem ríkir á milli aukinnar þjóðfé- lagslegrar þátttöku kvenna og viðbragða samfélagsins við henni. Áhersla á baráttu fyrir formlegum réttindum kvenna og á að hvetja þær til sóknar eru mik- ilvægar forsendur fyrir jafnrétti kynjanna, en ekki nægjanlegar. Róttækari aðgerða er þörf. Allt frá því á tímum iðnbylting- arinnar hefur ákveðin togstreita verið fyrir hendi á milli þarfa vinnumarkaðarins annars vegar og þarfa heimilanna hins vegar. Lengst af var togstreitan milduð vegna þeirrar verkaskiptingar að 15

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.