Vera - 01.04.1990, Qupperneq 29
umsjón mála. Konurnar verða
fyrir stöðugri áreitni frá hendi
lögreglu, atvinnurekenda sinna
eða dólga, og frá hendi viðskipta-
vina sinna. U.þ.b. 70% þeirra er
nauðgað í vinnunni. Þær hafa
ekki rétt til að skipuleggja sig sem
stétt og njóta lítillar verndar lag-
anna. Árið 1986 var ákæru vænd-
iskonu sem hafði verið nauðgað,
vísað frá af dómara með þessum
orðum: ,,Skœkja er skœkja er
skœkja". Rannsóknarlögregla
hefur látið undir höfuð leggjast
að rannsaka fjöldamorð þangað
til vændiskonurnar sem myrtar
höfðu verið voru orðnar tíu tals-
ins eða þangað til ,,heiðvirð“
kona var myrt. Meðal fjölda-
morða sem fengið hafa slíka með-
ferð má nefna ,,jjallakyrkjar-
ann“ og ,,suðurbakka-slátrar-
ann“ í Los Angeles, ,,Leeds-
morðingjann“ í Bretlandi og
,,Grcenár-morðingjann“ í
Seattle í Bandaríkjunum. Til að
bæta gráu ofan á svart hafa
kvennaathvörf neitað vændiskon-
um, sem hafa orðið fyrir oflseldi,
um aðstoð með þeim rökum að
þau hafi ekki sérfræðinga til að
mæta svo ,,sérstökum“ vanda.
Vændiskonur og aðrar konur
sem hafa atvinnu af kynlífi vilja
og þarfnast lagalegra réttinda til
að geta bætt öryggi sitt og að-
stöðu. Þær óttast að bönn og boð
muni sökkva iönaðinum dýpra
undir yfirborðið. Þær eru þess
vegna andmæltar banni á klámi
og leggja áherslu á rétt þeirra sem
starfa við þá atvinnugrein til að
ákvarða innihald, framleiðslu og
dreifingu klámvarningsins. Sam-
tökin ICPR (sjá ofar) hafa stungið
upp á fræðslu sem miði að því að
breyta kröfum markaðarins og
geri hann afhuga notkun barna og
ofbeldis gagnvart konum. Vænd-
iskonum er illa við forsjárhyggju
kvenna sem ekki stunda vændi en
eru aftur á móti í þörf fyrir sam-
starf við kvennahópa líkt og gerst
hefur í Hollandi og hjá hópunum
,,Rauður þráður“ og ,,Bleika
ógnunin“. Vændiskonur vilja
hreinsa sig af stimpilmerkjunum.
Sumar þeirra benda á að konur
sem fjárhagsins vegna kjósa að
þrauka í óhamingjusömum
hjónaböndum leggi í raun stund á
vændi. Sumar segjast þá fyrst hafa
fundist þær hafa vald þegar þær
gátu krafist greiðslu fyrir það sem
konum er ætlað að veita ókeypis.
Allar konur þurfa réttinn til að
geta sagt nei þegar þær meina nei.
Við eigum það kvennahreyfing-
unni að þakka að nú er hægt að
tala um ofbeldisglæpi og nauðgun
og til eru athvörf handa konum
sem sætt hafa slíkri meðferð. Við
þurfum líka athvörf fyrir unglinga
sem farið hafa að heiman og leið-
ast oft út í vændi vegna þess að
þau kunna ekki annað. (Ungling-
arnir eru oft að flýja heimilin
vegna ofbeldis svo lítið gagnar að
senda þau aftur heim.) Við þörfn-
umst átaks gegn neyslu fíkniefna
fyrir fólk, sem snýr sér að vændi
til að afla fjár til kaupa á eitrinu.
Ef allir þeir fjármunir sem fara í að
elta uppi og fangelsa vændiskon-
ur væru í staðinn notaðir til að að-
stoða allt það fólk sem starfar í
klámiðnaðinum og sem þarfnast
hjálpar, værum við komin betur á
veg við að leysa vandann.
