Vera - 01.12.1990, Síða 8

Vera - 01.12.1990, Síða 8
gegn sól, sandi og hita. Fólk eldist fljótt í þessu loftslagi ef það lætur sólina skína á sig. Annar tilgang- ur blæjunnar var hreinlega sá að koma í veg fyrir að fallegum stúlkum væri rænt. Einu sinni fékk Gísli sem læknanema á spítalann stúlku sem var komin langt í námi. Hún var af strangtrúaðri múslíma- fjölskyldu og var alveg hulin blæjum frá toppi til táar og með hanska á höndunum. Á spítölum í Kúvæt mega læknarnir ekki bera blæjur, því að það er réttur sjúklinga að fá að sjá hverjir meðhöndla þá. Gísli útskýrði fyrir stúlkunni að ef hún ætlaði sér að vinna sem læknir yrði hún að kasta blæjunni. Hann sagði henni að fara heim og ræða við fjölskyldu sína um þetta. Hún var burtu í nokkra daga en kom svo aftur blæjulaus. Fjölskyldunni hefur þá fundist menntunin það mikils virði að þau voru tilbúin að fórna blæjunni. En Gísli átti alveg eins von á að faðir hennar myndi hringja á spítalann og ausa úr skálum reiði sinnar. Það er gott að vera gamall í þessum löndum. Það er tekið mark á gömlu fólki. Fjölskyldu- böndin eru sterk og það er mikil festa í fjöldskyldumálum. Elsti sonurinn tekur alltaf við foreldr- um sínum. Móðir hans er aðal- manneskjan í fjölskyldunni og hún ber mikla ábyrgð á uppeldi barnabarna sinna. Við kynntumst hirðingjafjöl- skyldu sem lifði samkvæmt gömlum hefðum Bedúína. Hirð- ingjarnir búa í stórum húsum með lítilli íbúð fyrir hvern bræðr- anna og fjölskyldur þeirra. Dæt- urnar flytja heim til fjölskyldu eiginmannsins þegar þær giftast. I þessum stóru húsum Bedúín- anna er einn inngangur fyrir kon- ur og annar fyrir karlmenn. I húsunum eru nokkur sameigin- leg herbergi og inn í eitt þeirra mega konur ekki stíga fæti sínum. Það er dívanían, setustofa karlmannanna. Það þykir betra að eignast syni en dætur, því synir eru trygging fyrir öruggri elli. En Kúvætar eru Fjölkvœni er orðiö fátítt núorðiö. Það þykir of dýrt að eiga margar konur, því að mönnum ber skylda til að gera þeim öllum jafn hátt undir höföi. Oft sjá konur ekki mennina sína fyrr en á brúðkaups- nóttinni, því að brúðkaupsveisluna eru þœr ekki viðstaddar. Hún er haldin fyrir brúðgumann. mjög barngóðir og þeir eru jafngóðir við dætur sína og syni. Stúlkurnar eru giftar burt og þær fá ekki að erfa foreldra sína. Hins vegar gefa eiginmenn þeirra þeim gullskartgripi að andvirði 12-14 milljóna íslenskra króna í morgungjöf. Þetta eru 22 karata gullskartgripir - höfuðdjásn, eyrnadjásn, armbönd, fótaskraut, gullfestar og hringir. Gullið eiga þær síðan alla æfi. Það er þeirra try§sing- Ogiftar konur eru í umsjá elsta bróður síns eftir lát föðurins. En það er mikils virði að ná sér í góðan eiginmann og öll fjölskyld- an vinnur að því, þó að ábyrgðin sé föðurins eða elsta bróðurins. Rómantísk ást er ekki til. Konur eru gefnar mönnum er þær komast á kynþroskaaldur. Til- vonandi eiginmenn eru oft fjar- skyldir ættingjar þeirra og þær mega ekki sjá þá fyrr en að brúðkaupinu kemur. Oft sjá konur ekki mennina sína fyrr en á brúðkaupsnóttinni, því að brúð- kaupsveisluna eru þær ekki við- staddar. Hún er haldin fyrir brúð- gumann. Sjálf vígslan er ákaflega einföld og brúðhjónin þurfa ekki að vera viðstödd hana. Það eru feðurnir sem undirrita samning. Okkur var einu sinni boðið í Bedúínabrúðkaup. Það var farið með Gísla í stórt tjald alskreytt ljósum er stóð á opnu svæði fyrir framan húsið. Inni í tjaldinu voru sófar og teppi voru breidd á sandinn. Eg var leidd inn í húsið ásamt frænku minni sem var í heimsókn hjá okkur. Þangað kom enginn karlmaður, en litlir strákar undir tólf ára aldri fengu að hlaupa inn og út. Við settumst á púða og okkur var borið te. í Arabalöndum er aldrei boðið upp á áfengi. Það er bannað. I tilefni veislunnar hafði 25 lömbum verið slátrað. Veislugest- ir voru þúsund talsins. Það var elsti bróðirinn sem bauð til veislu og hann bauð öllum ættbálknum. Við vorum eina fólkið sem ekki var Bedúínar. Við sáum aldrei brúðina. Hún sat í foreldrahúsum og beið í brúðarskartinu. Allir karlmennirnir létu eitthvað af hendi rakna til veislunnar og það var skrifað niður hversu mikið þeir gáfu. Síðan borga þeir sem héldu þetta brúðkaup sömu upphæð þegar þeim er boðið í brúðkaup til einhvers veislu- gesta. Allar konurnar voru með blæju og íklæddar svartri skikkju. Við vorum líka í svona skikkju, sem kallast abbaya. Þær Kúvæt- konur sem klæðast á vestrænan hátt nota skikkjuna líkt og kápu. Konurnar sátu á gólfinu eins og svartar þústir - allar eins. Þegar við höfðum setið þarna um stund var farið að borða. Síðan kom söngflokkur, sem söng og spilaði á trommur. Þá fóru allar konurnar skyndilega að dansa. Þær rifu utan af sér allar blæjur og skikkjur og innanundir voru þær í vestrænum kjólum og það voru engir venjulegir kjólar, heldur rosalegir ballkjólar. Þetta var eins og tískusýning. Kjólarnir voru reyndar ekki flegnir og allir síðerma, en mjög skraulegir. Giftu konurnar voru með mörg 8

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.