Vera - 01.12.1990, Síða 31
Þ I N G M A L
HEIMIMSIÐNAÐARRÁÐUNAUTUR
í BREYTTRI MYND?
Á yfirstandandi þingi var lögð
fram tillaga til þingsályktunar um
heimilisiðnaðarráðgjafa frá Snjó-
laugu Guðmundsdóttur vara-
þingkonu Kvennalistans á Vestur-
landi. í greinagerð með tillögunni
segir m.a. að forsendan fyrir sjálf-
stæði hverrar þjóðar sé að hún
varðveiti þá menningu sem þróast
hefur með henni. Flutningskonur
telja íslendinga hafa sinnt bók-
menntaarfinum mun betur er
verkmenntaarfinum. Ymislegt
hefur þó verið gert til framdráttar
verkmenntun og hafa konur stað-
ið þar framarlega. Vitnað er í starf
Halldóru Bjarnadóttur sem heim-
ilisiðnaðarráðunautar, í uppruna-
legt hlutverk Handíðaskólans (að
bjarga því sem bjargað yrði úr
fornu listhandverki okkar, auka
við það og færa til samræmis við
nútímaþarfir) og starf húsmæðra-
skólanna.
í greinagerð með tillögunni
segir m.a.: „Nú eru orðin þau
þáttaskil vegna breyttra heimils-
hátta og fólksfæðar á heimilum að
verkkunnáttan berst ekki lengur
sjálfkrafa milli kynslóða. Það
skiptir því sköpum að þessi þáttur
menningarinnar glatist ekki og
einhver aðili hafi það hlutverk að
hann varðveitist og þróist áfram.
Kvennalistinn vill með þessari
tillögu benda á mikilvægi þessa
þáttar en ekki síður hitt að þessa
þekkingu og kunnáttu má nýta til
atvinnusköpunar um land allt.
Vegna samdráttar í landbúnaði er
nú þegar umtalsvert atvinnuleysi
í sveitum og fyrirsjáanlegt að það
muni enn aukast ef ekki verða
fundnar nýjar leiðir til atvinnu-
sköpunar."
Eins og lesendum VERU er
eflaust kunnugt, þá hefur Kvenna-
listinn margoft bent á að smáiðn-
aður af ýmsu tagi er vænlegur
kostur í atvinnumálum, ekki síst
fyrir konur. Heimilisiðnaður er
ein tegund smáiðnaðar sem bygg-
ir bæði á íslenskri verkmennt og
hráefni sem til fellur á heimilun-
um eða finnast úti í náttúrunni.
Mikið hefur verið rætt um minja-
gripagerð í þessu samhengi og
nauðsyn þess að samræma hana.
Eitt af verkefnum heimilisiðn-
aðarráðgjafa yrði að kanna stöðu
heimilisiðnaðar og minjagripa-
gerðar á landsbyggðinni. Einnig
myndi ráðgjafinn leita uppi gaml-
an fróðleik um gerð ýmissa þjóð-
legra muna með það að markmiði
að þjóðleg handíð varðveitist og
HULDUBÖRN
SKÓLAKERFISINS
Á öllum tímum hefur hluti nem-
enda horfið úr skóla áður en skóla-
skyldu lýkur. Þessi hópur fer
sívaxandi og er það álit þeirra sem
til þekkja að þær brautir sem ung-
lingar nú á dögum lenda á, séu
hálli en fyrr. Því veldur aukin
vímuefnaneysla ungmenna og
henni fylgir vergangur þegar verst
fer.
Guðrún J. Halldórsdóttir er ein
flutningskvenna þingsályktunar-
tillögu um úrbætur á aðstæðum
ungmenna sem flosna úr skóla.
Því er beint til ríkisstjórnarinnar
„að koma á fót samstarfshópi á
vegum ráðuneyta þeirra sem fjalla
um fræðslumál, uppeldismál, fé-
lagsmál, heilbrigðismál og lög-
reglumál til að gera tillögur um
samræmdar aðgerðir sem miði að
því að aðstoða þau ungmenni sem
flosnað hafa upp úr skóla og eru
nú veglítil og sum á vergangi."
Samkvæmt skrám Hagstof-
unnar gufuðu 235 börn upp úr ís-
lenskum skólaskýrslum árið 1987.
Hluti þessara ungmenna munu
hafa flutt úr landi með foreldrum
sínum. „En það, að 235 nemendur
gufi upp úr skýrslum á einu ári í
þessu fámenna landi, hlýtur að
vekja spurningar um það hvort
íslensk uppeldis- og skólamál séu
ekki á villigötum", segir í þings-
ályktunartillögunni. Því næst er
greint frá ýmsu sem vel er gert til
að bæta úr þessu ástandi. Þar er
nefnd starfsemi Unglingaheimilis
ríkisins, neyðarathvarfs í Réttar-
holtsskóla, Rauða kross hússins
við Tjarnargötu og starfsdeildar í
Breiðholtsskóla. Þarna hefur verið
unnið mikið og gott starf við að
halda nemendum að skóla og frá
lausagangi. Þess er einnig getið að
á vegum landlæknisembættisins
og fleiri aðila er verið að kanna
feril þeirra ungmenna sem hverfa
úr skólakerfinu.
þróist áfram. Ráðgjafinn skyldi
veita faglega ráðgjöf, aðstoða fólk
við fjármögnun og markaðs-
setningu og hafa samstarf við
atvinnumálaráðgjafa þar sem þeir
eru starfandi.
I þingsályktunartillögunni er
gert ráð fyrir að sérstök áhersla
verði lögð á vinnslu íslensku
ullarinnar með því að standa fyrir
tóvinnunámskeiðum. Einnig er
talað um námskeið þar sem
kunnáttufólk leiðbeini um rétt
vinnubrögð og handtök við gamla
heimilisiðnaðinn. Áhersla er lögð
á nýsköpun í heimilisiðnaði með
hráefni sem er sérstakt fyrir
ísland.
KONUR!
VERA OG KVENNALISTINN
HVETJA KONUR TIL AÐ
TAKA LÍFINU MEÐ RÓ í
BARNSBURÐARLEYFI MARÍU.
GLEÐILEG JÓL