Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 9

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 9
LESENDABRÉF Eftirfarandi lesendabréf er gott innlegg í umræðuna um fjölskylduna. Kæra VERA Ég hef mikið verið að velta fyrir mér föðurhlutverkinu í þjóðfélaginu okkar að und- anförnu. Ég varð einstæð móðir íyrir nokkrum árum og hef reynt eins og aðrar mæður að tiyggja barni mínu sem best uppvaxtar- skilyrði. Áður hafði ég heyrt af vandamálum einstæðra mæðra vegna afskiptaleysis feðranna af börnunum. Þá hélt ég að um einstaka undantekningar væri að ræða, eins og óreglumenn, eða að um sérlega slæm samskipti foreldra væri að ræða. Síðan hef ég gert mér grein fyrir því að vandamálið er mun algengara og að margir „venjulegir“ karl- menn vanrækja börnin sín. Ég hafði heldur ekki gert mér grein fyrir þvi hversu mikil þörf barns er til að kynnast föður sínum og umgangast hann. Ég hélt að ef faðirinn brygðist myndi ég sjálf og ættingjar og vinir koma i staðinn. Við gerum það vissulega að nokkru leyti, en mér er spurn hvert er raunverulegt hlutverk föð- urins í þessu þjóðfélagi? Mér virðist sem staða hans sé í aðra röndina hálf heilög, en hinsvegar fylgir henni mjög takmörkuð ábyrgð. Frá blautu barnsbeini gegnir föðurimyndin stóru hlutverki í umhverfi barns- ins. í uppeldi barna ein- stæðra mæðra, sem eru flest á dagheimili fyrstu æviárin, er dæmigerðri fjölskyldu haldið að þeim: mömmu, pabba og barni/börnum. Það er sérstaklega auðsætt af barnabókum. Þrátt fyrir þessa ímynd innan og utan dagheimilanna er veruleik- inn allur annar. Það er þegj- andi samkomulag í þjóð- félaginu að tala ekki um það þegar feður yfirgefa börnin sín eftir margra ára sambúð eða vanrækja þau allt frá fæðingu. Og feðrum er oft vorkennt að þurfa að greiða lögbundið meðlag með börn- um sínum, sérstaklega ef þeir hafa stofnað nýja f’jöl- skyldu. Samkvæmt lögum eiga feður að greiða helming framfærslukostnaðar barns, en lögbundin lágmarks- greiðsla, sem er líka algeng- asta greiðslan, er samt nærri þvi að vera fjórðungur af framfærslueyrinum. Fram- færsluskylda móður er aldrei dregin í efa hverjar svo sem aðstæður hennar annars eru. í samskiptum foreldra eru bæði efnahagslegir og til- flnningalegir þættir. Mér flnnst, auk annars, að ábyrgðin á sambandi föður við barn sitt sé lögð á móðurina. Ef faðirinn giftist aftur þá er það oft nýju eiginkonunnar að sjá um samskipti mannsins við börn sín. Annars á hún á hættu að vera dæmd harðar en hann. í barnalögunum er mjög óljóst hver félagsleg skylda föður er við barn sitt sem býr hjá móðurinni. Þar er tekið fram að ef það foreldri sem hefur barnið hjá sér (sem er oftast móðirin) meinar hinu foreldrinu (oftast föður) að umgangast barnið megi beita það dagsektum. En engin viðurlög eru við því ef það foreldri sem ekki hefur barnið hjá sér vanrækir eða svikur það um samverustundir. Sá faðir sem vanrækir barnið sitt virðist ekki heldur vera beitt- ur neinum þiýstingi í um- hverfl sínu. Persónulegar þarflr karlmanna, langanir og áhugamál fría þá oft frá því að vera dæmdir hart fyrir að vanrækja uppeldishlut- verk sitt. Margar einstæðar mæður kannast áreiðanlega við reiða og hvekkta barnið sem gat ekki farið til pabba um helgina af þvi að hann var upptekinn — og barnið sem fékk ekki simhringinguna sem það átti von á. Það er barninu sár reynsla nema það hafl e.t.v. lært að búast aldrei við neinu af föður sínum. Gremja barnsins bitnar á móðurinni, en það er ekki á hennar valdi að koma í veg fyrir slik atvik. Kæra VERA, þessi mál flnnast mér vera virkileg kvenfrelsismál, sem þörf er á að ræða nánar. Einnig mætti ræða annað nátengt jiessu sem er þörf mæðra fyrir að hafa tíma til að rækta sjálfar sig, andlega, líkamlega og félagslega. Ég hef orðið vör við meiri skilning á þörf feðra til að sinna sínum áhugamálum. í Noregi er t.d. viðurkennt í félagslega kerf- inu að einstæður mæður ungra barna þurfl hvild og tíma fyrir sjálfan sig. Ég set ekki nafnið mitt undir bréflð því ég vil ekki eiga það á hættu að styggja föður barnsins míns (frekar en e.t.v. fleiri einstæðar mæður). Með ósk um um- ræðu um þetta algenga vandamál og um íjölskyldu- formið móðir með barn/- börn, sem er býsna algengt hér á landi. Bestu kveðjur, H.H. LJÓÐ „Þú heföir allt eins getaö tekiö hjarta mitt skorið þaö í sneiöar troðið undir fótum þér rifið í tœtlur eins og aö fara burt. Sórsaukinn er samur." „Laugardagskvöld. Einhverntímann heföi veriö óhugsandi að fara aö sofa fyrir tíu. En eftir aö þú fórst er ekkert sjdlfsagöara. Hvaö œtti ég annað aö gera?" „Þeir sem hafa veriö sviknir í tryggðum þekkja hann. Einmanaleikann óttann hversdagsleikann. En samt heldur lífið ófram dn þinnar vitundar ón minnar vitundar ón alls sem einu sinni var kœrt." „Ég hef dkveöiö aö gera Ijósiö að besta vini mínum ó lífsins leiö. Og þó ég telji myrkriö ekki d meðal óvina minna þd mun ég forðast samleiö viö þaö effirleiöis." NN 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.