Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 3
HÉR ER ÉG-SÉRMIG EINHVER?
I upphafi hverrar annar kemur
nýr hópur í tölvukennslu í Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla.
Nemendur koma inn í stofuna
setjast hvert við sína tölvu og
stara í ásjónu hennar, forðast
augnaráðið eða iða af ákefð.
Þegar kerlingin kemur inn sem
á að kenna fræðin, kynning er
búin og störf eiga að hefjast
byrjar alltaf nokkurn veginn
sama rullan. Karlmannsstrákur,
venjulega á aftasta bekk, byrjar á upphrópunum.
Eg er nú vanur tölvum, þarf ég að vera hér?
Hverju ertu nú vanur, góði minn?
Nú, ég kann þetta allt.
Allt hvað?
Alla tölvuleiki sem hafa komið til landsins og pabbi keypti
fleiri í útlöndum, ég kann allt.
Jahá, en nú áttu að læra um tölvuna sjálfa, stýrikerfið MS-
DOS, ritvinnslu, töflureikni og gagnagrunn.
Það getur nú ekki verið mikið mál. Eg er búinn að eiga
tölvu síðan ég var strákur. Ég kann þetta allt.
Viltu nú samt ekki sitja hér til að byrja með og athuga
hvort þú getur lært eitthvað nýtt?
Jú, ég get sosum gert það.
Af hverju?
Bara.
Þetta er nú ekki mjög erfitt.
Er það ekki?
Nei, viltu ekki reyna og ég skal hjálpa þér?
Jú, ætli ég verði ekki að gera það.
Eftir þetta byrjar þeysingurinn, nýtt efni er kennt og nemendur
eiga að spreyta sig sjálfir á lausn verkefnis við tölvuna sjálfa.
Strákurinn hljóðar eftir augnablik, og fullyrðir að þetta sé ekki
gert eins og kennarinn lagði fyrir, tölvan virki ekki, allt sé bilað,
og komdu strax! Stelpan situr enn með skelfingarsvip fyrir
framan skjáinn og er ekki farin að hreyfa sig. Hvoru á að sinna
fyrst?
Smám saman sjóast allir í samverunni, en strákarnir leitast við
að rétta stelpunum hjálparhönd af því „þeir kunna allt" og
stelpurnar eru furðulega oft hjálparvana þegar strákar eru
nálægir. En þegar upp er staðið eftir önnina, eru stelpurnar samt
oft með hærri einkunn a.m.k. hærri en hjálparleysi annarinnar
hafði gefið til kynna. Strákarnir sem hins vegar kunnu ekki allt
þegar að prófi kom, horfa ráðvilltir á einkunnina sína sem er
lægri en hjálparvana stelpunnar sem sat við hliðina á honum.
Hvaða hlutverk er þetta unga fólk að leika?
Lára Stefánsdóttir
TIL ÁSKRIFENDA
Ritstjórn VERU biður áskrifendur afsökunar á því hve
stutt er á milli blaða að þessu sinni. Það stafar af
mistökum í prentun síðasta blaðs sem tafði útgáfu
þess. Fyrsta blað ársins 1991 kemur út í febrúar.
Ritstjórn VERU.
Eftir tímann kemur stelpa:
Ég kann ekkert í tölvum.
Nú, þú komst til að læra um tölvur en ekki til að sýna hvað
þú kannt.
Ég get ekki lært þetta, ég er viss um það.
KONUR í KÚV/ET 6
Viðtal við Birnu Hjaltadóttur.
FISKVINNSLA, FISKVINNSLA 11
Unnur Dís Skaptadóttir,
mannfræðingur, athugar atvinnu
og f jölskyldulíf í íslenskum
sjávarþorpum.
ÞVÍ FLYKKJAST ÞÆR SUÐUR? 15
Frá ráðstefnu um byggðaþróun.
FEMINÍSKAR KÖKUUPPSKRIFTIR 19
KVENNABLAÐIÐ HLÍN 24
HEIMILISIÐNAÐARSAFNIÐ
Á BLÖNDUÓSI 25
GETUR ULL ORÐIÐ GULL? 27
AUKIN HREYFING,
MEIRA SJÁLFSTRAUST 29
ÞINGMÁL 31
ÚR LISTALÍFINU 32
BÓKADÓMAR 34
3