Vera - 01.08.1991, Page 3
FRIÐHELGIN
OG FJÖLSKYLDAN
Friðhelgi - fallegt orð. Friðhelgi einka-
lífsins, friður fyrir utanaðkomandi
afskiptum af friðsælu heimilislífi. Mjög
mikilvæg mannréttindi. En á stundum
gengur virðing okkar fyrir friðhelgi
fjölskyldulífsins út í öfgar. Virðingin
breytist í afskiptaleysi og skort á
náungakærleika þegar við sjáum ofbeldi,
vanrækslu eða annan slæman aðbúnað
á börnum og höfumst ekki að. Við eigum
að skipta okkur af. Skiptum okkur af
sfysagildrunni í garði nágrannans,
skiptum okkur af átökum og barnsgráti
í næstu íbúð, bendum nágrannakonunni á þann möguleika að
leita til kvennaathvarfsins. Tilkynnum barnaverndaiyfirvöldum
grun okkar eða vissu um óviðunandi aðstæður barna. Ábyrgðin
er okkar allra, en sjaidan er fjallað um þá hlið. Æsifréttamenn
greina reglulega frá hörmulegum atburðum í lífi foreldra sem fent
hafa í klóm barnaverndarnefnda. Mætti draga þá ályktun af
þeirri umijöllun að markmið barnaverndaraðila sé að leysa upp
heimili, slíta börn úr faðmi foreldra sinna og valda sem mestri
óhamingju. Minna ber á frásögnum af þeim fjölmörgu fjöl-
skyldum, sem vegna aðstoðar um lengri eða skemmri tima geta
breytt samskiptum sínum og aðstæðum þannig, að ekki þarf að
sundra íjölskyldunni. Því fyrr sem gripið er í taumana, þeim mun
meiri líkur eru á að börnin komist nokkurn veginn klakklaust í
gegnum slíka reynslu. Vissulega gerist það einnig að börnum er
komið fyrir hjá fósturforeldrum, en þá þykir orðið fullljóst að
foreldrar geta ekki sinnt uppeldishlutverkinu. Þetta eru flókin
mál og viðkvæm og ákvarðanir ekki teknar í skyndi. Oft á tíðum
líða mánuðir og jafnvel nokkur ár áður en svo afdrifarík ákvörðun
er tekin.
Friðhelgi og frelsi er réttur hvers manns, en við megum ekki
láta illa meðferð á þeim sem ekki geta krafist réttar síns
afskiptalausa. Skiptum okkur af.
Þórdís Guömundsdóttir
V E R A
Á G Ú S T
Mað er stöðugt verið að tala um „fjölskylduna“.
Hver kannast ekki við slagorð eins og: „Fjölskyldan
á i vök að veijast! Það er ekki hlúð að fjölskyldunni
í samfélaginu." Sumir telja upphaf alls ills vera í
fjölskyldunni og vilja hana þvi feiga á meðan aðrir
telja fjölskylduna vera hornstein þjóðfélagsins.
Brúðkaup hafa sjaldan verið íburðarmeiri og
skilnaðir hafa aldrei verið fleiri en nú. Á sama tíma
og flestar rannsóknir á íjölskyldulífi sýna að ein aðal
forsenda góðs fjölskyldulífs er nægilegar og vel
nýttar samverustundir, þá hefur fólk sífellt minni
tíma til að vera saman. „Ég held að í öllum
manneskjum blundi sú þrá að eiga náið samneyti
við aðra manneskju. Þetta lærum við i okkar fyrstu
tengslum og það er eins og við leitum eftir slikum
tilfinningaböndum í líflnu. Við getum hæglega lent í
mörgum skipbrotum, en það aftrar okkur oftast ekki
frá þvi að reyna aftur að ná sterku sambandi við
aðra manneskju" segir Nanna K. Sigurðardóttir
félagsráðgjafi í viðtali við VERU. Fjölskyldu-veran
veltir meðal annars fyrir sér hinni fjölskrúðugu
íslensku fjölskylduflóru. Hvernig er þessi fjölskylda
sem sífellt er verið að tala um? Og hverjar eru
raunverulegar aðstæður hennar?
RV
I ÞESSARI VERU:
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA 4
KONUR VIUA MJÚKAN TARZAN 6
ÞAÐ ER AUÐSÉÐ AÐ ÞÚ ERT EINHLEYP
OG BARNLAUS 12
ÞAÐ VELUR ENGIN KONA AÐ VERÐA STJÚPA 14
UMSKILNAÐ 19
Viötal viö félagsróögjafana Nönnu og Sigrúnu
AFMÆLI 24
ÞINGMÁL 32
Annir og œöi ó Alþingi - Af hverju ekki EB og EES?
FIS-LÉn Á FARALDSFÆTI 35
MIG LANGAR AÐ GERA MYND
UM „LANDFLÓTTA ÍSLENDINGA" 36
Viötal við Hrafnhildi Gunnarsdóttur í New York
„UNDIR HEITRI SÆNG HVÍLIR EINMANA HJARTA“ 38
3