Vera - 01.04.1990, Qupperneq 28
BOÐ OG BÖNN
LEYSA ENGAN VANDA
Meö þjóðum sem
hafa ströngustu
lögin varöandi kyn-
lífsmarkaöinn -
Bandaríkin og
Austurlönd fjœr - er
ofbeldi gagnvart
vœndiskonum mesf.
í umræðunni, sem fram hefur far-
ið um klám að undanförnu, hefur
verið bent á uppruna orðsins
,,pornography“: — Orðiö er
komið úr grísku og merkir lýsing
á hóru. Þessi rót orðsins hefur
verið notuð til að réttlæta and-
stöðu við klám: Að vera hóra er að
vera notuð, þess vegna niðurlægir
klám konur. En hvað er það að
vera hóra? Og hvers vegna og
hvernig verða konur hórur?
Vissulega er ekki eftirsóknarvert
fyrir konur að vera notaðar og
niðurlægðar en hvernig getum
við sem kvenfrelsiskonur beitt
okkur gegn því?
Orðið hóra er notað um vænd-
iskonur. Það er Iíka notað til að
lýsa konu sem talin er haga sér
eins og hóra — þið hafið áreiðan-
lega heyrt það notað í kvikmynd-
um: karlmaður kallar konu sína
eða ástmey hóru áður en hann
löðrungar hana líkt og til að rétt-
læta kinnhestinn. E.t.v. hafði hún
haldið framhjá, eða lá undir grun
um það. Sjálf hef ég heyrt orðið
notað um einhleypar konur sem
sofa hjá fleiri en einum karlmann
— stundum nægir jafnvel aðeins
einn. En ef karlmaður heldur við
margar konur í einu er það talið
bera vott um karlmennsku hans
og kynferðislegt aðdráttarafl.
Orðið vændiskona er skilgreint í
orðabókinni minni — þ.e. auk
þess að merkja konu sem selur
blíðu sína fyrir peninga — sem
manneskja ,,sem aðhyllist spillt-
an eða lágkúrulegan málstað".
Darol Leigh, vændiskona í San
Fransisco er þeirrar skoðunar að
til sé lágkúrulegri málstaður en sá
að vilja komast af eða framfleyta
fjölskyldu.
En hvaða konur eru þetta —
vændiskonurnar, nektardans-
meyjarnar, klámmyndaleikkon-
urnar og yfirleitt allar þessar kon-
ur sem hafa atvinnu af kynlífi.
Hver eru tengslin á milli þessarar
atvinnugreinar og ofbeldis gagn-
vart konum? Hvar koma lögin við
sögu og hvernig? Hvað segja þess-
ar konur sjálfar?
í bókinni „ Kynlífsem atvinnu-
grein, greinar eftir konur í klám-
iðnaöinum" (Sex Work, Writing
hy Women in the Sex Industry)
eru að finna svör við mörgum
slíkra spurninga og upplýsingar
sem draga úr fyrirframgefnum
ranghugmyndum á borð við:
,,Engin velur sér að starfa við
petta nema af illri nauðsyn' ‘ eða
þeirri skoöun að flestar vændis-
konur séu útbrunnar götuskækj-
ur." Af þessari bók lærði ég í
fyrsta lagi að í Bandaríkjunum
einum eru þrenn samtök sem
berjast fyrir réttindum vændis-
kvenna. COYOTE (call of your
old tired ethics) er aðili að
,,Alpjóðlegri nefnd um réttindi
vændiskvenna“ (ICPR). Þessi
samtök halda fram rétti kvenna til
að ráða yfir líkama sínum hvort
sem um er að ræða barneignir,
vændi, kynhneigð eða það eitt að
vera skírlífar. ,,Samstarfshópur
bandarískra vœndiskvenna
(The US Prostitutes’ Collective)
starfar í samvinnu við alþjóðleg
samtök sem berjast fyrir því að
heimilisstörf verði launuð. Þessi
samtök telja vændi af sama meiði
og stéttar- og kynþáttakúgun og
neyði fátækar konur til að starfa í
kynlífsiðnaðinum. Þriðji hópur-
inn WHISPER (Women hurt in
systems of prostitution engaged
in revolt) segja að allar konur á
kynlífsvinnumarkaðinum séu
fórnarlömb. Allir þessir hópar
eiga það sameiginlegt að vilja
binda endi á misnotkun, ofbeldi
og sársauka í lífi kvenna — allra
kvenna.
Mörgum ykkar kann að finnast
það ótrúlegt að nokkur kona
skuli velja sér vinnu af þessu tagi
fremur en t.d. sem einkaritari eða
ræstitæknir (eða viö fisk-
vinnslu!).2' Segjum sem svo að
það sé ótrúlegt. Ættum við þá að
setja strangari lög og banna kon-
um að hafa atvinnu af kynlífi? Þá
ber fyrst að hafa í huga, að ef ekki
kæmu til önnur atvinnutækifæri
missti fjöldi kvenna vinnuna (í til-
vikum þar sem vændi er síðasta
hálmstráið),og þá ekki síður hitt
að slík lög yrðu gagnslaus. Með
þjóðum sem hafa ströngustu lög-
in varðandi kynlífsmarkaðinn —
Bandaríkin og Austurlönd fjær —
er ofl^eldi gagnvart vændiskonum
mest. Þar er líka að finna viöa-
mestu starfsemina sem er rekin
ólöglega af karlkyns glæpahring-
um fyrir opnum tjöldum á hótel-
um og veitingastöðum sem taka
nokkurs konar toll af vændiskon-
um sem starfa undir þeirra þaki.
Aftur á móti í löndum sem hafa
frjálslegri löggjöf, svo sem í
Hollandi, Danmörku, Svíjijóð og
Vestur-Þýskalandi, er vandinn
minni. Samtökin bandarísku sem
nefnd voru hér að ofan eru öll
sammála um að núgildandi lög
refsi aðeins konunum, ekki hin-
um sem njóta góðs af klámiðnað-
inum svo sem viðskiptavinum,
melludólgum, eigendum klúbb-
anna og nuddstofanna, kvik-
myndaframleiðendum o.s.frv.
Þetta kann að vera hættan við að
láta karlkyns löggjafarvaldi eftir
28