Vera - 01.12.1990, Qupperneq 13
Við höfum yfirleitt séð konur í
sjávarþorpum fyrir okkur sem
sterkar konur, en þó óvirkar, að
bíða eftir sjómanninum, og ekki
gert mikinn greinarmun á eldri
tíð og nútímanum.
En breytingin yfir í iðnsam-
félag sem verður svo seint á
íslandi og það sem hún hefur í för
með sér fyrir fjölskyldulífið hlýt-
ur að vekja áhuga manns. Hlut-
verk heimilanna hefur breyst
verulega, áður voru þau nánast
eðlilegt framhald af fiskveið-
unum, bátnum. Hvert heimili
sem átti bát verkaði fiskinn úr
honum og þessi störf voru ein
heild, fiskur var vaskaður og
breiddur við heimilin, fjölskyld-
an vann saman við framleiðsluna.
A Neskaupsstað er þetta mjög
áberandi, þar mátti sjá fram-
leiðsluna með því að líta yfir bæ-
inn, sem lá langur og mjór eftir
fjöruborðinu: Hús, bryggja, bátur
og í landi örfáar kýr og kindur.
Þeir sem ekki áttu bát voru illa
staddir í samfélagi sem byggðist
svo mjög á framleiðslu heimilis-
ins og önnur vinna ótrygg, fá-
breytt og illa launuð.
Á Bolungarvík var þetta ekki
eins áberandi, þar var þorpið
fyrst verbúð og kaupmaðurinn
varð snemma ríkjandi, flestir
unnu hjá honum, en ekki
sjálfstætt.
STERKAR,
SJÁLFSTÆÐAR,
VALDALITLAR
Hvernig er staða kvenna innan
samfélagsins í sjávarþorpum?
- Það hefur verið viðtekin
venja innan mannfræðinnar að
telja að konur á útgerðarstöðum
hafi meiri völd innan sam-
félagsins en aðrar konur, vegna
þess að þær séu allsráðandi á
meðan karlarnir eru úti á sjó. Eg
gat hins vegar engan veginn
merkt það á mínum athugunum.
Verkaskipting er skýr og kon-
urnar sjá um allt sem gera þarf, en
ég get ekki greint að þær fái nein
pólitísk eða efnahagsleg völd
umfram aðrar konur. Og ekki
njóta þær góðs af ábyrgðinni í
launum, þótt þær hafi oft á tíðum
betri laun en konur í öðrum
störfum, en það er fyrst og fremst
vegna þess að vinnudagurinn er
mjög langur. Launamunur milli
kynja er mjög mikill í sjávar-
þorpum og þykir yfirleitt full-
komlega eðlilegur.
Fyrir sumar konurnar var
ábyrgðin á rekstri heimilisins
kærkomin, öðrum fannst hún
fyrst og fremst auka álag.
BREYTTIST KANNSKI
EKKI ALLT VIÐ
IÐNVÆÐINGUNA?
Þetta á við um nútíðina, en hvað
með fortíðina, heldur þú að
staða kvenna hafi verið önnur
fyrir iðnbyltinguna?
- Verkaskiptingin innan heim-
ilis og utan var ekki eins afmörk-
uð áður fyrr, meðan heimilið var
framleiðslueining. Eg get hins
vegar ekki séð að konum finnist
staða þeirra endilega hafa verið
betri áður fyrr. Það er fyrst og
fremst einstaklingsbundið. Sum-
ar eru sáttari við gamla tímann,
aðrar ekki, rétt eins og sumar
sjómannskonurnar kunna mjög
vel við sitt hlutverk en aðrar ekki.
Sama á við um börnin, sumum
finnst eðlilegt að eiga föður sinn
alltaf úti á sjó, önnur venjast því
aldrei. Ef hægt er að greina ein-
hvern mun á viðhorfum er það
helst að eldri kynslóðin sættir sig
almennt betur við hlutskipti sitt
en sú yngri. Þetta á ekki síður við
sjómennina en konurnar. Margir
eldri mennirnir sjá sjómennskuna
í rómantísku ljósi, en þeir yngri
setja það fyrir sig að geta ekki
verið meira með fjölskyldunni.
Það varð mikil breyting á at-
vinnuháttum með tilkomu frysti-
húsanna og nýjum vinnsluað-
ferðum þar, atvinnubylting sem
ekki hefur verið gefinn eins mikill
gaumur að og togarabyltingunni.
Konur fara þá að vinna utan
heimilis í fiski í stað þess að vera
inni á heimilunum. Hins vegar
verða skilin ekki eins skörp og
ætla mætti og það kemur kannski
skýrast fram í því að margar
konur telja sig ekki atvinnulausar
þótt þær fái ekki vinnu vegna
hráefnisskorts. Þær fara bara
aftur inn á heimilin eins og ekkert
hafi í skorist.
Það vakti athygli mína að
konurnar í fiskvinnslunni fylgjast
mjög vel með allri framleiðslunni,
þær hafa áhuga á verði og fram-
boði á fiskmörkuðum og hafa
góða yfirsýn yfir störf sín. Þetta er
algjörlega andstætt því sem
venjulega er talið að eigi sér stað
við iðnvæðingu. Þá er yfirleitt
talið að staða verksmiðjukvenna
versni því þær missi yfirsýn yfir
framleiðsluna. Eg átti von á því
að uppgötva að staða kvenna
hefði versnað með iðnvæðing-
unni í fiskvinnslu, eins og átti sér
stað í Noregi, en ég gat ómögu-
lega séð að hlutskipti þeirra hafi
versnað eða batnað, bara breyst.
EKKI ÁHUGA
Á AFA OG ÖMMU
Þú talar talsvert um verka-
skiptinguna milli kynjanna, er
hún nálægt því að vera alger?
- Já, ég held það. Og viðhorf
karlanna til kvennastarfa eru
skýr, þeir segja að þetta séu ólík
störf. Það kom í ljós við nánari
athugun að sumum þeirra sem ég
ræddi við fannst hreinlega niður-
lægjandi að fara í kvennastörfin.
Mér fannst líka áberandi hve
lítið unga fólkið vissi um störf afa
síns og ömmu, það var eins og
striki væri slegið yfir fortíðina. í
þeim bæjum sem ég hef aðallega
skoðað er mikil efnisleg velsæld
og það er eins og unga fólkið hafi
lítinn áhuga á að heyra af því
þegar amman og afinn bjuggu á
litlu lofti með átta börn og aldr-
aða foreldra sína. Hins vegar á ég
eftir að komast að því hvort þeir
staðir sem ég hef einkum beint
athyglinni að eru dæmigerðir eða
óvenjulegir. Eg held að þeir séu
óvenjulegir að því leyti til að á
hvorugum staðnum hafa komið
áberandi erfiðleikatímabil og vel-
sæld er kannski meiri en víða
annars staðar, þótt staðirnir séu
að ýmsu leyti ólíkir. Þeir eru þó
ekki eins ólíkir og ætla hefði mátt
af því sem ég heyrði um þá áður
en ég kom á þessa staði.
Eg á hins vegar ekki endilega
von á að veruleiki kvenna í öðr-
um sjávarþorpum sé svo ýkja
frábrugðinn því sem ég kynntist á
Bolungarvík og Neskaupsstað.
Kannski finn ég einhvers stað-
ar sjómannskonur sem hafa völd í
samræmi við ábyrgð sína í sam-
félaginu. Eg er hins vegar ekki
búin að finna þær enn, þótt
konurnar sem ég hitti séu bæði
sterkar og sjálfstæðar og hafi í
raun alla þræðina í sinni hendi.
Anna Olafsdóttir Bjömsson
13