I nýlegum umræðum um klám
hefur miklu púðri verið eytt í að
skilgreina muninn á klámi og
erótík. Öll höfum við okkar eigin
sérstöku skoðun á þeim mun —
en hvað felur hann í sér pólitískt?
Oftast segir fólk eitthvað í þá átt
að erótík beri með sér ást og hlýju
— klám sé hins vegar kynlíf án
ástar og jafnvel fyllt hatri. Ber að
skilja þetta svo að erótík sé alltaf
af hinu góða og að klám sé alltaf
af hinu illa og niðurlægjandi fyrir
konur? Það er vissulega hægt að
skilgreina skáldsögu eftir
Barböru Cartland sem erótík,
samt sem áður verður varla sagt
að staðlaður söguþráður bóka
hennar — kona leitar að sterkum
karlmanni til að annast sig — sé
jákvæður eða sýni nútímakon-
unni virðingu. Á hinn bóginn má
I Bandaríkjunum
einum eru þrenn
samtök sem berjast
fyrir réttindum
vœndiskvenna. Allir
þessir hópar eiga
þaö sameiginlegt
að vilja binda endi
á misnotkun, ofbeldi
og sársauka í lífi
kvenna - allra
kvenna.
velta því fyrir sér hvort kynlífslýs-
ingar án söguþráðar séu ekki nið-
urlægjandi. Andrea Dworkin, ein
helsta talskona bandarísku
kvennahreyfingarinnar gegn
klámi (WAP) hefur skilgreint klám
sem hreina kynferðislega undir-
okun kvenna lýst á augljósan
máta með aðferðum sem hún tel-
ur síðan upp. Meðal þeirra að-
ferða sem hún nefnir eru aðferðir
ofbeldisins en hún nefnir einnig
,,boð um inn-limun“ (inviting
penetration) og „ inn-limun með
hlutum" (penetration with
objects). Ég kann að hafa rangt
fyrir mér en ég hefði talið að
margar konur hafi ánægju af inn-
limun, þótt það sé vissulega ekki
það eina sem máli skiptir. Þegar
erótík er stillt upp sem andstæðu
kláms er erótík látin tákna það
kvenlega, fegurðina, unaðinn
o.s.frv. — klám er þá það karllega;
árásargjarnt, þrúgandi, ofbeldis-
hneigt. Eru þessar andstæður ekki
einmitt það úrelta hugmynda-
hjólfar sem við höfum verið að
reyna að komast upp úr? Það er
fremur móðgandi við karlmenn
og konur að halda því fram að
þeir samsvari klámi og þær
erótík. Ellen Willis hefur aðra
kenningu: Erótík er flott klám
dulbúið sem list eða bókmenntir,
en fátæklegri framleiðsla er klám
því hún getur ekki látið sem hún
liafi annan tilgang en þann að æsa
fólk upp kynferðislega. Sé klámi
ætlað að æsa upp verður það að
höfða til kennda sem fyrir hendi
eru, ekki til hugsjóna um kenndir.
Mörgum konum finnst erfitt að
taka þátt í umræðu um kynlíf og
kynhvatir. Ég hef heyrt kvenfrels-
iskonur segja að kynlífsbylting
sjöunda áratugarins hafi komið
körlum til góða — ekki konum.
En vill einhver hverfa 20 ár aftur
í tímann þegar kannanir sýna að
75% giftra kvenna kváðust að-
spurðar eiga erfitt með að njóta
kynlífs. Hlýtur þetta ekki að hafa
lagast núna þegar fræðsla og um-
ræða hafa svipt hulunni af bann-
orðunum? Við getum stjórnað
kynlífi okkar núna þökk sé pill-
unni og auknum rétti yfir frjó-
semi okkar. Samt sem áður hefur
WAP (Konur gegn klámi, sjá ofar)
tekið höndum saman við hópa
sem síst allra er hægt að kenna við
réttindabaráttu kvenna, hópa á
borð við hægri sinnuð sóknarfé-
lög, móralska meirihlutann,
29