Vera - 01.12.1990, Síða 12

Vera - 01.12.1990, Síða 12
FISKVINNSLAN FRAMANDI HEIMUR Hvers vegna datt Unni Dís í hug að fara að skrifa um þetta efni? Eru mannfræðingar ekki fyrst og fremst að skoða frumstæð samfélög? A hún rætur í ein- hverju sjávarplássi og langar til að skilgreina umhverfi sitt, eða var það eitthvað annað sem heillaði? Hvað olli því að hún ákvað að eyða heilum vetri við kennslu á Neskaupsstað og vera sumarlangt í fiski á Bolungar- vík? - Mannfræðingar skoða sam- félagið utan frá og því hefur verið algengast fram til þessa að fara frekar til Tíbets eða Nýju Guineu en eigin lands. Hins vegar kem ég „utan frá" í sjávarþorp. Ég er Reykvíkingur og hafði verið í sveit en aldrei farið í fisk fyrr en um það leyti sem ég ákvað að rannsaka þetta efni. Þá fór ég til Grindavíkur í fisk og fannst að það hlyti að vera mjög spennandi að athuga þróun fiskveiða, fisk- vinnslu og áhrif þessa á mannlíf sjávarþorpa. Ég vil ekki vera bundin eingöngu við aðferðir mannfræðinnar þótt ég byggi á þeim. Það sem er áhugavert við þessa rannsókn er að breytingin yfir í iðnsamfélag varð svo seint á Islandi. Það er því auðvelt að fá upplýsingar um þau áhrif sem þessar breytingar hafa haft á fjölskyldu- og atvinnulíf og hlut- verk kynjanna. Hlutverk kynjanna, segir þú, er þetta þá kvennasaga eða kvennamannfræði öðrum þræði? - Á vissan hátt kannski, að því leyti að ég fjalla ekki bara um sjómennskuna og breytingar á fiskveiðum og tækni við þær, heldur einnig um líf fjölskyldn- anna í landi og fiskvinnsluna, sem hefur fyrst og fremst hvílt á konunum. Otrúlega mikið er til af heimildum um sjómennina og líf þeirra, fiskveiðar, skip og veiðar- færi, en lítið sem ekkert um fisk- vinnslu og daglegt líf í sjávar- þorpum. Mér finnst ekki hægt að fjalla eingöngu um sjómennina eða eingöngu um konurnar í landi, þótt vissulega beini ég athyglinni ekki síst að þeim. Rannsóknar- aðferðir mannfræðinnar eru þess eðlis að ég hef meiri upplýsingar 12 um það sem er að gerast í landi og viðhorf þeirra sem þar eru, en sjómannanna á hafi úti, því ég fer ekki með þeim út á sjó til að fylgjast með veiðunum. Sjónar- hornið er því fyrst og fremst úr landi en ekki utan af sjó eins og algengast er. Ég er hins vegar ósátt við þá viðteknu venju að þegar fjallað er um hvað karlmenn eru að gera og hafi verið að gera á ákveðnum stað og tíma þá er það yfirleitt talin saga byggðarinnar almennt, en ef eitthvað er skrifað um kon- urnar og reynslu þeirra er það alltaf talið sértækt. Ég tel því mínar athuganir vera almennar, þótt þær skoði málin kannski meira út frá sjónarhorni kvenna en karla, hins vegar finnst mér útilokað annað en að tala bæði við sjómennina og sjómannskon- urnar, jafnvel þótt það sé að bera í bakkafullan lækinn að athuga líf sjómanna enn einu sinni. HVARERU SÖNGVARNIR UM FISKVINNSLUNA? Nær sjómannarómantíkin, sjó- mannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns... og öll sú umræða sem um hana er ekki til fiskvinnslukvennanna í landi? - Nei, það er greinilegt að svo er ekki. Það er sama hvert litið er, sjómannalögin eru full af hóli um hetjur hafsins sem bera björg í bú, en eru til vandræða í landi og best komnir aftur úti á sjó með konu sem bíður í höfn. Og þetta á ekki bara við um sjómannaróman- tíkina. Islenskir fræðimenn hafa nær eingöngu skrifað um karl- menn og störf þeirra, ekki kon- urnar í landi. FLATTUR FISKUR ÁTÚNI EÐA Á FÆRIBANDI Hvað finnst þér athyglisverðast af því sem þú hefur orðið áskynja fram til þessa í rann- sókninni? - Það er ýmislegt sem hefur vakið áhuga minn og ekki síður leiðbeinenda minna í New York sem fylgjast með þessu verkefni af athygli því það er óvenjulegt.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.