Vera - 01.12.1990, Page 25
þeim störfum, sem þær geta
leyst betur af hendi en karlar.
Þá má vel vera að mönnunum
fari fram." (Hlín, 1926)
Björg C. Þorláksson svarar
grein Sigrúnar í 19. júní 1927
og Sigrún svarar Björgu í Hlín
1928. Þar takast á nýi tíminn
og sá gamli, sveit og bær, vís-
indin og alþýðumenningin.
Það var bjargföst trú Halldóru
Bjarnadóttur að heimilin væru
grundvöllur þjóðfélagsins, nú-
tíðin og framtíðin. Heimilisiðn-
aðurinn mátti ekki „kafna" í
nýjungum og erlendum inn-
flutningi. „Hann var og er
menntandi og göfgandi,
öruggasta tækið til að vernda
þjóðlega erfð og byggja fyrir
framtíðina. Ég vil leggja aðal-
áherzlu á femt í þessu efni, sem
er gmndvöllur góðra heimila:
heimilisiðnaðurinn, uppeldis-
málin, heilbrigðishættirnir og
garðræktin." (Ævisagan, bls.
13-14) Halldóra var dygg
þessari trú sinni. Sem heimilis-
ráðunautur ferðaðist hún um
allt land, hélt fundi og sýningar
og skrifaði mikið um efnið í
Hlín. Það sem meira var -
Halldóru tókst að virkja konur
víða um land og í Vesturheimi
til að skrifa í blaðið!
í ársritinu Hlín er ómetan-
legur fróðleikur um „málefni
sem konur varða" eða létu sig
varða frá 1917 og fram undir
1960. Hlutverk Hlínar var að
vera tengiliður milli sam-
bandsdeildanna og að „vekja
þjóðlegan og kristilegan hugs-
unarhátt og metnað með þjóð-
inni." (Hlín, 1961). Hvort það
tókst vitum við ekki en til
sanns vegar má færa að þær
hugmyndir sem nú em til um-
ræðu meðal kvenna á Blöndu-
ósi, og gerð em skil annars
staðar í blaðinu, eigi rót sína
að rekja til Hlínar og ævistarfs
Halldóru Bjarnadóttur. RV
Heimildir:
H/iii 1917-1961 og „Eftirhreytur" 1967
Nanna Ólafsdóttir: Halldóra Bjarna-
dóttir, heimilisráðunautur. Sérprent-
un úr Arbók Landsbókasafns 1988,
Rvk 1990.
Sigrún Sigurðardóttir: Islensk kvenna-
blöð og tímarit 1891-1985. Skrá með
umsögnum. Ópr. BA ritgerð í Bóka-
safnsfræði við HÍ, okt. 1985
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Halldóra
Bjarnadóttir: xvisaga. Rvk 1960
Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981),
var sœmd Riddarakrossi hinnar
íslensku fólkaoröu 1931 og
stórriddarakrossi 1971.
Mynd: Þjóðminjasafn Islands.
EIMILISIÐNAÐARSAFNIÐ
BLÖNDUÓSI
Meðan kvennaskólarnir voru og
hétu komust færri stúlkur þar að
en vildu. Námið var mislangt,
sumar voru í skólanum í eitt ár en
aðrar í þrjá vetur. Þar lærðu til-
vonandi húsmæður allt sem
nauðsynlegt þótti að kunna til
þess starfs. í dag fá flestir grunn-
skólanemendur nokkra mat-
reiðslutíma á ferli sínum og sagt
er að handavinnukennsla í skól-
um sé sífellt að minnka.
Húsmæðraskólarnir, sem
voru víða um land, hafa nú flestir
fengið annað hlutverk. Þannig er
t.d. með Kvennaskólann á
Blönduósi þar sem fræðsluskrif-
stofa Norðurlands vestra er til
húsa og grunnskólinn nýtir skóla-
eldhúsið. En í túnjaðrinum, í
gömlu útihúsum Kvennaskólans,
er verðugt minnismerki um einn
þátt þeirrar kvennamenningar
sem stúlkur tileinkuðu sér í
skólanum: Heimilisiðnaðarsafn-
ið. Safnið er hið eina sinnar
tegundar hér á landi og hróður
þess hefur víða borist, enda er þar
samansafn fallegra muna og safn-
ið sett upp af alúð og smekkvísi,
svo vitnað sé í Hildi Hákonar-
dóttur formann Félags íslenskra
safnmanna.
I Heimilisiðnaðarsafninu má sjá
gullfallegan hvítsaum, íslenska
Hvert sem litió er
sjást fallegir munir
sem íslenskar
konur hönnuöu,
saumuðu, ófu eða
unnu á annan hátt,
mitt í amstri
daganna.
búninga, vestfirska vettlinga,
ýmsan vefnað og roðskinnsskó
svo eitthvað sé nefnt. Hvert sem
litið er sjást fallegir munir sem
íslenskar konur hönnuðu,
saumuðu, ófu eða unnu á annan
hátt mitt í amstri daganna. Þeir
sem halda því fram að konur fyrri
alda hafi aldrei gert neitt listrænt
verða að taka orð sín aftur eftir að
hafa heimsótt safnið.
I innra herbergi gamla fjóssins
er Halldórustofa, tileinkuð minn-
ingu Halldóru Bjarnadóttur sem
gerði meira en flestir aðrir fyrir
íslenskan heimilisiðnað. Þar eru
húsgögnin hennar, myndir og
munir. Halldóra ferðaðist um
25