Vera


Vera - 01.04.1990, Síða 16

Vera - 01.04.1990, Síða 16
karlar sinntu að mestu þörfum hins fyrra, en konur hins síðara. Því sem á vantaði reyndi velferð- arríkið að sinna, en segja má að það hafi m.a. orðið til í þeim til- gangi að veita lausn frá ofan- greindri togstreitu. En tímarnir hafa breyst. Hér á íslandi vinnur í dag yfirgnæfandi meirihluti kvenna utan heimilis, flestar allan daginn. í því sam- bandi breytir barnafjöldi eða fjöldi aldraðra í umönnun fjöl- skyldunnar litlu. íslendingar hafa sérstöðu á meðal vestrænna þjóða sökum þess hversu langur vinnu- dagur þeirra er. Þetta gildir í dag jafnt um konur sem karla. Því verður tími til að sinna þörfum fjölskyldu og heimilis sífellt skemmri. Afleiðinga þessa tíma- skorts verður vart í mörgum af þeim vandamálum sem þjóðfélag okkar stendur nú frammi fyrir. Þar á meðal má nefna vanhirðu barna, unglinga og aldraðra, auk hinnar margumtöluðu streitu sem svo oft veldur sálrænum og líkam- legum meinum nútímaeinstakl- inga, að ógleymdum hjónaskiln- uðum og upplausn heimila. Ég tel það því verða eitt megni- hlutverk kvennahreyfinga á næstu árum að krefjast grundvall- arbreytinga á því gildismati sem þjóðfélag okkar byggir á. Leita verður jafnvægis á milli þarfa heimilanna og vinnumarkaðar- ins, m.a. með styttum og sveigj- anlegri vinnutíma, en einnig auk- inni og betri dagvistun, samfelld- um skóladegi barna og unglinga, aukinni og fjölbreyttari þjónustu við aldraða og svo mætti lengi telja. Án slíks jafnvægis er ekki einungis frekari kvennabarátta ill- möguleg heldur einnig öll önnur barátta fyrir betra samfélagi. — Velferðarríki sem fórnar hags- munum þegna sinna sem einstak- linga fyrir stundarhagsmuni at- vinnulífs hefur brugðist hlutverki sínu. — Frelsis- og jafnréttisbarátta sem leiðir til tvöfalds vinnuálags kvenna eða jafnvel neyðir þær til að gera upp á milli fjölskyldulífs og frama þarfnast breyttra mark- miða og aðferða. MARGRÉT RÍKARÐS- DÖTTIR, ÞROSKA- ÞJÁLFI Margrét með vinum sínum í vinnunni. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir KONUR ÞURFA AÐ VINNA FYRIR ÖLLUM ÁVINNINGUM SJÁLFAR „Þó það sé hastar- legt að segja það þá þurfum við ennþá að sanna okkar eigið ágœti'1 Það er auðvitað sitthvað það sem maður heldur og vonar og það sem verður. Ég held samt sem áð- ur að það gildi það sama um kon- ur og alla aðra ,,minnihlutahópa“ í samfélaginu að tilveruréttur okkar sé að aukast og svo verði áfram. Helst af öllu vildi ég nátt- úrlega að ekki þyrftu að vera til sérstök lög til að tryggja réttindi sérstakra hópa fólks hvort sem þar er um að ræða fatlaða eða konur. Slík lög eru aldrei á nein- um jafnréttisgrundvelli og ættu ekki að þurfa að vera til. Þau eru engu að síður til af illri nauðsyn en það er óskandi að sá dagur komi að þeirra verði ekki þörf. Helst vildi ég sjá 10. áratuginn bera þá brey tingu í skauti sér — en það er líklega óskhyggja. Miðað við stöðu mála í dag þá er engin spurning um að konur verða að vera úti á vinnumarkað- inum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Þorri þeirra á ein- faldlega ekkert val. Ég er þeirrar skoðunar að efnahagslegt sjálf- stæði kvenna annars vegar og móðurhlutverk og umönnun heimilis hins vegar séu þættir sem eigi að geta náð saman. Það má heldur ekki gleyma því að ein af forsendum þess að margar konur geti sinnt börnum og heimili er að þær séu efnahagslega sjálfstæðar. Ég held að margt muni lagast þeg- ar sveigjanlegur vinnutími kemst á. Hann er hins vegar ekkert í sjónmáli í dag því við erum enn að berjast við 8 tímana og sitjum uppi með yfirvinnuskyldu. Efna- hagslegt sjálfstæði er ekki til stað- ar þegar fólk getur ekki brauðfætt sig og mjög stór hluti kvenna get- ur það ekki. Fólk er ekki efna- hagslega sjálfstætt þótt það hafi kreppukort og yfirdráttarheim- ild. Því miður þá sýnist mér vinnu- markaðurinn ekki tilbúinn til þess að taka mið af þörfum heim- ilanna a.m.k. ekki eins og sakir standa í dag. Hann er t.d. ekki til- búinn til að borga fólki lífvænleg laun. Verkalýðshreyfingin hefur heldur ekki lagt sig neitt sérstak- lega fram við að ýta á eftir breyt- ingum sem gætu auðveldað kon- um lífið s.s. fleiri dagvistir og samfelldur skóladagur. Niður- staðan er a.m.k. alltaf sú sama; endalausar ályktanir ár eftir ár en það næst lítið fram. Það er í raun- inni furðulegt að við skulum vera að nálgast árið 2000 og samfélag- ið krefst þess að allir séu á vinnu- markaði en gerir svo ekkert til að koma til móts við fólk. Af þessu leiðir að það eru engar aðstæður 16

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.