Vera


Vera - 01.04.1990, Qupperneq 20

Vera - 01.04.1990, Qupperneq 20
i AÐSTÆÐURNAR VERÐA AÐ Heimsókn hjá Guðrúnu Gísla- dóttur, leikkonu I meira en aldargömlu svartmál- uðu bárujárnshúsi í hjarta Reykja- víkur býr Guðrún Gísladóttir leikkona ásamt Illuga manni sín- um, syninum Gísla Galdri, dótt- urinni Veru Sóleyju og hvítum ketti sem ég kann ekki að nefna. Á bolludaginn síðasta settist ég á eldhúsbekkinn hjá henni, raðaði í mig heimabökuðum rjómaboll- um, drakk ókjör af kaffi og spjall- aði við hana um leikhúsið, kvik- myndir og hana sjálfa. Hún sat með Veru á brjósti þeg- ar ég kom og þá var friðurinn úti. Forvitnin varð þorstanum yfir- sterkari og Vera nartaði í brjóstið til málamynda meðan hún grand- skoðaði mig. Það sem hún hafði upp úr þessu hálfkáki var auðvit- að mjúkleg magalending á gólf- inu sem hún Iét sér vel lynda í fyrstu en mótmælti hástöfum þegar frá leið. Guðrún, sem er fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, hefur ekki tekið þátt í neinum sýningum hjá því á þessu leikári vegna meðgöngu og fæðingar. En nú er fæðingarorlofinu að ljúka og hvað tekur þá við? ,,Ja, það er nú það. Ég ætti að vera að koma til starfa hjá Leikfé- laginu núna en tilboð um að leika í sænskri kvikmynd setti strik í reikninginn um tíma. Tökur á henni áttu að byrja í ágúst og standa fram í október þannig að það leit út fyrir að ég nýttist ekk- ert í leikhúsinu fyrr en í fyrsta lagi um áramót. Ég varð óneitanlega vör við dálítinn pirring þegar þetta kom upp með kvikmyndina og fannst mönnum víst nóg kom- ið af fjarvistum hjá mér með barn- eignafrxinu. Nú lítur hins vegar út fyrir að ekkert verði af myndinni þannig að menn geta andað róleg- ar.“ Þjóð veit þá þrír vita er máltæki sem sannaðist áþreifanlega varð- andi kvikmyndina sem Guðrún minnist á. Varla hafði hún fengið tilboð um að leika í henni þegar fréttin barst á öldum ljósvakans. Sænski kvikmyndatökumaðurinn Sven Nykvist ætlaði að gera myndina en þau Guðrún kynnt- ust við tökur á Fórninni eftir Tarkovsky. Þar sá hann um myndatökuna og hún var ein af leikurunum. Nykvist er öðru fremur kvikmyndatökumaður og hefur sem slíkur unnið með ýms- um þekktum leikstjórum s.s. Ing- mar Bergman, Brian de Palma og Woody Allen en sjálfur hefur hann aðeins leikstýrt einni mynd áður. í þetta sinn ætlaði hann þó sjálfur að leikstýra, kvikmynda og skrifa handritið en bandaríkja- menn fjármagna. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Bandaríkja- menn og Svíar náðu ekki sam- komulagi um peningahlið mynd- arinnar og þar með datt botninn úr henni — a.m.k. að sinni. Til gamans má geta þess að það eru 17 ár síðan Guðrún „debuter- aði“ í kvikmyndum. Þá gerðu hún og Edda Hákonardóttir myndlistarkona saman kvik- myndina „Við erum kvfgur" þar sem þær hlaupa allsnaktar úti í náttúrunni í fylgd ungrar kvígu. Guðrún skellir upp úr þegar ég minni hana á myndina og segir mér að boðskapur myndarinnar hafi verið sá að stúlkur væru eins og kvígur. Guðrún og Edda tóku myndina sjálfar eða eins og Guð- rúnsegir: „Égtók afhennioghún af mér.“ Myndin hlaut misgóðar undirtektir og svo mikið er víst að ekki var lögreglan mjög hrifin því hún bannaði sýningar á mynd- inni. En hvers vegna? „Sýning myndarinnar var liður í myndlist- arsýningu sem við héldum en lög- reglan stoppaði hana á þeirri for- sendu að þarna væri um kvik- myndasýningu að í’æða og því bæri að greiða af henni skemmt- anaskatt. En áður en þeir bönn- uðu myndina komu þeir og skoð- uðu hana og sömdu um málið langar og mjög hlægilegar lög- regluskýrslur. Það verður hins vegar að segjast eins og er að myndin gerði mesta lukku þegar við sýndum hana aftur á bak. Við buðum fólki gjarnan upp á það þegar það var búið að horfa á hana í nokkrar mínútur.“ Því hefur stundum verið haldið fram að kvikmynda- og sviðsleik- ur sé mjög ólíkur. Sumir séu kvik- myndaleikarar, aðrir sviðsleikar- ar. En hvað finnst Guðrúnu? Hvernig kann hún við sig í kvik- mynd? „Mér finnst leikhús og kvik- mynd afskaplega skylt. Þetta er bara það sama — þó verkið raðist kannski svolítið öðruvísi upp. Leikhúsið er langerfiðast, þar er svo mikill lífsháski. í kvikmynd eru allar senur miklu styttri og það er hægt að endurtaka. Svo þarftu heldur ekki að forma hlut- ina eins mikið sjálf — það er næst- um hægt að gera við þig hvað sem er. Það sem mér finnst alltaf skipta meira og meira máli bæði í leik- húsi og kvikmyndum — já reynd- ar í allri listsköpun — er taktur. Ef hann er ekki þá missir verkið marks. Það er hann sem hefur áhrif á mann — þessi heildaráhrif sem gera það að verkum að manni 20

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.