Vera - 01.04.1990, Page 25
NÁMSKEIÐ
OG AFTUR
NÁMSKEIÐ
Konurnar sem
hittast reglu-
bundið til að
segja „sigur-
sögur".
...FYRIR
KONUR
Konur flykkjast í
tungumál, leikfimi,
litgreiningu og letur-
gerö. Þeim viröist
ekkert vera óviö-
komandi.
Við getum lært allt milli himins
og jarðar, við þurfum bara að fara
á rétta námskeiðið.
Ég efast um að nokkru sinni
fyrr hafi jafn mörg námskeið ver-
ið í boði í bænum, bæði tengd
vinnu og þá ekki síður tómstund-
um. Svo virðist sem nær hver sem
er geti haldið námskeið í hverju
sem er og kostnaður er mishár,
allt frá 1600 krónum fyrir kvöld-
námskeið í Matreiðsluskólanum
okkar upp í rúm 46000 fyrir
tveggja daga námskeið hjá Stjórn-
unarfélagi íslands. Mörg verka-
lýðsfélög taka þátt í námskeiðs-
kostnaði félaga sinna og er það án
efa kjarabót. Einnig þekkist það
að fyrirtæki borgi t.d. leikfimis-
tíma fyrir starfsfólk, eða borgi
hluta kostnaðar.
Nú eru konur orðnar í meiri-
hluta meðal háskólanema og
sömu sögu er að segja um öld-
ungadeildir menntaskólanna,
Námsflokka Reykjavíkur, Kvöld-
skóla Kópavogs og Tómstunda-
skólann, sem eru líklega stærstu
námsflokkarnir fyrir utan hefð-
bundið skólakerfi (og ekki má
gleyma Bréfaskólanum). Konur
flykkjast í tungumál, leikfimi, lit-
greiningu og leturgerð. Þeim
virðist ekkert vera óviðkomandi,
þær fara á álfanámskeið, kynlífs-
námskeið, matreiðslunámskeið,
námskeið í tímaskipulagningu,
ræðumennsku og mannlegum
samskiptum o.fl. o.fl. Stundum
fara þær einar, en þó oftar í fylgd
með vinkonu eða jafnvel öllum
saumaklúbbnum.
Flest námskeið eru opin, þ.e. eng-
in aldurstakmörk eru sett og þau
eru bæði fyrir konur og karla.
Þannig má stundum sjá tvo til þrjá
karlmenn sprikla í eróbikk innan
um 40-50 konur, en það heyrir til
undantekninga ef þeir koma í
Heimilisiðnaðarskólann eða á
sauma- og matreiðslunámskeið.
Hinsvegar er víða boðið uppá
námskeið eingöngu ætluð konum
og eru þau auglýst sem slík. lðn-
tæknistofnum hefur í nokkur ár
staðið fyrir vinsælum námskeið-
um fyrir konur um stofnun og
rekstur fyrirtækja. Yfirleitt eru 12
til 20 konur á hverju námskeiði
og hittast þær fimm sinnum á
tveimur vikum. Farið er í ýmsa
undirstöðuþætti fyrirtækjarekstr-
ar, s.s. stofnáætlun og markaðs-
áætlun, og farið er í samskipti
Finnu framkvæmdakonu, Stein-
unnar stjórnanda, Helgu hug-
myndakonu og Möggu mannvin-
ar. Iðntæknistofnun býður einnig
upp á blönduð námskeið, en
margar konur vilja frekar fara á
sér kvenna-námskeið og leiðbein-
endur segja að þar séu þær opnari
og óþvingaðri. Endurmenntunar-
nefnd Háskólans hefur haldið
nokkur námskeið fyrir konur sem
gegna stjórnunarstörfum eða hafa
áhuga á stjórnun. Tilgangur nám-
skeiðsins er að auka hæfni þáttak-
enda sem stjórnenda og undirbúa
þær undir stjórnunarstörf með
þvf að kenna þeim og kynna
vinnuaöferðir og hugmyndir á
nokkrum lykilatriöum stjórnun-
ar. Hist er tíu sinnum á tveimur
mánuðum. Kynfræðslan býður
bæði upp á kynfræðslu og ráð-
gjöf. Haldin hafa verið nokkur
fimm vikna námskeið um kyn-
fullnægingu kvenna og hittast
þær þá einu sinni í viku, ræða
málin og fá ráðgjöf. Módelskól-
inn er með kvöldnámskeið í
snyrtingu og litgreiningu og
lengri námskeið þar sem farið er í
ýmsa aðra þætti, s.s. framkomu,
borðsiði og venjur, gestamóttöku
og mannleg samskipti. Anna
Valdimarsdóttir sálfræðingur hef-
ur í 9 ár boðið upp á námskeið í
sjálfsstyrkingu. Fyrst hafði hún
blönduð námskeið, en konur
voru alltaf í meirihluta og því hef-
ur hún þróað námskeiðið upp
sérstaklega fyrir konur og þannig
gefst tækifæri til að fara sérstak-
25