Vera - 01.12.1990, Síða 2
Nú er níunda starfsári VERU að ljúka. Á þessum níu árum hefur VERU tekist að afla sér fleiri
áskrifenda en nokkurt annað tímarit um kvenfrelsisbaráttu á Norðurlöndum. En ekki eru allir
sammála um hvernig VERA eigi að vera. Konur eru mislitur hópur og kjör þeirra, skoðanir og
áhugamál eru afskaplega ólík. Askrifendur blaðsins eru á öllum aldri, jafnt ungar stúlkur sem ekki
muna kvennafrídaginn og eldri konur sem muna tímana tvenna. Lesendurnir eru konur sem í áratugi
hafa barist með kjafti og klóm fyrir bættum kjörum kvenna, konur sem eru að vakna til meðvitundar
um þessi mál og líka konur sem finnst hagur kvenna ekkert svo ýkja slæmur. „Mér finnst alltof mikið
skrifað um konur í blaðið", sagði ein um daginn þegar hún sagði upp áskrift. Öðrum finnst það ekki
fjalla nóg um konur. Sumum finnst blaðið of þungt, öðrum of léttvægt. Sumum konum finnst VERA
svo lítið spennandi að þær hafa ekki lyst á að fletta henni, aðrar geyma hana í möppum handa komandi
kynslóðum. Um leið og ritstjórn VERU óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla, hvetur hún konur
til að láta í ljósi skoðanir sínar, munnlega eða skriflega, um það hvernig VERA eigi að vera. BÁ
6/1990 — 9. árg.
VERA Laugavegi 17
101 Reykjavík
Útgefendur:
Samtök um Kvennalista og
Kvennaframboö í Reykjavík.
Sími 22188
Forsíða:
Sigurborg Stefánsdóttir
Ritnefnd:
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Guörún Ólafsdóttir
Hildur Jónsdóttir
Hrund Ólafsdóttir
Inga Dóra Björnsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kristín Karlsdóttir
Laura Valentino
Starfskonur Veru:
Björg Árnadóttir
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Vala Valdimarsdóttir
Auglýsingar:
Áslaug Jóhannesdóttir
Elfrida Andrée
(1841-1929)
Læknisdóttirin Elfrida Andrée frá Got
landi er einn mesti frumkvöðull í
sænskri kvennasögu. Hún var
fyrsta konan sem lærði til organ-
ista, fyrsti kvenkyns dómorgan-
istinn og hljómsveitarstjórinn.
Auk þess var hún fyrsta rit-
símadaman í Svíþjóð, en það
starf varð síðar vinsælt kvenna-
starf.
Eins og gefur að skilja gekk
það ekki átakalaust fyrir Elfridu að
ryðjast inn í öll þessi karlmannastörf.
En hún trúði ekki bara á eigin hæfileika
heldur trúði hún á kvenkynið og barðist ákaft
fyrir auknum réttindum kynsystra sinna. Og fað-
ir hennar stóð við hlið hennar í allri þessari bar-
áttu og studdi hana með ráðum og dáð.
Fjórtán ára gömul flutti hún til Stokkhólms til
að læra á orgel. Þar sem aðeins körlum var leyft
að læra á orgel í tónlistarskólunum sótti hún
einkatíma. Samkvæmt lögum fengu bara karl-
menn að starfa sem organistar, en Elfrida og faðir
hennar stóðu í stöðugum bréfaskriftum við þing-
menn til að fá lögunum breytt. Þeim tókst það og
rúmlega tvítug fékk hún vinnu sem organisti.
Jafnframt fór hún að vinna við ritsímann og
einnig á því sviði urðu bréfaskriftir feðginanna
við ráðamenn til þess að konum var leyft að
vinna starfið.
Sinn stærsta sigur, bæði í kvennapólitík og á
tónlistarsviðinu , vann Elfrida þegar hún fékk
stöðu dómorganistans í Gautaborg, 26 ára. Þeirri
stöðu hélt hún til dauðadags. Hún þótti einn
besti orgelleikari landsins og fólk hópaðist í
kirkjuna til að heyra í henni. En ekki var
Elfrida ánægð. Nú byrjaði hún af
eldmóði að semja kammertónlist,
sinfóníur og óperur. Fyrstu tón-
verkunum var ákaflega illa tek-
ið, en með tímanum var farið að
veita henni eftirtekt sem tón-
skáldi og hún fór sjálf að stjórna
sinfóníuhljómsveit Gautaborg-
ar þegar verk eftir hana voru
flutt. Til að byrja með naut hún
velvildar stjórnenda hljómsveitar-
innar, en síðar komu nýir stjórnend-
ur sem gerðu allt til að hindra flutning
verka hennar. Þegar flytja átti Ballöðu fyrir
hljómsveit, einsöngvara og kór reyndu stjórn-
endur hljómsveitarinnar með öllum ráðum að fá
hljóðfæraleikara og söngvara til að mæta ekki á
æfingar. Þeir slepptu því að boða á æfingar og
reyndu að telja tónlistarfólkið á að taka ekki þátt
í þessu. En bæði hljómsveit og kór studdu Elfridu
eindregið og flutningur verksins varð hápunktur
ferils hennar sem tónlistarmanns.
I tilefni alþjóðlegs þings um kosningarétt
kvenna sem haldið var 1911 samdi Elfrida kant-
ötu fyrir kór og hljómsveit. Stjórnendum þings-
ins fannst að vel mætti flytja verkið með píanó-
undirleik. En Elfrida var ekki á því.
„...heldur borga ég hljómsveitinni úr eigin
vasa en að hætta við þetta. I fyrsta lagi hef ég
samið verkið með hljómsveit í huga og í öðru lagi
verður tónlistin í meira lagi kerlingarleg við
pínulítið píanóspil.
Rúmum sextíu árum eftir dauða sinn er
Elfrida Andrée enn mesta kventónskáld Svía.
Útlit:
Kicki Borhammar
Harpa Björnsdóttir
Ábyrgð:
Björg Árnadóttir
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Textavinnsla og
tölvuumbrot:
Edda Harðardóttir
Filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun og bókband:
ísafoldarprentsmiðja hf.
Plastpökkun:
Vinnuheimilið Bjarkarós
Ath. Greinar í Veru eru birtar
ó óbyrgö höfunda sinna
og eru ekki endilega
stefna útgefenda.
2