Vera - 01.12.1990, Page 16
V
VIÐ ERUM EKKIEINAR!
Við erum ekki einar, var yfirskrift
greinar sem Kerstin Gulbrand-
sen, þekkt sænsk fjölmiðlakona
skrifaði um ráðstefnuna í Hvera-
gerði. Kerstin, sem fer á eftirlaun
eftir tvö ár, hefur varið stórum
hluta lífs síns í baráttuna fyrir
bættum kjörum kvenna - og bar-
áttuna gegn óeðlilegri byggða-
röskun. Hún býr í smábænum
Arvidsjaur uppi við heimskauts-
baug og rekur þar umfangsmikið
fjölmiðlafyrirtæki. I fyrrnefndri
grein nefnir hún byggðaþróun á
Islandi sem dæmi um slæma þró-
un. Hún lítur á flótta íslenskra
kvenna úr dreifbýli sem vanda-
mál á mjög háu stigi.
„Við hér í Norður-Svíþjóð erum
sem sagt ekki ein um þetta
vandamál", skrifar Kerstin í
blaðið Norrlándska Socialdemo-
kraten eftir að hafa lýst íslenskum
byggðaþróunarvanda. „Við eig-
um þetta vandamál sameiginlegt
með öllum hinum þjóðunum á
Norðurlöndum, m.a.s. litlu Fær-
eyjum. Ungar konur flýja gamal-
dags vinnuaðstæður, einangrun
og karlveldi og þær gera það
hvort sem þær búa í finnsku
Ivalo, norsku Bardu, dönsku
Hirtshals, íslensku Hólmavík eða
sænsku Laisvall. Og því skyldu
þær ekki gera það? Eiginlega hafa
þessar konur aldrei verið til, ekki
einu sinni sem litlar stelpur. Þær
hafa aldrei verið spurðar álits,
enginn hlustar á þær jafnvel þó
að þær brýni raustina. Úti á landi
er alltaf litið á ungar konur sem
tilvonandi eiginkonur, sem auð-
vitað eiga að vera á sínum stað
þegar þeirra er þörf. Þær eru
aldrei álitnar neins virði sjálfar -
aldrei er litið á konur sem vaxtar-
sprota, nauðsynlegan öllum
breytingum samfélagsins.
Ungu konurnar sjá strit mæðr-
anna og þjónustulund þeirra við
feður og syni - og þær hugsa:
„Neeei takk!" Þær hafa fyrir aug-
unum sjálfsagðan rétt karlanna til
valda og áhrifa og þær sjá að
strákarnir fá meirihluta sameigin-
legra sjóða til sinna þarfa. Og þær
hugsa með sér: „Hér er ekkert
pláss fyrir mig - ÉG FER!"
A sjöunda áratugnum var mikill
fólksflótti úr sveitum Svíþjóðar.
Norðurbotn, nyrsta lén landsins -
Ungar konur flýja
gamaldags
vinnuaöstœöur,
einangrun og
karlveldi og þœr
gera það hvort sem
þœr búa í finnsku
Ivalo, norsku Bardu,
dönsku Hirtshals,
íslensku Hólmavík
eöa sœnsku
Laisvali.
Víöa er tala ógiftra
karla ó giftingaraldri
upp undir 300 ó
hverjar 100 ein-
stϚar konur.
Spurningin er hvort
þetta sé ekki frekar
vandamól karla
en kvenna.
þar sem Kerstin Gulbrandsen býr
- fór verst út úr þessum byggða-
breytingum. Það voru einkum
konurnar sem flúðu. Bæði vegna
þess að erfiðara var fyrir þær að
fá vinnu í dreifbýlinu, en einnig
vegna þess að félagshættir dreif-
býlis eiga síður við konur en
karla. Karlmenn í norðrinu dund-
uðu sér gjarnan við veiðar og vél-
sleðaferðir og höfðu ekki áhyggj-
ur af fátæklegu menningarlífi. En
konurnar flúðu fásinnið.
Síðustu árin hafa miklar breyt-
ingar orðið á lífinu í nyrstu
héruðum Norðurbotns. Stjórn-
völd hafa gert mikið til að
viðhalda þessum byggðum. En
stærsta breytingin hefur kannski
komið innan frá. Einskonar hug-
arfarsbylting hefur verið gerð.
Norðlendingar eru hættir að
skammast sín fyrir uppruna sinn
og mállýsku. Menn eru farnir að
skoða sögu sína og skapa úr
henni ýmsa merka menningar-
viðburði sem vekja athygli fyrir
sunnan. Nú er talað um Norður-
botn sem suðupott sænskrar
menningar, þar blandast samíska,
sænska og Tornedalsfinnska (mál
finnskumælandi Svía).
En röskun á hlutfalli kynjanna í
litlu bæjunum er ennþá áberandi.
Víða er tala ógiftra karla á gifting-
araldri upp undir 300 á hverjar
100 einhleypar konur. Og spurn-
r
16