Vera - 01.12.1990, Page 36
U R LISTALIFINU
BUBBI
Silja Aöalsteinsdóttir
Mál og menning 1990
Ein sú mesta tíska sem hefur
tröllriðið landinu síðustu ár
eru bækur um fólk. Þessar
ævisögur, lífsreynslusögur eða
hvað sem má kalla þær, eiga
það allar sammerkt að í þeim
er fólk að „opna" sig fyrir
landanum. Sagan um Bubba er
ein slík. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur Bubbi frá mörgu
að segja, enda lifað hraðar og
hærra en flestir aðrir. Bókin
byrjar á lýsingu höfundar á
dramatískan hátt, þar sem
„goðið" spilar af fingrum
fram. I öðrum kafla bókar
hefst saga Bubba. Hann byrjar
á að lýsa fyrstu minningum
sínum og hverra manna hann
er. Bernskuminningar hans
einkennast af hugmyndaauðgi
og framtakssemi. Lýsingar á
ýmsum strákapörum og slags-
málum sýna strákinn Bubba
sem óprúttinn ólátabelg. Inn í
lýsingar af móður hans, sem
hann elskaði auðsjáanlega afar
heitt, fléttast mjög skemmti-
legt innskot úr æviminningum
hennar sem henni entist ekki
aldur til að skrifa. Einnig eru
tvö ljóð eftir hana og margir af
textum Bubba prýða bókina.
Ymsar tilvitnanir í viðtöl við
Bubba og aðra þekkta menn í
þjóðfélaginu er að finna á
spássíu og bókin er einnig
skreytt fjölda ljósmynda.
Bubbi er mjög hreinskilinn
og dregur ekkert undan,
hvorki kvennafarssögur né
eiturlyfjaneyslu. Ekki ber mik-
ið á margumtalaðri sjálfs-
ánægju hans en viðhorf hans
til kvenna er mjög sérstakt. í
augum Bubba eru konur „hitt"
kynið og hann hrífst af þeim,
en eingöngu sem kynverum.
Hann framandgerir konur og
líkir þeim við strengjahljóð-
færi. Allt sem þarf að gera er
að finna strenginn, „stilla hann
og spila á hann." Hann út-
málar ást sína til þeirra með
gömlum klisjum og útjaskaðri
goðsögn. Með því að setja
konur upp á stall, telur hann
sig vera að sýna þeim mikla
36
virðingu. Sú virðing er þó
aðeins í orði en ekki á borði
því í lífi hans hafa konur
einkum gegnt því hlutverki að
vera gólftuskur.
í lokakaflanum stígur Silja
aftur inn sem sögumaður og
lýsir tónleikaferðalagi með
Bubba á Vestfjörðum. Þannig
myndar frásögn hennar nokk-
urs konar ramma utan um
sögu hans.
Bókin er mjög skemmtileg
aflestrar og einkar vel skrifuð.
Hún kemur eflaust til með að
verða vinsæl í jólabókaflóðinu
og ætti ekki að valda neinum
vonbrigðum.
Eyrún Ingadóttir
og Oddný Árnadóttir.
JAKOBINA SIGURÐARDOTTIR
Vegurinn upp
á Jjallið
Nú er hartnær áratugur Uðinn frá
því Jakobína Sigurðardóttir sendi
síðast frá sér bók og sæta þessar
nýju smásögur tíðindum. Þær
hafa öll bestu einkermi sagnalist-
ar hennar: Kjarngott máL, Ijóslf-
andi persónur, verðug viðfangs-
efni og hlýja kímni. StílUnn er tær
og frásögn öll jós, og hvort sem
fjaliað er um eilífðarvanda eða
dægurmál fléttast saman í sögun-
um höfuðþættir listarinnar að
segja frcu Að vekja lesandann til
umhugsunar og skemmta honum.
Jakobína Sigurðardóttir hefur
fyrir löngu áurmið sér sess sem
eirm okkar listfengasti höfundur
fyrir Ijóð sín, skáldsögur og ekki
síst smásögur.
Vegurirm upp á fjaLUð er 141
blaðsíður.
Verð: 2380,- Félagsverð: 1990,-
Jakobína Sigurðardóttir [f. 1918) er fædd á Vestfíörðum en hefur búið í
Mýuatnssveit undanfarna áratugi Hún vakti fyrst á sér athygli með
Ijóðabókinni Kvæði (1960). Síðan hefur hún sentfrá sér óbundið mál
og má þar á meðal nefna skáldsögumar Dægurvísu, Snöruna, Lifandi
vatnið og í sama klefa.