Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 7
Myndir: Þórdís Ágústsdóttir
í Kúvœt eru
margar konur í
áhrifastööum,
einkum konur af
voldugum og ríkum
fjölskyldum. Mér
skilst að þessar
konur fái að
ráðstafa tekjum
sínum sjálfar, því að
eiginmönnunum
ber að sjá fyrir
heimilinu.
fór þangað sem eiginkona
mannsins míns og móðir barn-
anna minna og ætlaði mér ekkert
að vinna fyrstu árin á meðan
börnin væru að aðlagast um-
hverfinu. En strax árið eftir var
mér boðin vinna hjá sænsku
tryggingamatsfyrirtæki. Þar vann
ég þrjá morgna í viku, en fékk
ekkert atvinnuleyfi. Innanríkis-
ráðuneytið fylgdist vel með því
hvort fólk hefði atvinnuleyfi og
þeir hringdu stundum þaðan og
boðuðu komu sína. Þá var mér
sagt að vera heima. Einu sinni
þegar ég var ein að vinna komu
tveir menn á skrifstofuna. Það var
alveg greinilegt að ég var að
vinna, það var kveikt á ritvélinni
og möppur opnar á borðinu hjá
mér. Þeir spurðu hversu margir
ynnu þarna. Einn, svaraði ég. Þá
báðu þeir mig um skilríki, en ég
sagði að það væri ekki ég sem
ynni þarna, ég væri bara fjöl-
skylduvinur og væri að passa
símann fyrir eigandann sem hefði
skroppið frá. Það vildi mér til
happs að maður á næstu skrif-
stofu vottaði það að ég væri
fjölskylduvinur sem passaði
stundum símann. Hann var
Arabi svo þeir trúðu honum.
Seinna var ég ráðin sem ritari
við læknadeildina. Það var heil-
mikið bras að fá atvinnuleyfi, en
að lokum tókst að sannfæra yfir-
völd um að mín væri þörf, þar
sem ég talaði bæði sænsku og
ensku. En Gísli varð að veita mér
skriflega heimild fyrir því að ég
mætti vinna úti. Eg varð líka að fá
hans leyfi til að fá ökuskírteini.
Siðir og venjur í Arabalöndunum
eru öðruvísi en við eigum að
venjast og staða konunnar er allt
önnur. Líf kvenna í Arabalöndum
er miklu áhyggjulausara en okkar
líf. Þær þurfa ekkert að spekulera
í því sem karlmennirnir hugsa
um. Karlmennirnir eru aldir upp
til að afla tekna og sjá fyrir heim-
ilinu, en konurnar til að hugsa
um heimilið. Karlmenn bera
ábyrgð á uppeldi sona sinna frá
sjö ára aldri og ala þá upp til
karlmannastarfa. I Kúvæt eru
margar konur í áhrifastöðum,
einkum konur af voldugum og
ríkum fjölskyldum. Mér skilst að
þessar konur fái að ráðstafa tekj-
um sínum sjálfar, því að eigin-
mönnunum ber að sjá fyrir
heimilinu.
Kóraninn ætlast til hlýðni og
undirgefni af konum og þeim
finnst það sjálfsagt. Þær líta
kóraninn öðrum augum en við og
finnst hann ekki kvenfjandsam-
legur. Samkvæmt kóraninum
mega karlmenn tuska konur til.
En ég veit ekki til að ofbeldi gegn
konum sé algengt í Kúvæt. Menn
eru stoltir af fjölskyldu sinni og
hugsa vel um konuna og börnin.
Þeir bera virðingu fyrir konunni.
Siðir múhameðstrúarmanna,
sem koma okkur ankannalega
fyrir sjónir, eiga sér auðvitað sínar
ástæður. Á tímum Múhameðs var
karlmönnum leyft að taka sér
fjórar eiginkonur. Þetta voru
miklir ófriðartímar og margir
karlmenn féllu í styrjöldum. Þá
var enginn til að sjá fyrir konun-
um, sem ekki gátu aflað sér lífs-
viðurværis sjálfar. Sú hefð komst
þá á að skipta konunum á milli
eftirlifandi karlmanna. Fjölkvæni
er orðið fátítt núorðið. Það þykir
of dýrt að eiga margar konur, því
að mönnum ber skylda til að gera
þeim öllum jafn hátt undir höfði.
En séu margar konur á heimilinu
er það sú fyrsta sem hefur mest
völd.
Upphaflega báru konur blæj-
ur fyrir andlitinu til að skýla sér