Vera - 01.12.1990, Qupperneq 33
spiladósina og náttfatasen-
una. Þessi atriði ganga alltaf
upp og sýna svo vel líf okkar
mannfólksins, lífið sem oft
virðist of fáránlegt til þess að
við skiljum það. Það er sífellt
verið að minna okkur á það á
mjög fyndinn hátt að við
erum að horfa á leikrit og í
verkinu renna persónur og
leikarar saman eða öllu held-
ur eru persónurnar í verkinu
að leika leikrit um sig. Þær eru
að sýna okkur brot úr lífi sínu
og með einlægni fá þær okkur
til þess að taka þátt í því.
Persónurnar í verkinu eru
fólk eins og við; nútímafólk í
nútímasamfélagi að leita sér
að stað í tilverunni og það er
allt í lagi þótt við finnum hann
ekki. Við fáum myndir af sex
konum og sex körlum og allt
snýst þetta meira og minna
um ástina og samskipti kynj-
anna.
Leikararnir eru allir mjög
góðir. Áslákur er aðalpersón-
an, leikinn af Sigurði Skúla-
syni. Leikritið hefst á því að
hann er að skilja við Berg-
þóru, sem Hanna María
Karlsdóttir leikur. Við fylgj-
umst með þeim reyna að fóta
sig í veröldinni og hafast þau
ólíkt að. Áslákur er fullorðinn
strákur, dálítill töffari á yfir-
borðinu og finnst fjarska
óþægilegt þegar konurnar
róta upp í lífi hans. Sigurður
er mjög einlægur í leik sínum:
Áslákur hengslast ýmist slytt-
islega um sviðið, reynir á
fyndinn hátt að uppfylla hlut-
verk hins ábyrgðarfulla borg-
ara með misjöfnum árangri
eða er algerlega ráðalaus ef
allt gengur ekki slétt og fellt.
Ég man ekki eftir að hafa séð
Sigurð leika betur eða meira
frá hjartanu en hann gerir hér.
Hanna María er fjarska
sannfærandi þegar hún sýnir
með mjög ákveðnu látbragði
og talanda hvað Bergþóra er
örugg með sig, mitt í þeirri
léttu afstöðu til lífsins að taka
því eins og það er. Bergþóra er
að vissu leyti fulltrúi mjög
sterks og mikilvægs viðhorfs í
verkinu. Það segir okkur að
konur búi yfir orku sem
stjórnar ósjálfrátt öllu lífi.
Þetta sést meðal annars í atrið-
inu þar sem kvenleg líkams-
starfsemi er tengd krafti
tungls og jarðar . Auk þessa er
Bergþóra alltumfaðmandi
móðir en þó gífurlega sjálf-
stæð, hún stjórnast af innra
krafti og er alveg óheft. Það er
sérstaklega hið létta og kæru-
leysislega yfirbragð sem
Hanna María túlkar svo vel
og er hún alveg drepfyndin á
köflum.
Alger andstæða Bergþóru
er Lillý sem er hin konan í lífi
Ásláks og er stórvel leikin af
Eddu Heiðrúnu Bachmann.
Lillý er mikil tilfinningavera
en hún er einnig glæsilega nú-
tímakonan sem hefur komist
áfram í lífinu eins og það er
kallað. I Lillý kernur líka fram
þetta sterka viðhorf að konan
er í jákvæðu eðli sínu móðir
og orkugjafi og undan því
verður ekki komist. Edda
Heiðrún á greinilega nóg af
þeim mikla krafti sem þarf til
þess að sýna tilfinningasveifl-
ur Lillýar og er sérlega góð í
lokaatriðinu. Það er einnig
mjög áhrifamikið hvernig hún
leikur á móti Hönnu Maríu
annars vegar og hins vegar
Ragnheiði Arnardóttur sem
leikur Dúddí. Þar kemur í ljós
þétt samstaða og vinátta
kvenna. Leikkonurnar eru svo
einlægar og hlýjar að það er
næstum hægt að sjá þræðina
milli þeirra. Hér á ég sér-
staklega við lokaatriðið og hið
fallega atriði þar sem Dúddí
og Lillý eru að tala um ástina.
Lögfræðingurinn Dúddí
stjórnast af ástinni á Herra
Dúdd, þau eru hvorug of
greind en þau eru mjög ham-
ingjusöm. Ragnheiður og
Þröstur Guðbjartsson sýna
þarna góðan samleik og eru
ákaflega fyndin. Heiðbjartur
er einn karlmaðurinn enn sem
er á valdi konu og er tragi-
kómískur í höndum Eggerts
Þorleifssonar.
Yngsta kynslóðin í leikrit-
inu er ósköp ráðvillt og lætur
meira og rninna stjórnast af
innri hvötum. Stefán Jónsson
og Harpa Arnardóttir túlka
vel systkinin Sigga og Siss
sem eru að reyna að átta sig á
þeim fullorðnu. Harpa er
kraftmikil leikkona en hún
festist of mikið í ákveðnum
einhæfum svipbrigðum. Stef-
án er ótrúlega góður í stórlega
ýktuni töffaragangi Sigga og
sýnir að hann er einn af okkar
bestu nýútskrifuðu leikurum.
Hann og Harpa búa yfir
mikilli líkamlegri tækni og
það gerir Helgi Björnsson
svo sannarlega líka þar sem
hann skapar af list hinn að því
er virðist heilalausa Rúnka
sem er óþægilega sönn mynd
af dæmigerðu nútímaung-
menni. Karótína er fjórða
ungmennið, hún er altekin
ástarþrá og eltir uppi Sigga
sinn sem er leiksoppur örlag-
anna eins og hinir karlmenn-
irnir og segist ganga á eftir
stelpum þar til þær nái í hann.
Bára Lyngdal Magnúsdóttir
er björt, létt og leikandi í
hlutverki Karótínu, sérstak-
lega þegar hún tjáir svo ynd-
islega ást sína i söng.
Élsta kynslóðin eru Afi og
Embla. Karl Guðmundsson
er ákaflega sannur í hlutverki
gamla mannsins sem er alltaf
úr takti við nútímafólkið en
eins og aðrir karlar í verkinu
er hann studdur af konu.
Embla er enn nánari útfærsla
á konunni sem upphafi og
orkugjafa. Hún sýnir ást og
kynþokka, er raunsæ, urn-
hyggjusöm og skilningsrík.
Guðrún Ásmundsdóttir leik-
ur þetta hlýlega og fallega og
beint frá hjartanu. Hlutverk
Emblu er áhrifamest í nátt-
fatasenunni þar sem hún er
sterka móðirin sem allir þrá
og karlarnir viðurkenna þar á
ævintýralegan máta smæð
sína og umkomuleysi. I
atriðinu kristallast hið sterka
viðhorf í sýningunni að undir
niðri erum við öll lítil og
viðkvæm og best er að geta
gert létt grín að öllu saman.
Það er yndislegt að fara í
leikhús og fá þar svona hlý og
einlæg skilaboð: Við erum öll
gölluð en líka góð og megurn
ekki taka lífið of alvarlega.
Hrund Ólafsdóttir
33