Vera - 01.12.1990, Page 38

Vera - 01.12.1990, Page 38
U R LISTALIFINU dætrum konunnar ljóst og móðirin verður að taka á sig vonbrigði þeirra, beiskju dætranna í sinn garð („þú lofaðir...") og það gengishrun sem verður á henni í augum þeirra. Lífið og dauðinn sem tengjast í sögunni verða ósig- ur móðurinnar og vígsla dætranna inn í heim kvenn- anna. SOLLA BOLLA OG TÁMÍNA Texti: Elfa Gísla Myndir: Gunnar Karlsson Útgefandi: löunn Solla Bolla og Támína er bók sem fjallar um litla stelpu sem heitir Solla og vinkonu henn- ar Támínu. Sagan gerist á einum eftirmiðdegi heima hjá Sollu og í kvikmyndahúsi. Aðrir krakkar uppnefna Sollu og kalla hana Bollu, því hún er feit, og enginn vill vera vinur hennar. Solla er niður- dregin og einmana þangað til amma leyfir henni að fara í bíó en skömmu áður uppgötvar hún Támínu. Hana finnur Solla á stóru tá sinni þegar hún er að þvo sér. Þær stöllur fara saman í kvikmyndahúsið og þrívegis kemur Támína Sollu í klípu. Tvisvar sinnum „JARTEIKN ÁSTAR“ MINNINGABÓK Vigdís Grímsdóttir löunn 1990 Framan á Minningabók Vig- dísar Grímsdóttur er mynd af þaklausu og augnstungnu húsi við sjó: maður sér og finnur hvernig naprir vindar himinsins næða um það. 38 Vald og valdaleysi er sömuleiðis þema smásagn- anna „Opnaðu munninn", „Skrifað stendur" og „Beðið eftir morði" sem allar fjalla um gamalt fólk, einmana manneskjur sem ekki eru lengur þátttakendur í sam- félaginu. Samfélagið hefur heldur ekkert annað að bjóða þeim en ofbeldi í einni eða annarri mynd. „Skrifað stend- ur" er í samtalsformi sem Jakobína hefur listilega á valdi sínu og sagan er ákaflega fyndin þó hún sé margföld í roðinu. Hún er jafn fjörleg og „Hvíslað í grasi gróinnar slóð- ar" er angurvær, ljóðræn. Og ef þessi ritdómur ætti að segja eitthvað um síðustu smá- söguna „Systur" er ég hrædd móðgar Solla konur sem telja hana vera að ávarpa sig þegar hún er að tala við Támínu. I þriðja skiptið kemur frekja Támínu Sollu í klípu. Táin heimtar að fá að sjá á tjaldið í bíóinu og skipar Sollu að snúa sér við í sætinu. Solla, sem hlýðir, verður fyrir aðkasti vegna þessa uppátækis og festist svo í sætinu í þokkabót. Hún losnar ekki af sjálfs- dáðum heldur verður við- gerðamaður að losa um hana. Veslings Solla er miður sín eftir óhappið og heldur heim döpur í bragði. Þar á sér stað uppgjör þeirra Sollu og Tám- ínu. Solla tekur litlu vinkonu sína í sátt og ákveður að una glöð við sitt. Hún treystir sér til að þola illkvittni og andúð annarra barna meðan hún á Támínu fyrir vin. Ut frá þess- um hugleiðingum sofnar Solla. Bókin um Sollu Bollu og Támínu er um margt ágæt. Höfundur brýst út úr grá- mollu hversdagsleikans með persónusköpun sinni. Sögu- persónan er „óvenjuleg" - feit - og hún öðlast samúð les- andans. Osköp venjuleg tá breytist í skemmtilega per- sónu - Támínu - og í kvik- myndahúsinu verður sagan Listamanns er hvergi getið (frekar en á síðustu bók Vig- dísar), en myndin er táknræn fyrir efni bókarinnar. Sú sem þar mælir fram ljóð er eyðilegt hús og auðn í kringum hana í nútímanum, en hugurinn geymir auðæfi hins liðna sem orðasmiður sækir í. Minningabók er einn sam- felldur ljóðabálkur þar sem skiptast á lýsingar á Iíðan þeirrar sem talar í nútíma, minningar hennar úr fortíð- inni og frásagnir föður hennar og minningar hans frá ennþá fjarlægari fortíð. Bálkurinn hefst á kyrralífsmynd í eld- húsi og leiðinn sækir að henni sem situr þar. Kyrr á sínum stað sendir hún auga sitt til að leita að honum sem hvílir ofan í moldinni, fjarstöddum vini og bróður, sem hún ætlar að vekja til lífs í Ijóði. Mynd- málið er hvasst í þessum um að þetta tölublað VERU hrykki ekki til. Eg held að fallegri (í öllum skilningi) bók en Vegurinn upp á fjallið geti varla orðið á boðstólunum um þessi jól - nema ef vera skyldi „systur- bókin", bók Fríðu Sigurðar- dóttur. Eg mæli með þeim báðum. Dagný Kristjánsdóttir. spennandi. Titill bókarinnar lætur vel í eyrum og myndir Gunnars Karlssonar eru af- bragðs góðar. Mínum börn- um, sem eru tveggja og sex ára, finnst bókin skemmtileg. Það sem mér finnst nei- kvætt við söguna er það hvernig höfundur fer með samfélagslegt vandamál, það að feit börn séu öðruvísi og þar af leiðandi óhamingju- söm. I söguna vantar andóf gegn svona útskúfun. Staða Sollu er ótrúlega slæm. Henni er úthýst úr samfélagi við önnur börn og fengin yfir- náttúrulegur félagi, Támína. Táin er vissulega félagi sem yfirgefur Sollu líklega ekki. En hún er frek og duttlunga- full. Sáttfýsi Sollu í bókarlok hefði verið meira sannfærandi hefði vinátta hennar og Támínu verið heilsteyptari. vsv fyrsta hluta, sem einnig lokar bókinni: epli er nagað, rós af- skorin, stjarna ristir mána, augað klýfur jörðina og krefur moldina svars. Þegar sá horfni er fundinn mýkist málið, augað verður vængjaður draumur og í framhaldinu eru okkur sýnd- ar „jarteiknir ástar, nálægðar og efa". Þá flytjum við okkur líka frá mold til vatns, og væri stundum hægt að ímynda sér

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.